— GESTAPÓ —
Þráður vikunnar - Stúfhendukeðja
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 13, 14, 15 ... 49, 50, 51  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 22/8/10 00:44

Smábeinótt og ljóshærð, lítil ljúflingsmey
aumkaði sig yfir grey.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hugfreður 31/8/10 02:13

Grey við yrðum Gestapóið grotnaði
ef Billi hér ei bullaði.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 17/9/10 21:42

rímið á undan var nú á mörkunum að vera tækt en jæja látum gott heita

Bullaði í potti er pápi pastað sauð
dellu þessa börnum bauð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 18/9/10 10:24

Bauð mér oft við búðingi úr blóði lambs
og hanastéli hanakambs.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 19/9/10 21:21

Hanakambur hirðsfífls svipinn hári gaf.
Hann nú dottið hefur af

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gúmmí Tarsan 21/10/10 17:53

Afhending er allra best í orða stað.
Stúfhendan er styttri en það.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 23/10/10 00:08

Það er gott að þjóra vín og þenja raust,
vetur, sumar, vor og haust

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gúmmí Tarsan 25/10/10 00:10

Haustið spáir hörðum vetri, hálku og snjó.
Þá er gott á Gestapó.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 31/10/10 00:39

Á Gestapó er gott að ver' en gamanmál
geta orðið öðrum hál.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 31/10/10 00:59

Hálkan getur hamlað för um heljarslóð.
Mannbroddana missti þjóð.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 6/11/10 11:19

Á „þjóðfundi“ nú þinga eitthvað þúsund manns.
Fari þeir allir til andskotans.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 6/11/10 15:41

Andskotinn með ömmu sinni átti leið
sem að öðrum undan sveið.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 6/11/10 16:25

Sviðahausa, saltað tros og súrsað rengi
í mig hefur langað lengi.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 6/11/10 17:44

Sveið mér þegar sargað var með sverri töng,
inn að beini leið var löng.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 6/11/10 18:05

Héðinsfjarðar- held ég reynist happa-göng.
Um Lágheiði var leiðin ströng.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 6/11/10 18:51

{Ath. þráður}

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 6/11/10 18:53

Æi afsakið enn einu sinni. Fáránlegt hvernig hlutirnir veltast stundum í hausnum á manni... Byrjaði semsagt á einhverju sem hélt þræði en æxlaðist svona og upphafið hvarf.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 13/11/10 12:35

Já, ég er líka alltaf að lenda í þessu. Jæja, þræðum.

Lengi hef ég lagt það til og legg till enn:
Semjum frið við Sovétmenn.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
        1, 2, 3 ... 13, 14, 15 ... 49, 50, 51  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: