Til að breyta réttu í rangt
Muninn á þér fiskari og fiskkari
finnst víst þingurunum lítill vera:
Bæði munir á mútugjafa sjófari.
Því mennskuna þeir burtu reyna að skera.
Þingari með tankinn tóman
tróð sér fremst í bensínröð.
Fór hann svo og fleytti rjómann
Ég lofa fjárhjúið færa
og forhjúið sem heillar víst alla.
Ég dómshjúið djarfa vil mæra.
Svo dái ég orkuhjúið stór snjalla.
Gönur utanríkisráðarans
rakti forráðarinn.
Fjárráðarinn bauð þá djarfan dans
dómsráðara rass við kinn.
Þingari með tankinn tóman
Heillaósk á heiðursdegi
hinum vitra Davíð sendi.
Lengi óska að lifa megi.
Á leiðir færar áfram bendi.
Á kútinn létu farari' og fiskari
og fóru heim til sín.
Ég held sem skarpur gáfaður gizkari
að geymi kútur vín.
Friðrika er fiskari
Þetta er fráleit fullyrðing.
Fundist hafa nokkur bling.
Núna jólasálma syng.
Fjölmennt er á fjöllum nú.
Færð er góð, það er mín trú.
Þetta er fráleit fullyrðing.
Verðbólgan er vænsta grey.
Verður grasið aldrei hey.
Í hlíðum uppi finnast fley.
Flestöll jáin þýða nei.
Sanka að mér úr sorpi ýmsu drasli.
Síðan reyni að selja það.
Svona er líf í basli.
Montinn geng ég mína leið þó margur hlæi:
"Oj þú líkist úldnu hræi"
Er nú mál að mæra þá
sem mig á tálar draga,
eða brjála alla og smá
sem illir sálu plaga.
Nú ég kargur kem til þín
og kalla argur þetta:
Þér að segja það er rétt
þekkir finnst mér ríkir.
Kjörorð mitt er stétt með stétt.
Styð ég íhald. Tel það klett.
Feita sagði ég fína mey.
Fraukan gengdi: "Skamm og þei.
Þú er fífl og gamalt grey
og gálgatimbur ertu svei".