— GESTAPÓ —
        1, 2, 3 ... 58, 59, 60 ... 95, 96, 97  
GESTUR
InnleggLjóðlínan - Bullustrokkur - 31/8/16 10:17

Stúlkan mín á hlutabréf í Högum

GESTUR

Blóðhundar með bláa ól
bíða nú í röðum,
og rauðir seppar reka upp gól
því rændir verða stöðum.

Ég get ekki ort
því ekkert dettur í minn hug.

GESTUR

Samsærið gegn Sigmundi
-það seinna kom á daginn
var gert af myrkum mannhundi
mun víst Soros heita gaginn..

GESTUR

Það dró fyrir sólu og dimmdi um sinn
því Davíð vor náði ekki kjöri,
en dagaði aftur því Davíð hinn
djarflega í stjórnmálin snöri.

Stúlkan leit á mig og mælti:
"Maðurinn er róni"

GESTUR
InnleggLjóðlínan - Bullustrokkur - 23/7/16 21:11

Túristinn þarf tuskufugl,
teppi, peysu, bolla,
en landkynnanna leiða þrugl

GESTUR

Valið hef ég vegin breiða vítis til;
engjast mun í eldsins hyl.

GESTUR
InnleggSpurningamót. - Bullustrokkur - 18/7/16 21:43

Viltu fella villtan björn?
Viltu lenda í hans görn?

GESTUR
InnleggVísa dagsins - Bullustrokkur - 26/6/16 12:17

Heyrir fólk minn harmagrát.
Hvað því getur valdið?:
Guðni Davíð gerði mát.
Get ei vatni haldið.

GESTUR

Blessuð litlu börnin
bjástra og leika sér
Yfir svífur örnin
og athugar þau ger.

Góð var mér sú gósentíð
er glöggur Davíð réði.

GESTUR
InnleggKveðist Á - Bullustrokkur - 23/6/16 17:11

Syng ég glaður sólarlag
á sumri víns og rósa.
Sæll ég verð þann dýrðardag
er Davíð fæ að kjósa.

GESTUR

Sigmundur í sinni stinnur
er sigurvon.
Hann er alveg eins og Finnur
Ingólfsson.

GESTUR
InnleggSpurningamót. - Bullustrokkur - 2/6/16 17:17

Fæst skít mokað aðeins með amboði?
Finnst öllum að bestur sé trúboði?
Taldist Davíðs viðvörun váboði?

GESTUR

Núþáleg var nálgun þín og nokkuð góð.
Reynd ert þú að rekja slóð.

GESTUR
InnleggKveðist Á - Bullustrokkur - 28/5/16 15:17

Tinna hitti Tinna
við Teigará.
Um hann fór að inna
hvort ætti markaskrá.

GESTUR

Er það sem mér sýnist að
sæmdin hafi vikið?
Dæmist þjóð á dökkkan stað,
ef Davíð hefir svikið!

Eins og frjálsir fuglar
flugum við.

GESTUR

Hugur leitar á heimaslóð
og hreina loftsins tæra.
Æ er Tortólu tíðin góð.
Togar eyjan kæra.

Fór á ról við rokkinn sit
raula gamla vísu.

GESTUR

Blessuð sólin vermir vel
vorsins fuglar kvaka.
Úti því ég oftast dvel.
Útivist ég holla tel.

Frambjóðendur einn og átta;
alsnotran ég Davíð vel.

GESTUR
InnleggSpurningamót. - Bullustrokkur - 23/5/16 13:42

Hvenær koma kostningar?
Kannast þú við Næstabar?
Er Næstibar í Myan Mar?
Má hann vera hér og þar?

        1, 2, 3 ... 58, 59, 60 ... 95, 96, 97  
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: