— GESTAPÓ —
Vísa dagsins
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 27, 28, 29 ... 35, 36, 37  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 10/2/10 20:19

Hún gengur á milli (á bakkanum bús er),
Bessastaðagriðkan digra.
Í stórskáldafansi mér líður sem lúser
en langar þó alltaf svo mikið að sigra.

Eftir afhendingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum fyrr í dag.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 15/2/10 19:54

Móri litli mjög svo vildi
myrða Erp í útvarpinu
Erpur byrstur brá við skildi
og barðist þar með kústskaftinu.
http://www.dv.is/frettir/2010/2/15/mori-reyndi-ad-stinga-erp-/

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 15/2/10 23:42

,
Saltkjöt góðir bústnir bitar
baunasúpa og rófan téð
Það flestir snæða viskuvitar
og vitaskuld, ég sjálfur með.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 9/3/10 14:30

(Þessi fannst mér of skemmtileg til að felast á laumuþræðinum.)

Fátíð er þátíð sem framtíð í nútíð,
ferðumst við tíðast í augnanna bliki.
Þó er nú vitað að senn kemur sútíð
er sjáumst við ekki í vegarins ryki.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Al Terego 9/3/10 14:57

Laumuþræði?

Þú ert með þátíð og nútíð
þó er nú fratið
þetta að þar er ei sú tíð:
þáskilda gatið.

Krútt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 10/3/10 17:38


Lifnar þrá léttist brá
ljós á bæjum skína.
Segir Lína lipurtá
við Ljósbrá frænku sína.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 10/3/10 18:00

Fátt er á höfðinu hára
og heldur þau grána í nára.
Það nær engri átt
hversu napurt og flátt
er að fylla nú fimm tugi ára.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 11/3/10 00:06

Al Terego mælti:

Laumuþræði?

Þú ert með þátíð og nútíð
þó er nú fratið
þetta að þar er ei sú tíð:
þáskilda gatið.

Leitið og þér munuð finna.

Djöfull er þessi góð hjá þér. ‹Ljómar upp›

Þáskildagatíð ég tel
tæpast skiljanlega.
Ég mig henni fyrir fel
og forðast alla vega.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 12/3/10 23:32


Skíma hugans dofnar dvín
en draumar flestir rætast.
Þú ert komin Maja mín
á morgun skulum kætast.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 13/3/10 01:13

Drottinn minn, í sérhvert sinn
sem ég ætl'að skralla
óþef mikinn alltaf finn
undir forhúð Palla.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 29/3/10 21:41

VG- Vísan

Bönnum þetta bönnum hitt
Bönnum aðeins meira
Bönnum Fokk og bönnum sjitt
Bönnum síðan fleyra

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 31/3/10 11:16

Svona verður framtíðin... amk ef áfram heldur sem horfir.

Dúlli, Snúlli, Breki, Blær,
Bresi, Alex, Ninni,
Krútti, Lilli, Snuddi, Snær,
Snati, Engill, Binni.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 31/3/10 12:02

blóðugt mælti:

Svona verður framtíðin... amk ef áfram heldur sem horfir.

Dúlli, Snúlli, Breki, Blær,
Bresi, Alex, Ninni,
Krútti, Lilli, Snuddi, Snær,
Snati, Engill, Binni.

og annað hvert sveinbarn mun, að ég tel
ónefnið bera: Gabríel.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 31/3/10 23:57


Og meira af nöfnum.

Alur, Frera,Goggur, Geir,
Garpur, Shitta, Falur.
Hnugginnn Vesta, Þoka,Þeyr
Þrymur, Ögla, Svalur.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 4/4/10 13:02

Innkomendur ekkert segja
innleggjunum fjölgar lítið.
Lengi má þó lopann teygja,
lengi 'ann fram í rauðabítið.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 29/4/10 13:57

Nú er vorsins blíða í bænum
börnin una prúð og keik
í boltaleik á grundum grænum.
Og grilluð úti nautasteik.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
29/4/10 15:45

Er þann kvíða í brjósti ber,
sem beinist helst að prófi,
oft þá lestur fræða fer
fram úr meðalhófi.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 30/4/10 16:16

Rauðhetta ákvað að lötra niður Laugaveg
í ljósbláum stuttum kjóli með sótugu ferhyrndu gati.
- Ákvörðun þessi var talin fagurfræðileg
og forsendur hennar allsekki byggðar á raunsæju mati.

        1, 2, 3 ... 27, 28, 29 ... 35, 36, 37  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: