— GESTAPÓ —
Sjöleitiđ
Óbreyttur gestur.
Sálmur - 2/11/02
Páskaegglos

Áđur birt undir nafninu Crew Slut ríma páskaeggloss en birt aftur vegna fjölda áskorana.

Feitur bassi fellir tár
fölna rafmagnstćkin.
Kristur er međ klístrađ hár
og kyssir létt á mćkinn.

Helgur mađur hefur máls
hugum ungum gćdar.
Grannan langan gítarháls
guđ međ ólund slćdar.

Rifar augun rokksins guđ
– rettu sogar bruna.
Unga stúlkan óspjölluđ
opnar sjónhimnuna.

Fetla stígur Fenderdrótt,
fćrist upp á skaftiđ.
Ţađ mun ekki ţessa nótt
ţola meyjarhaftiđ.

Baksviđs eftir brjálađ gigg
byrjar gleđin sjúka.
Gráleit hönd međ gítarsigg
grípur brjóstiđ mjúka.

Miskunn engin – morgunbjart
maskinn allur út um
allt og hún er ekkert smart
í einni af ţessum rútum.

Uppvöknuđ í einum kút
ausin sćđi og lofi.
Strengjabrúđan stígur út
stirđ og aum í klofi.

   (13 af 17)  
2/12/10 12:00

Kífinn

Ekki skil ég hvers vegna engin/n hér lagđi orđ í belg. Hlustandi í eyrum á ljúfa og ţrúgandi tóna slegna af kjamma og hálsi gítars nú fellur kvćđiđ á mig sem ein af skárri afsökunum fyrir slettu í okkar ylhýru ástkćru óstađnöđu (ađ öllum vonum) tungu.
En ekki myndi ég nenna grúppíulíferninu...ţćr eru svona eins konar martyrs rokksins. Eitthvađ sem viđheldur nauđsynlegu hráefni en ţví miđur fá ţćr sjaldnast meira en uppreist ćru á elliheimilinu. Skál fyrir ţér.

Sjöleitiđ:
  • Fćđing hér: 11/8/03 14:00
  • Síđast á ferli: 6/4/13 19:49
  • Innlegg: 49
Eđli:
Sannur Íslendingur, leitandi, frjór og fundvís.
Frćđasviđ:
götótt svart pappaspjald
Ćviágrip:
Fyrir allmörgum árum varđ móđir Sjöleitis vör viđ frumubreytingar í sér. Ţćr voru góđkynja - karlkynja - Sjöleitiđ. Óljóst var um föđurinn, en móđir hans ţóttist viss um ađ Sjöleitiđ hefđi komiđ undir á sjöunda leiti í blindhćđahrinu í Húnavatnssýslu á skólaferđalagi Balalćkjarskóla.

Nokkru eftir fćđinguna fluttust mćđginin til Kanada. Ţar lagđi Sjöleitiđ stund á stjörnuhimininn, ţverskurđarmyndir og kafarabúninga. Rannsóknir Sjöleitis ţróuđust seinna út í geimbúningsfrćđi sem er undirgrein ţjóđbúningafrćđa viđ Háskólann í Manítóba.