— GESTAPÓ —
Kveðist Á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 294, 295, 296 ... 455, 456, 457  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 4/5/10 23:59

Sæl Í krafti kvenna.
Þú ættir frekar að finna þráð sem heitir: „Vísa dagsins.“
Hér er kveðið í keðju, hver vísa byrjar á síðasta orði næstu á undan, og venja er að sami pói á ekki tvær í röð. Næsta vísa á semsagt að byrja á „mating“.

Mating season myndi kallast
máttugt vor.
Kríur brátt í faðma fallast,
finna bor.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 5/5/10 11:40


Bor víst á ég fyrna flottan
fræsara og nýa sög.
Efað kippi í spólu spottan
spilað get á hana lög

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 5/5/10 16:00

Lög og reglu lýður krefst
sem lýðst honum að brjóta.
Fyrir honum frekar vefst
að frýja aðra þrjóta.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 5/5/10 16:58

Þrjótar eru á fullri ferð
og fremja glæpi ljóta.
Með lögum nýu, víst ég verð
varga þessa að skjóta.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 9/5/10 01:36

Skjóta þyrfti skallann í
skrögginn Lappa.
Við gatið mætti gera á ný
með gúmítappa.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 10/5/10 17:20

Gúmitappa treð ég í
tappagatið stóra.
Barmafylli bað á ný
og bráður ekki slóra.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 10/5/10 17:34


Slórar ei Billi bilaði
og bjargar karli Mjása.
Því árans skömmin skilaði
skökkum orðum lása .

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 14/5/10 15:33

Lás ég þyrfti lon og don
að láta á útidyrnar hjá mér
til þess eins að eiga von
á að halda konum frá mér.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 15/5/10 13:43

Mér af öllum mætti finnst
mjög svo til þess koma
að hafa þessa kvæði kynnst
krankleika og stoma

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 16/5/10 00:10


Stormar vindar rigning rok
róðrar falla niður.
Annars veiðin mikil mok
makríll, þorskur,nú er friður.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 16/5/10 01:20

Friður ríkir manna á milli,
mærast friðsöm vé.
Svo er varga vantar fylli
vopna- endar –hlé.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 16/5/10 01:28

Hlé á öllu einhverntíman vil
en engan veginn ég sam veit og skil
hvernig þessar konur þarna barnast
þó er eitthvað sem þær allar vilja.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 16/5/10 11:18


Vilja þarf til alls í heimi hér
hugrekki og anað svodan lika
Ef yingismey á götu mætir mér
magnast þráinn, langar í eina slíka.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 17/5/10 06:51

Slíka loku Lappi einn
lagin er að smyrja
Ekki læti svangi sveinn
svínin eig'að byrja

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 17/5/10 09:46

Byrjað nú ég hef að hlakka til
helgra kosninga, því bjarta sé
ég framtíð ef að flestir, hér um bil,
fá sig til að merkja X við D.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 17/5/10 10:25

D er fyrir djöfulinn
sem dyrunum vill læsa,
landi breyta í leikvöll sinn
og litla púka ræsa.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 17/5/10 13:42

Ræsa kom frá Rússlandi
reynt að gleðja hana
meðan Höfðans húsandi
hitti leiðtogana.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 17/5/10 21:43

Leiðtoganna laumuspil
lygavefur fróar
“Drekkjum þeim í djúpum hyl”!!
dauður maður hóar

        1, 2, 3 ... 294, 295, 296 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: