— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 326, 327, 328 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 30/12/10 10:16

Flugeldarnir fljúga þá
og fegra himinn ljósum.
Best því væri Blesa að ná
og byrgja glugga á fjósum.

Framtíð, Völvan, fína sér
fyrir Gestapóið:

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 30/12/10 12:07

Framtíð, Völvan, fína sér
fyrir Gestapóið:
Taxi ríður Blesa ber,
börnin forðist sjóið!

Ætlum við í annan tug
aldarinnar nýju?

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 30/12/10 14:40

Ætlum við í annan tug
aldarinnar nýju?
Þangað fer af fullum hug,
fullur og með klígju.

Bak við heiði sólin sest,
sjatnar snjór á jörðu.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 30/12/10 20:32


Bak við heiði sólin sest
sjatnar snjór á jörðu
Áðan sá ég poka prest
príla á holtavörðu.
---------------------------------
Yfir mó og melabörð
merin fer á kostum.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 30/12/10 20:50

Yfir mó og melabörð
merin fer á kostum.
Með hófum tætti harðan svörð,
og hjarn frá bitrum frostum.

Þýðan gang og þíðan dag,
þetta viljum heldur,

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 30/12/10 21:36

[i]
Þýðan gang og þíðan dag
þetta viljum heldur.
og syngja fagurt lítið lag
er löngunin sem veldur.
-------------------------------------
Öllu því er koma kann
er kvöldið gamla ársins líður i]

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 30/12/10 23:16

Öllu því er koma kann
er kvöldið gamla ársins líður i
ég á Bakbrotsfelli fann
er fór ég þar, því undan svíður i.

Á morgun verður magnað fjör
er mæti ég í gamlárspartí.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 30/12/10 23:29

Öllu því er koma kann
er kvöldið gamla ársins líður,
ég fagna – en þó færi í bann
fordóma. Og tíminn líður...

Margt er vont í veröldinni,
en verst er sinnuleysið.

of seinn...

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 30/12/10 23:32

Á morgun verður magnað fjör
er mæti ég í gamlárspartí.
Í veislunni bjóðast vildarkjör
og verður svaka margt í.

Margt er vont í veröldinni,
en verst er sinnuleysið.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 30/12/10 23:45

Margt er vont í veröldinni,
en verst er sinnuleysið.
Við okkar skulum auka kynni,
ég inn þér býð í hreysið.

Flugelda þú færð hjá mér
sem fjörið munu auka.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 31/12/10 19:47

Flugeldana þú færð hjá mér
sem fjörið munu auka.
Upp í loftið fretið fer
með fnyk og prika stauka.
--------------------------------------
Fögur loga stjörnuljós
litlu börnin fagna.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 2/1/11 15:48

Gleðilegt ár., Þakka allar góðu og ánægjulegu stundirnar á liðnum árum:Lifið heil.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 2/1/11 22:48

Fögur stjörnu- loga -ljós
litlu börnin fagna.
Á Akranesi, og í Kjós
ýmsir bölva og ragna.

Vísur skrifum árið út
inn á skáldamálin.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 3/1/11 14:21


Vísur kveðum árið út
inn á skáldamálin.
Nú þig Texi kveð í kút
kræf er mannasálin.
-------------------------------
Nýa ári bjart og blítt,
blundar fugl á kvisti.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
tveir vinir 3/1/11 14:41

Nýa ári bjart og blítt,
blundar fugl á kvisti.
ef það verður aftur hlýtt
ég eflaust bleyti í tvisti.

þrifabaði þörf er á
þegar öllu er lokið

viltu með mér vaka í nótt?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 3/1/11 21:28

þrifabaði þörf er á
þegar öllu er lokið
Fyrst af öllu þarftu þá
þarma skola og kokið.

Kallaði mig kynvilling
kexruglaður perri.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
tveir vinir 3/1/11 22:59

Kallaði mig kynvilling
kexruglaður perri.
skild'ann vera skynvilling
sköpuð uppúr sverri?

storm á skeri stöndumst við
sem stendur ekki lengi

viltu með mér vaka í nótt?
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 4/1/11 14:07

Storm á skeri stöndum við
sem stendur ekki lengi.
Og fuglum smáum gefum grið,
gustar um landsins drengi.
----------------------------------
Úti geysar stormur stríður
stjörnubjart og máninn hlær.

lappi
        1, 2, 3 ... 326, 327, 328 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: