— GESTAPÓ —
        1, 2, 3 ... 72, 73, 74 ... 95, 96, 97  
GESTUR

Í Brasilíu er brjálað stuð.
Í Brasilíu spilar guð.
Í Brasilíu er boltinn snuð

GESTUR
InnleggLjóðlínan - Bullustrokkur - 12/7/14 11:38

Langt er síðan lagðist ég.
Legusárin svíða

GESTUR

Eftir því sem árafjöld
á mig hleðst með látum,
nálgast dauðans krumla köld.
Krist ég bið um varnarskjöld.

Ég er að safna fituforða
fyrir næstu hungurs neyð.

GESTUR

Alþýðan hélt áfram gauli sínu og grautardallabarsmíð, en Jón Dula svaraði og rifjaði um glæstan viðskiptaferil sinn .
Hann söng:
Ég vann í verzlun pabba.
Viðskipti svo las
Tel þó hagráð Hólmsteins ...

GESTUR

Í tómstundum mínum í júní hef ég verið að lesa um Suðurríkjahermanninn Tom Dula (Tom Dooley), sem var dæmdur fyrir morð og hengdur 1868. Saga hans er hluti af þjóðlegum fróðleik Norður-Carólínu í Ban ...

GESTUR

Hér er slegið úr og í.
Er á himni biksvart ský.
Frjó og hunang bera bý.

GESTUR

Allt í messi er í dag
hjá Argentínumönnum.
Belgar kunna' á bolta lag.
Blóð er ekki' á tönnum.

Settur var á sekrabekk
sómi lands og þjóðar.

GESTUR

Fljótlegt er að finna nál
sem falin er í heyi.
Svo þú notar segulstál,
síyrkjandi peyi.

Hún gaf mér geldingahnapp
hin glaðbeitta blómarós.

GESTUR
InnleggLjóðlínan - Bullustrokkur - 25/6/14 23:39

Fylgið hefur fallið enn;
flestir burtu skríða.

GESTUR
InnleggSpurningamót. - Bullustrokkur - 24/6/14 16:33

Er nú heilsan orðin tæp?
Ætti' ek að kalla: Ræp?

GESTUR
InnleggSpurningamót. - Bullustrokkur - 21/6/14 19:56

Komstu ekki í neina nefnd?

GESTUR
InnleggSpurningamót. - Bullustrokkur - 21/6/14 19:55

Lagðist þú á lið þitt nú?
Langar þig að smíða brú?
Kemstu hingað klukkan þrjú?
Kanntu hægra vinstri snú?

GESTUR

Fékkstu ekki frá mér bréf
um framtíð okkar saman?
Nei, en afleitt iðrakvef.
Ekki var það gaman.

Vömbin flækist fyrir mér.
Finn það bezt um nætur.

GESTUR

Víst er gott að vera hérna einn
með vídissódaflösku sér við hlið.
Sælustaður sápugerðin Hreinn,
og sælustarf að blanda hreinolið.

Ég reyni að yrkja af mér spikið.
Illa gengur það.

GESTUR

Frenjur þær sem fara nú
með fluguveiðistangir,
ættu rétta að taka trú,
og tyfta múllar strangir.

Alltof feitan allar segja mig,
ólíkan Jarpi Sveins í Tungu.

GESTUR
InnleggKveðist Á - Bullustrokkur - 14/6/14 19:31

Ósspakseyri ! Nei !
Aldrei skal ég það.
Kalla goðin grey,
gægsnin á þeim stað.

GESTUR

Þegar Blesi þýtur um
þjóðlendurnar víðar,
stendur skakkur Gunni Gum
og grófar skeifur smíðar.

Ég er orðinn alltof feitur.
Alla hesta sliga ég.

GESTUR
InnleggToppaðu nú - Bullustrokkur - 13/6/14 16:21

Segirðu er þú úr rekkju ríst
og rassi snýrð að koppi;
Þennan botninn þyrfti víst
að þekja hnetutoppi.

Vilt í kryddið krækja þér
á kúmenökrum hans.

        1, 2, 3 ... 72, 73, 74 ... 95, 96, 97  
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: