— GESTAPÓ —
        1, 2, 3, 4  

Átján hundruð áttatíu og átta.
Árið sem hún Dísa vild´ ei hátta
en ástand batnar sífellt sýnist mér
því sérhver kona vill nú vera ber.

Árin líða, öldin hvarf
og árþúsund er nýtt.

Síminn hringir sjaldan hjá
sjálfumglöðum guma
Hann þyrfti að prófa að þegja smá
og þannig laða að suma.

Portó-hommar prófa brátt
að pota tuðru í markið.

InnleggVísnagátuleikur... - Heillar - 29/6/04 13:34

Bakstur?

Pabba Barba pota í,
prímatinn er sætur.
Vafin um hann voðin hlý,
virðist næstum ætur.

Var þetta kannski kvæði
klámi blandið?

Beckham ekki bætti það.
-Blessuð veri minning hans-
Dísætur fékk drengur að
dúndra beint til andskotans!

Vildi freta fyrstur á
fagurnetjað markið.

Morgunstundin gleður mjög
mikið er hún falleg.
Skýla borg nú skýjalög
en skín þó sól á fjallveg.

Væminn er hann Vamban nú
varla bætti ég úr skák.

Ísi skautar eftir hálum
aulinn, allra bjána val.
Veslings grey í vondum málum
virðist þrá í tærnar kal.

Kaldur var ís sem endranær
engin var skvísa á svelli.

InnleggEnn er kveðist á - Heillar - 21/6/04 13:37

Tíðum var ég vaskur fyrr,
vildi fola brynna.
Ef hún liggur alveg kyrr,
auðveld er sú vinna.

Bósa saga situr greinilega lengi í manni....

InnleggEnn er kveðist á - Heillar - 16/6/04 11:54

Stutta eina stund ég hef,
streitist við að yrkja
á Baggalútsins vísnavef
sem vill oft andann styrkja.

InnleggEnn er kveðist á - Heillar - 16/6/04 11:26

Ró og frið í fjallasal
finn að kveldi.
Lambið stoltur sem ég stal
steiki á eldi.

InnleggHverjir eru inni? - Heillar - 15/6/04 17:18

Eflaust er þetta satt og rétt hjá þér, Hakuchi, þrátt fyrir að óupplýstir vinnuveitendur þessa lands gætu verið með múður.

Ég þakka auðmjúklega góðar móttökur.

InnleggHverjir eru inni? - Heillar - 15/6/04 16:56

Sæl veriði, kæru konungshjón (og aðrir). Var einmitt að skoða þennan þráð fyrir tilviljun, sem ég geri annars sjaldan. Ef ég má gerast svo kræfur að segja örlítil deili á mér hef ég lengi verið fluga ...

Heaven söng sá upptrekkti
situr lítið eftir.
Þráðinn skýra hér skekkti;
skáldið botna heftir.

Vísnasmiðir Baggalútsins bestir
botnuð'ei; er komið sumarfrí?

Rassi klórar, rekur við.
Rymur hátt og geispar.
Bor í nefið, brak í lið,
á búkhljóðin er ei spar.

Lækkar nú á lofti sól,
leiðist mér í vinnu.

InnleggEnn er kveðist á - Heillar - 9/6/04 13:36

Ufsum hærra um gæðagaur
gengur ljót ein saga,
að Dabba, okkar primus-paur,
sé psykosis að naga.

InnleggEnn er kveðist á - Heillar - 21/5/04 16:11

Hjá- er mín -konan kæra
kát og glöð í dag.
Slíka vill maður mæra
mey sem kann sitt fag.

Kemur þegar kvölda fer
kröftuglega vinan;
sé kitluð áfram konan ber
kemur seinni hrinan.

Samloka og súkkulað
seður mallakútinn.

InnleggEnn er kveðist á - Heillar - 15/5/04 02:04

Hvernig er það, myndi þetta flokkast sem latínhenda (sbr. þýzkhendur)?

Hjá okkur hlewagastiR snjall
hérna leiðbeinir bögubósa.
Gagnrýnir blíður vísnabrall
og bragfræði kennir oss sub rosa.

        1, 2, 3, 4  
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: