— GESTAPÓ —

Ég keypti af svörtum Frakka svartan frakka,
feiknahlýjan, þröngan yfir brjóst.
Flíkina í flennistórum pakka
fékk ég afhenta í gegnum póst.

Á Vopnafirði er kominn upp vandi
þar lögregluliðið er allt í strandi.
Þar var brotist inn
en glæponinn
er löngu flúinn úr landi.

Í volæði, vinalaus og þreyttur
væli ég eirðarlaus.
Nú er ég heldur betur breyttur,
bjór- og tóbakslaus.

Ég eflaust lifi aðra helgi,
eflaust fullur þá.
Eflaust verð ég aftur snauður
og eflaust ...

InnleggHaustið - gisli - 17/9/03 11:20

Laufin falla úr hverju tré.
Að mér gerir spjátrungur spé.
Sumarástin fær sér hlé.
Hvað ætli geimurinn gamall sé?
Hvern ætli best sé að bera á fé?

InnleggLítið kvæði - gisli - 10/8/03 17:19

Þrælgott!

Óstuðlað, ótaktfest, óskemmtilegt.

InnleggFyrripartur - gisli - 8/8/03 18:22

Ég veit ekki betur en að einn af mínum lærimeisturum heiti Brynjúlfur, og notar hann það nafn daglega, sem og þeir sem hann ávarpa.

InnleggFyrripartur - gisli - 8/8/03 08:34

Af mér runnin áhrifin,
ekkert nú mig kætir.

Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: