— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Skabbi skrumari
Friđargćsluliđi.
Heiđursgestur og  skáldjöfur.
Pistlingur - 2/12/05
Um Klámvísur

Ef ţú ert ekki 18 ára eđa fćrđ klígju viđ ađ sjá á prenti orđ sem vísa til kynfćra kvenna ellegar karla... ţá ertu vinsamlegast beđinn um ađ hćtta ađ lesa ţví ţađ er óhjáhvćmilegt ađ slík orđ komi hér inn á borđ ţar sem rćtt er um klámvísur.

Hvađ er klám?
Klám er gróft orđ eđa klúryrđi um kynferđismál.

Hvađ er ţá klámvísa?
Ćtli klámvísa sé ţá ekki vísa sem inniheldur gróft orđ eđa klúryrđi um kynferđismál.

Er Gestapó stađur til ađ vera međ klám eđa klámvísur?
Nei líklega ekki, ţar sem Gestapó er hluti af Baggalút og Baggalútur er stađur ţar sem allir geta komiđ og skođađ ţađ ritađa orđ sem birtist hér og klám skal ekki sýna ţeim sem eru yngri en 18 ára.

Klúryrđi sem gćtu flokkast sem klám eru til dćmis: Kunta, Pjása, Skaufi, Böllur, Ríđa, Građur og annađ slíkt.

Nú skal vikiđ ađ hugtaki sem er nokkuđ skemmtilegt og kallast ađ Yrkja undir rós.

Ţar er ýmislegt gefiđ í skyn, án ţess ađ segja klúryrđin ofangreind.

Sem dćmi má nota í stađin fyrir orđin hér ađ ofan orđin: Munađshola, Fryggđargat, Gleđistautur, Unađsprjónn, Skaka, Glađur og annađ slíkt og fer ţađ ţá eftir samhengi vísunnar hvernig skilja má hana.

Sem dćmi gćti vísa sem ort er undir rós veriđ svona:

Munađsholan mýrarblauta
mjúka raka.
Geta sett í gleđistauta
međ gleđi skaka.

Ég mćli hér međ međ ţví ađ fólk yrki undir rós í stađ ţess ađ fara yfir strikiđ í klúrum orđum. Ég vil ítreka ađ ţađ sem ég segi hér ađ ofan er mjög auđvelt ađ reka ofan í mig, ţar sem ég hef gerst sekur um allskyns klúryrđi... en vita skaltu vinur minn ađ skemmtilegt er ađ yrkja undir rós...

Skabbi

   (95 af 201)  
2/12/05 22:01

blóđugt

[Rođnar óstjórnlega] Ţetta rit er eingöngu skrifađ til mín er ţađ ekki? [Skammast sín ćgilega... eđa svona...]

2/12/05 22:01

Skabbi skrumari

Ha... nei nei... datt ţetta bara í hug eftir smá umrćđu viđ offara...

2/12/05 22:01

blóđugt

Ég var nú líka ađ grínast. Ég er bara ein af mörgum sem láta eins og yxna beljur ţarna á ţráđunum.

2/12/05 22:01

Ívar Sívertsen

Hmmm... hefđi ekki veriđ nćr ađ skella ţessu í nýliđaromsuna ţína?

2/12/05 22:01

Offari

Ég semyrkji bara undir rós.. ég fer aldrei yfir strikiđ...

2/12/05 22:01

Skabbi skrumari

Hver les nýliđaromsuna mína... ekki ég...

2/12/05 22:01

Ívar Sívertsen

hahahaha... ţá vćri kannski ráđ ađ setja upp tilkynningu á ákveđna svćđinu međ ţessu...

2/12/05 22:01

Kveldúlfur

Kuntu-pjás og píkudót
prýđir dömur margar.
Skaufar, bellir, sköndulspjót
skelfa nokkrir vargar.

2/12/05 22:01

Upprifinn

Ég hef allavega aldrei fariđ yfir strikiđ.

banani minn bogin vel
brýtur meyjarlása
ostrusafan sjálfan tel
sífellt bestan krása

2/12/05 23:01

Skabbi skrumari

Ég hefđi nú búist viđ hávćrum mótmćlum frá einhverjum klámhundum... jćja Skál...

2/12/05 23:01

Vladimir Fuckov

Ađ yrkja bara undir rós
óskum mínum lýsir.
Banna vil jeg brag um drós
er bara ađ ríđa fýsir.

2/12/05 23:01

Dexxa

Klúrnar vísur eru miklu skemmtilegri ef ţćr eru ortnar undir rós..

2/12/05 23:01

Nermal

Ég hef nú bara aldrei sagt neitt misjafnt á ţráđum hér. Einnig er tvírćđni oft ansi sniđug í svona kveđskap.

3/12/05 00:01

Barbapabbi

sumir arka inn í fjós
út af túrnum ferlega
best ađ yrkja undir drós
eina vísu berlega

3/12/05 01:02

dordingull

Barbapabbi er rós.

3/12/05 02:01

hundinginn

Unađsmunni yndiđ frítt
undir rósa runna
einum ţykir ađ skaka skítt
skondinn sjálfum unna.

4/12/06 06:00

Billi bilađi

Og mig sem grunti ađ ţetta vćri fyrripartaţráđurinn... [Dćsir mćđulega og heldur á ađ leita]

Skabbi skrumari:
  • Fćđing hér: 11/8/03 13:32
  • Síđast á ferli: 29/8/22 11:54
  • Innlegg: 6959
Eđli:
Forstjóri ÁTVB (Áfengis og TóbaksVerslunar Baggalíu). Skabbi er hér skrítinn fír skálar hann í flýti karpar mikiđ drykkjudýr drekkur Ákavíti Međ friđargćslu gerir hann grikk ţá ljótukalla hákarla ađ kćsa kann og kasta upp á hjalla
Frćđasviđ:
Er smáfróđur um allt, en stórfróđur um fátt. Ţykist hafa vit á öllu, en veit ósköp lítiđ um allt...
Ćviágrip:
Alinn upp á Baggalút, fékk kaplakóbaltmjólk í stađ brjóstamjólkur, auk ţess sem hann drakk kúmenaldinsafa í frumbernsku. Ţótti frekar lítill og óárennilegur í ćsku og á harđindatímum seinustu aldar lá viđ ađ Skabbi myndi ekki hafa ţađ af... Fyrir algjöra glópaheppni var hann eitt sinn ađ laumast í hákarlalýsistunnuna út viđ verkfćraskúrinn og hafđi Vargur Vésteins skiliđ eftir opna Ákavítisflösku ofan viđ tunnuna og hafđi hún lekiđ í heilu lagi niđrí tunnuna... Fyrir vikiđ smakkađi hann Lýsisblandađ Ákavíti í fyrsta skipti... Jókst honum kraftur, auk ţess sem ţađ fór ađ renna upp úr honum ýmiskonar klámvísur og níđvísur og hefur hann ekki horft til baka eftir ţađ... Hefur löngum ţótt ódćll og erfiđur viđureignar en fékk ţó sökum klćkja og mútubragđa Friđargćslustól hér á Gestapó og notar hann öll tćkifćri til ađ misnota ţá ađstöđu. Hann Skabbi er einnig ţekktur fyrir ađ misnota kvćđi sín á ýmsan hátt... sumir kalla hann kvćđaníđing hinn versta... auk ţess sem ţađ er fáheyrt ađ annađ eins skrípi geti ort kvćđi sem getur ekki komiđ frá sér óbrenglađri setningu... Húmor takmarkađur, en húmorast ţó. Ćviágripiđ er í sífelldri endurnýjun...