— GESTAPÓ —
Vamban
Friðargæsluliði.
Fastagestur.
Pistlingur - 9/12/05
Blóm og kransar afþakkaðir

Af hverju eru það alltaf blóm og kransar sem eru afþakkaðir? Hvað ef einhver mætir með runna, pálmatré, rabarbara eða grasþöku? Hvað með virðulegt grenitré ef það eru að nálgast jól? Bonzai kannski? Væri ekki viturlegt að afþakka alla flóruna bara til að forðast misskilning?

Og því einungis að afþakka? Þó fólk megi ekki mæta með blóm og kransa er ekki þar með sagt að það megi ekki mæta með snakk og dýfu? Kannski makkíntoss eða konfekt frá Mónu? Súkkulaðirúsínur og salthnetur eru alltaf vinsælar. Það væri nú synd að afþakka slíkt góðgæti.

Svo er fólki alltaf bent á einhver góðgerðarmál eða sjóði. Allt gott og blessað. Um að gera að styrkja gott málefni. Maður heyrir samt aldrei minnst á neina jaðarhópa í þessu samhengi. Aldrei segir útvarpsþulurinn að þeim sem vilja minnast hins látna sé bent á Framfarasjóð örvhentra garðyrkjumanna með aspasfetish. Nú eða t.d. Árshátíðarsjóð marbendla í umönunarstörfum?

Þó það sé vissulega göfugt að styrkja góð málefni þá finnst mér nú að fólk megi reyna að leggja sitt af mörkum til að styrkja efnahaginn. Því ekki að benda fólki á að spara?
“Þeim sem vilja minnast hans er bent á að leggja fyrir dágóða summu.”
Eða þá “Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að standast löngunina til að kaupa sér stærri jeppa bara vegna þess að nágraninn fékk sér einn nýjann”?

   (29 af 31)  
9/12/05 14:00

Offari

Menningarsjóður Baggalúts tekur við frjálsum framlögum.

9/12/05 14:00

Jóakim Aðalönd

ÉG tek við frjálsum framlögum og set þau í tankinn.

9/12/05 14:01

Vamban

Það má líka styrkja Landbúnaðarráðuneytið enda hefur rafmagnsreikningurinn margfaldast eftir að við fórum að æfa í kjallaranum.

9/12/05 14:01

Tigra

Haha.
Ég held að ég hafi einu sinni skrifað félagsrit með sama titil.... en það var á töluvert öðrum nótum.

9/12/05 14:01

Gvendur Skrítni

Gott rit, takk takk!

9/12/05 14:01

Finngálkn

Þetta fannst mér fyndið!

9/12/06 07:01

Hvæsi

<Laumast inn>

<Sullar niður bláberjaskyri>

<Laumast út>

Vamban:
  • Fæðing hér: 7/4/04 18:30
  • Síðast á ferli: 28/6/22 15:34
  • Innlegg: 191
Eðli:
Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
Fræðasvið:
Admiral, mútuþægni, spilling, kvennafar og kóbaltbæting landbúnaðarafurða.
Æviágrip:
Stórmyndarlegur og hefur alltaf verið það.