Þingari með tankinn tóman
Heillaósk á heiðursdegi
hinum vitra Davíð sendi.
Lengi óska að lifa megi.
Á leiðir færar áfram bendi.
Á kútinn létu farari' og fiskari
og fóru heim til sín.
Ég held sem skarpur gáfaður gizkari
að geymi kútur vín.
Friðrika er fiskari
Þetta er fráleit fullyrðing.
Fundist hafa nokkur bling.
Núna jólasálma syng.
Fjölmennt er á fjöllum nú.
Færð er góð, það er mín trú.
Þetta er fráleit fullyrðing.
Verðbólgan er vænsta grey.
Verður grasið aldrei hey.
Í hlíðum uppi finnast fley.
Flestöll jáin þýða nei.
Sanka að mér úr sorpi ýmsu drasli.
Síðan reyni að selja það.
Svona er líf í basli.
Montinn geng ég mína leið þó margur hlæi:
"Oj þú líkist úldnu hræi"
Er nú mál að mæra þá
sem mig á tálar draga,
eða brjála alla og smá
sem illir sálu plaga.
Nú ég kargur kem til þín
og kalla argur þetta:
Þér að segja það er rétt
þekkir finnst mér ríkir.
Kjörorð mitt er stétt með stétt.
Styð ég íhald. Tel það klett.
Feita sagði ég fína mey.
Fraukan gengdi: "Skamm og þei.
Þú er fífl og gamalt grey
og gálgatimbur ertu svei".
Loppinn stóð við skekinn skrjóð
skrýtinn sóðalegur piltur
svo á hann hlóð af miklum móð
miklu af tróði æði villtur.
Á fundi nú í spil er spáð
spekingar þar fjasa.
En æ er fínt ef að er gáð
innihaldið staupa og glasa.
Selur Bjarni banka af list.
Bætir þjóðarhaginn.
Málugur ég mörgum þótti mjög um of
og fékk því alltaf lítið lof.
Blaðri ég og bulli hér
á Baggalúti
Draugfullur þá dekka er
dramm af stúti.
Á klósettinu oft ég yrki
og eftir kassans voldugt sturt
eg sendinetin vona að virki
svo vel hver afurð sendist burt.