— GESTAPÓ —
Þýðing á klassísku heimsbókmenntaverki
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sannleikurinn 2/1/11 11:28

Hjer með er gerð heiðarleg tilraun til þess að þýða smásöguna ´Eight O Clock In the Morning´eftir Ray Nelson sem síðar varð kveikjan að einni raunsæustu kvikmynd allra tíma fyrr og síðar - They Live , sem John Carpenter leikstýrði og framleiddi.
Bæði skáldsaga og kvikmynd fjalla um vöknun;

Þegar sýningunni var lokið sagði dávaldurinn við eitt viðfangsefna sinna ´vaknaðu´.
Eitthvað óvenjulegt gerðist.
Eitt viðfangsefnanna vaknaði alla leið. Þetta hafði aldrei gerst áður. Nafn hans var George Nada og hann blikkaði augunum framan í ólgusjó andlita í leikhúsinu , í fyrstu ekki vitandi vits um að neitt óvenjulegt væri í gangi. Síðan tók hann eftir , svo að hann gæti séð einn og einn í mannamergðinni , hin ómennsku andlit , andlit Heillendanna. Þeir höfðu verið þarna allan tímann , en aðeins George var í raun og veru vakandi , svo að aðeins George gat séð þá fyrir sér eins og þeir komu raunverulega fyrir sjónir á bak við hina mannlega útlítandi búninga sína. Hann áttaði sig á og skildi allt á augnablishraða , þar með talið þá staðreynd að ef hann gæfi frá sér neitt heigulsmerki , myndu Heillendurnir skipa honum strax að snúa aftur til síns fyrra andlega ástands.
Hann yfirgaf leikhúsið ,, hélt áfram inn í lýsandi neónnóttina , en sýndi samt eins mikla varkárni og hann mögulega gat , til þess að ekki liti út eins og að hann tæki eftir hinu græna eðlukyns holdi eða hinum marggyltu augum þeirra sem Jarðarbúar höfðu leyft að stjórna sér af eins miklu gáleysi og raun bar vitni. Einn þeirra spurði hann ´áttu eld , félagi´? George kveikti eld á sígarettunni hans , og fór.
Þar sem göturnar mættust og á skiltum allt um kring tók George eftir miðum með myndum af Heillendunum og hinum mörgu augum þeirra með mörgum og mismunandi skilaboðum sem voru sögð á máli beinna skipana undir þeim eins og ´vinna í átta klukkutíma , leika í átta tíma , sofa í átta tíma´, og ´giftið ykkur og framleiðið meiri hvítvoðunga´. Sjónvarpaset í glugga búðar nokkurrar náði athygli George , en hann leit í burtu á augabragði. Þegar hann horfði ekki á Heillandann á skjánum , gat hann staðist skipun hans ´haltu athygli þinni í dásvefni gagnvart þessari stöð´.
George bjó einn í litlu svefnherbergi og hið fyrsta sem hann gerði var að aftengja sjónvarpið þegar hann kom heim til sín. Í öðrum herbergjum gat hann heyrt í sjónvarpssettum nágranna sinna. Mestallan tímann voru raddirnar mennskar , en af og til heyrði hann í hrokafullum tóni fuglslegs , skrækjandi raddhljóms geimveranna. ´Hlýðið ríkisvaldinu´, sagði einn skrækur. ´Við erum ríkisvaldið´, sagði annar skrækur , ´við erum vinir ykkar , þið mynduð gera hvað sem er fyrir vin er það ekki?´
´Hlýðið´!
´Vinnið´!
Allt í einu hringdi síminn.
George tók upp símtólið. Það var einn Heillendanna.
´Halló´, hljómaði röddin sem talaði og var eins og í páfagauki. ´Þetta er stjórnstöðin ykkar , Robinson ríkislögreglustjóri. Þú ert gamall maður , George Nada. Á morgunn þegar klukkan slær átta mun hjartað í þér stöðvast. Endurtakið´.
´Ég er gamall maður´sagði George. ´Kukkan átta að morgni á morgunn , þá hættir hjartað í mér að slá´.
´Nei það mun ekki gera það´ , hvíslaði George. Hann undraðist af hverju þeir vildu hann dauðann. Grunaði þá að hann hefði vaknað? Einhver gæti hafa tekið eftir honum , tekið eftir því að hann svaraði ekki eins og hinir svöruðu. Ef George væri á lífi einnar mínútu eftir klukkan átta um morguninn yrðu þeir vissir um það.
´Enginn tilgangur með því að bíða hér þar til endalokin koma´hugsaði hann.
Hann fór aftur út. Miðarnir , sjónvarpið , skipanir frá geimverunum af og til virtust ekki hafa algjört tak á honum , þó að honum fyndist ennþá mikil þörf á að standast ekki freistinguna um að hlýða , að sjá hlutina á þann hátt sem stjórnandi hans vildi að hann sæi þá. Hann hélt áfram og staðnæmdist. Ein geimveranna stóð einn á báti og hallaði sér upp að vegg. George labbaði beint að honum.
´Haltu áfram´urraði fyrirbærið , einblínandi á George dauðu augnaráði.
George reyndi að halda út eftirtekt gagnvart því sem var að gerast. Í augnablik leystist höfuð eðluverunnar upp og búkurinn ummyndaðist í elskusaman alkóhólista. Auðvitað yrði alkóhólistinn elskusamur. George tók eitthvað og mölvaði með því höfuð alkóhólistans af öllum krafti sem hann gat eytt það augnablik. Í augnablik var myndin óskýr , síðan lak blágrænt blóðið út um og úr andlitinu á honum og eðluveran hneig niður , hristist og nötraði. Augnabliki síðar var eðluveran dauð.
George dró líkið í skuggan og leitaði á því. Það var með lítið útvarp í vasanum og forvitnilega lagaðan hníf í hinum vasanum. Litla útvarpið sagði eitthvað á óskiljanlegu tungumáli. George lagði útvarpið frá sér áður en hann fór að éta hluta úr líkinu.
´Ég get ekki mögulega sloppið´hugsaði George , ´af hverju að berjast við þá´?
En kannski gat hann varið sig.
Hvað ef hann gæti vakið aðra upp? Það væri vel þess virði.
Hann gekk tólf blokkir í burtu til kærustu sinnar , Lil , og bankaði upp á dyrnar. Hún kom í baðsloppnum.
´Ég vill að þú vaknir´sagði hann.
´Ég er vakandi´sagði hún ´komdu inn´.
Hann fór inn. Sjónvarpið var í gangi. Hann slökkti á því.
´Nei´sagði hann ´ég meina virkilega vakandi´. Hún horfði á hann skilningslaus , svo hann smellti fingrunum og æpti , ´vaknaðu! Meistararnir skipa þér að vakna!´.
´Ertu á einhverju , George´ spurði hún grunsamlega. ´Þú ert að haga þér skringilega.´ Hann sló hana utanundir. ´Hættu þessu!´grét hún. ´Hvað í fjandanum ertu að bralla´?
´Ekkert´sagði George. ´Ég var bara að grínast´.
´Að slá mig utanundir var ekki að grínast´sagði hún kjökrandi.
Það var bankað upp á hurðina.
George opnaði hana.
Það var ein geimveranna.
´Geturðu ekki haldið túllanum á þér saman?´spurði hún.
Augun og eðlukyns holdið urðu óskýr í smá tíma og George sá leifturskennda ímynd miðaldra manns í skyrtufötum. Það var enn mennskt form þegar George skar hana á háls með borðhnífnum sínum , en áður en dáinn líkaminn hitti hurðina var hann orðinn að geimveru.
Hann dró líkið inn í íbúðina og sparkaði hurðinni þar til að hún lokaðist. ´Hvað sérðu þarna?´spurði hann Li , og benti á margeygða snákslega veruna á gólfinu.
´Herra......hr. Coney´hvíslaði hún , með augun galopin af skelfingu. ´Þú.......þú drapst hann eins og að þú hafir gert það án eftirsjár´.
´Ekki öskra´sagði George og kom nær og nær henni.
´Ég ætla ekki að gera það. Ég sver að ég geri það ekki , bara í almáttugs bænum , legðu frá þér hnífinn´. Hún bakkaði til baka þar til axklarblöðin voru límd við vegginn.
George sá að það var gagnslaust.
´Ég ætla að binda þig. Fyrst skaltu segja mér í hvaða herbergi Coney býr´ sagði hún. ´Ekki kvelja mig Georgie. Ef þú ætlar að drepa mig hreinsaðu þá eftir þig. Í almáttugs bænum´.
Hann kom henni fyrir í lök og batt lökin einhvern veginn saman og leitaði á líki Heillandans. Það var annað útvarp og eitthvað matarkyns og ekkert annað sem hann fann.
George fór að næstu hurð.
Þegar hann bankaði svaraði ein af snákaverunum ´hver er þar´?
´Vinur hr. Coney´svaraði hann. ´Ég vill sjá hann´.
´Hann fór út eina sekúndu en hann kemur aftur´. Hurðin opnaðist og það brakaði í henni , og fjögur gul augu pírðu út , ´villtu koma inn og bíða?´
´Ókei´sagði George og leit ekki á augun.
´Ert þú einn á ferðinni hérna?´spurði hann á meðan veran lokaði hurðinni.
´Já af hverju?´
Hann skar veruna á háls aftan frá og leitaði svo um íbúðina.
Hann fann mannabein , hauskúpur og hálfétið höfuð.
Hann fann tanka með risavöxnum , feitum sniglum sem flutu í þeim.
´Hljóta að vera börnin þeirra´hugsaði hann og drap þá alla.
Það voru byssur núna. Af gerð sem hann hafði aldrei áður séð. Hann afstillti eina fyrir slysni en sem betur fer var hún hljóðlaus. Hún virtist skjóta einhverjum litlum eiturfyrirbrigðum.
Hann kom byssunni fyrir í vasann ásamt eins mörgum skotum og hann gat og fór aftur til herbergis Li. Þegar hún sá hann varð hún næstum því viti sínu fjær af skelfingu.
´Slakaðu á elskan´sagði hann og opnaði veskið hennar , ´ég þarf bara að fá lánaða bíllkyklana yðar´.
Hann tók lyklana og fór niður.
Bíllinn hennar var lagður á sama bílaplanssvæði og hún var vön að leggja honum.
Hann þekkti bílinn þar sem bíllnum hafði verið lagt hægra megin. Hann fór inn , setti vélina í gang og byrjaði að aka stefnulaust. Hann ók klukkustundum saman.
Hugsandi örvæntingarfullt um að reyna að sleppa.
Hann kveikti á útvarpinu og reyndi að finna eitthvað en fann ekkert , allar stöðvarnar voru með umfjöllun um hann , fjöldamorðingjann samviskulausa hann George Nada.
Fréttamaðurinn var einn af meisturnum en hljómaði hræddur á röddinni. AF hverju vera hræddur og við hvern og hvað? Hvaða skaða gat einn maður valdið?
George var ekki undrandi þegar hann sá eina af vegahindrununum , og hann keyrði framhjá áður en hann fór á næstu götu.
´Engin lítil ferð úti á land fyrir þig George´hugsaði hann.
Þeir höfðu uppgötvað hvað hann hafði gert í íbúð Li , svo að þeir væru líklega að leita að bíl Li. Hann lagði honum í blindgötu og tók sundið. Það voru engar geimverur í sundinu af einhverri ástæðu. Kannski voru þær of klárar fyrir svoleiðis lagað eða ástæðan var sú að það var svo seint.
Þegar einn loksins birtist úr skúmaskoti fór George í burtu.
Hann fór á götuna og fór á einn af börunum og einn af Heillendunum var stöðugt endurtakandi ´við erum vinir ykkar , við erum vinir ykkar , við erum vinir ykkar´. Heimsk eðlan hljómaði hrædd. Af hverju? Hvaða skaða gæti einn maður valdið gegn hagsmunum þeirra?
George pantaði bjór , síðan datt honum allt í einu í hug að Heillandinn í sjónvarpinu virtist ekki hafa nein tök á honum. Hann horfði á veruna og sagði við sjálfann sig ´þessi vera verður að trúa því að hún geti stjórnað mér. Minnsti ótti í garð hennar og allt vald er horfið. ´Þeir veifuðu myndum af George á skjánum og George hörfaði á símaklefa og hringdi í stjórnstöðina sína , ríkislögreglustjórann.
´Halló Robinson´sagði hann.
´Hver talar?´
´Þetta er George Nada. Ég hef fundið út hvernig á að vekja fólk til vitundar um nærveru ykkar á Jörðinni´.
´Hvað George? Ekki skella á. Hvar ertu?´ sagði Robertsson og hljómaði næstum því móðursjúkur.
Hann skellti á og borgaði og yfirgaf barinn. Þeir myndu líklega rekja slóð símtalsins.
Hann fann annað sund og fór niður skúmaskot þes og þaðan í miðbæinn.
Það var dögun þegar hann fór inn í bygginguna sem hýsti stærsta sjónvarpsstúdíó borgarinnar. Hann leitaði ráða hjá yfirmanni byggingarinnar og fór upp í lyftunni. Löggan fyrir framan stúdíóið þekkti hann og sagði ´já þú ert þessi Nada´ og var undrandi á svip.
George líkaði illa við að þurfa að skjóta hann með byssunni en varð samt að gera það.
Hann varð að drepa nokkra í viðbót áður en hann gat farið inn í sjálft stúdíóið , með öllum verkfræðingunum vinnandi skyldustörf sín. Það mátti heyra í sírenum úr lögreglubifreiðum og fótagangi um tröppurnar. Geimveran sat fyrir framan sjónvarpið segjandi upphátt ´við erum vinir ykkar! Við erum vinir ykkar! Við erum vinir ykkar!´ og tók ekki eftir því þegar George kom inn. Þegar George skaut hann með nálarbyssunni stöðvaðist hann í miðri setningu og var svo dáinn samstundis. George stóð við hlið hans og sagði þegar hann hermdi eftir skrækjum geimveranna ´vaknið! Vaknið! Sjáið okkur og drepið okkur!´.
Það var rödd George sem borgin heyrði þann morgunn en það var búkur Heillandans , og borgin vaknaði í fyrsta skipti og þá hófst stríðið.
George lifði ekki til þess að bera sigrinum sem ætti eftir að koma vitni. Hann hafði dáið úr hjartaslag klukkan átta að morgni´.

..
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 2/1/11 13:16

Þetta er geðveikisleg saga.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sannleikurinn 2/1/11 16:19

Hahaha en fyndið!!!! Svona er raunsæisstefnan.

..
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hugfreður 2/1/11 16:54

Er þá komin tími til að sparka í rassgöt og jappla tyggigúmm?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sannleikurinn 4/1/11 17:18

kannski menn hætti að leika sjer að traktorum og skemma allt í leiðinni og dýrka gagnslausa hluti.......

..
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 4/1/11 21:13

Ertu ekki búinn með kvótann?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sannleikurinn 5/1/11 11:19

Jú. Sagan verður ekkert lengri en þetta. Ég sagði líka að ég myndi vera með stutt innlegg , og langmest ljóð eða kveðskap á íslensku , til að byrja með eftir aðra en mig.
Ljóð eða kvæði eftir sjálfa mig birtast svo á næsta ári.

..
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 5/1/11 12:39

Þetta er ekki leikur svo ég flyt þetta eitthvert annað.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sannleikurinn 7/1/11 16:28

Flytjum þetta á söguhornið enda er þetta saga en mun ei leikur vera
OG BAMP!!

..
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: