— GESTAPÓ —
        1, 2, 3, 4 ... 103, 104, 105  

Fjölmiðla- við –froðu sljór
fletti þunnum verkum.
Gjarnan les þó góðan bjór
greitt að mínum kverkum.

Þá sem skrópa á skáldafund
skal ég spart um rabba.
Öll við þekkjum illa lund
argra kúkalabba.

Úti fuku blöð á braut,
blaut í flettust læti.
Föst nú eru í freðnum graut.
Frost þau batt á stræti.

Beið ég eftir bögum hér
bætist senn í flæði.
Gæðastraumur glæðast fer
greitt þá renna kvæði.

Fundahöld á frídögum

fjörið alltaf drepa.
Naumt er ljós á nýhögum
neista kvæðasepa.

Oft er þraut að yrkja ljóð
orð ef fátt við ríma

InnleggKveðist Á - Barbapabbi - 25/9/11 00:15

Rann um margan ráfað hef,
ræður stefnu vilji.
Oft þar kveð ég óðarstef
orð þótt tíminn hylji.

InnleggKveðist Á - Barbapabbi - 20/9/11 12:54

Skúrkunum skeiðum við frá
skemtun þar litla er að fá.
Ef sjást í sjálfheldu,
sokknir í keldu
blýlóð samt bjóða þeim má

Á flatbökuna flest má nota,
forðast ég samt skötuna.
Ef henni viltu að mér ota
æla mun í fötuna.

Paprika og pipar, sveppir,
pepperóni, lauk og hakk

InnleggÖfugmælamót - Barbapabbi - 20/9/11 11:47

Nátttröll elska sumarsól

Hafðu aldrey eftir mér

orðin sem þú heyrðir.
Sveppaflippið fráleitt þér
fór, þú litlu eirðir.

Hamborgarinn hár og fagur
hefur margt að geyma…

InnleggKveðist Á - Barbapabbi - 20/9/11 11:15

Kút með tóman æddi út
og æpti í búð hjá Sámi
“gef mér Bagga- góðan –lút,
og gallon með af klámi”.

InnleggKveðist Á - Barbapabbi - 20/9/11 05:59

Argir fljúga fuglar burt
fimir snúa syðra.
Ekki grúinn er um kjurt
ef að nú má viðra.

InnleggKveðist Á - Barbapabbi - 25/8/11 00:08

Anda verð svo ekki kafni,
inn ég dreg í lungu
út nú blæs svo allur dafni,
eyði lofti þungu.

Oftast nær hún notast við
nokkuð gleymdar klisjur.
Sniffar oft svo öðlist frið
etanólskar grisjur.

Vorið góða grænt og spítt
girnist hún að fanga.

InnleggKveðist Á - Barbapabbi - 24/8/11 23:52

Sárin gróa sagt er oft
svona til að hugga.
Höldum gleði hátt á loft,
helling skulum brugga.

Föðurlandsvinir flykkjast til
framsóknarmaddömunnar
hlaupa í villu um hríðarbil,
helkaldir leynast brunnar.

Fósturlandsins freyja er
full og skökk og dreymin.

InnleggFullyrðingamót. - Barbapabbi - 4/8/11 20:40

Einn plús fimm það eru sex.

InnleggKveðist Á - Barbapabbi - 4/8/11 20:29

Þín er léð í þínum móð,
þín er gleðistaka.
Mín er streð, í mínus góð,
mína í hleð og kvaka.

        1, 2, 3, 4 ... 103, 104, 105  
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: