— GESTAPÓ —
Vamban
Friðargæsluliði.
Fastagestur.
Dagbók - 1/11/06
Undarlegt atvik á húsfundi

Haldiði að ég hafi bara ekki tekið mig til, sjálfum mér og öðrum að óvörum, og miðlað anda Yul Brynner á húsfundi í gær? Fyrst hélt ég að ég hefði sofnað sökum ölvunar, enda nýbúinn að brugga vænan skammt af kóbaltbættum Admiral, en frétti svo eftirá að Yul heitinn hefði bara birst þarna og talað í gegnum mig.
Mér skilst að Yul hafi reynt að kenna Önnu gömlu í 103 að skjóta úr einhleypu án þess að blikka augunum og viðrað skoðanir sínar framlagi Einars Bárðarsonar til íslenskrar tónlistarmenningar (sem sumum þóttu helst til óvægnar). Einnig hafi hann líst því yfir að sköllóttir menn væru "bestir í heimi" og upplýst (hann lét víst alla viðstadda sverja að þegja yfir þessu) að Páll Óskar væri hommi.

Nú er bara spurning hvort Ernest Borgnine láti nokkuð sjá sig á næsta nefndarfundi?

   (16 af 31)  
1/11/06 15:01

Regína

Skjóta af einhleypu án þess að blika augunum? Er það hægt?

1/11/06 15:01

Þarfagreinir

Var albin eða Ríkisarfinn með þér? Það gæti útskýrt þetta.

1/11/06 15:01

krossgata

Mikið held ég að albin verði glaður þegar hann les þetta, kæmi mér ekki á óvart að hann hati þig jafn minna en annað fólk á eftir.

1/11/06 15:01

Vamban

Þeir fengu aldrei að búa í sama stigagang og ég!

1/11/06 15:01

blóðugt

Oh, þú ert svo skemmtilegur.

1/11/06 15:01

Ríkisarfinn

Sorrý, en þetta kemur stundum fyrir.

1/11/06 17:02

Hakuchi

Varlega í Admiralinn Vimbill minn.

Vamban:
  • Fæðing hér: 7/4/04 18:30
  • Síðast á ferli: 28/6/22 15:34
  • Innlegg: 191
Eðli:
Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
Fræðasvið:
Admiral, mútuþægni, spilling, kvennafar og kóbaltbæting landbúnaðarafurða.
Æviágrip:
Stórmyndarlegur og hefur alltaf verið það.