— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Ívar Sívertsen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skáldjöfur.
Dagbók - 2/12/09
Fær maður nóg af Gestapó?

Það er vissulega viðfangsefni sem vert er að velta fyrir sér.

EIns og ljóst er þá hef ég eytt talsvert litlum tíma hér á Gestapó undanfarið. Þessu er um að kenna að ég fékk yfirskammt af Gestapó. Ég óverdósaði. Ég fék nóg... í bili. Þetta er mjög algengit hjá virkum Gestapóum. Menn á borð við Offara og Aðalöndina hafa horfið sporlaust og birtst alveg jafn sporlaust. Menn eins og Hakuchi og Zauðbergur læknir hurfu sporlaust og er enn verið að berjast fyrir því að sporin verði birt. Galdrameistarinn hverfur reglulega en dúkkar upp í hillunni sinni annað veifið. Þýðir þetta að menn hafa fengið sig fullsadda af Gestapó? Jú, ég held það... um stund. Ég er svo sem ekkert að boða endurkomu mína á næstunni en ég datt inn á nokkra þræði áðan og las aðeins yfir og áttaði mig á því að það er margt óborganlegt sem fallið hefur hér. Ég býst við að halda því svoleiðis áfram um sinn að detta inn á þræði og flissa eins og smástelpa og fara svo að gera eitthvað annað. EN eitt skuluð þið vita, ég kem alltaf aftur! Nú er bara að sjá hvort Enter skammast ekki til að loka draslinu í vor og opna aftur að hausti því þá gæti ég best trúað að gamlir draugar myndu skjóta upp kollinum aftur sem fengu yfir sig af Gestapóinu með heilsársopnuninni.

Þangað til næst

Lifið heil

   (19 af 287)  
2/12/09 16:00

Rattati

Ja svei mér þá alla daga. Ég held að ég geti hreinlega tekið undir þetta með þér, hef verið ákaflega lítið hér undanfarið en boða hér með endurkomu mína.

2/12/09 16:00

Al Terego

Ég er nýr.

2/12/09 16:00

Lopi

já það þarf að búat til 'það eru að koma jól' stemmingu með því að loka sjoppunni almennilega í sumar.

2/12/09 16:00

Anna Panna

Stutta svarið er já. Langa svarið er flókið...

2/12/09 16:01

Huxi

Stundum er maður upptekinn við aðra hluti. Stundum er maður andlaus. Stundum eru svo fáir inni að maður þyrfti að tala við sjálfan sig heilu dagana. Stundum blöskrar manni tíminn sem maður eyð..., ég meina, notar hérna. Og stundum blöskrar manni munnsöfnuðirinn á "Segðu eitthvað ljótt..." og oflofið = háðið á "Segðu eitthvað fallegt..." En líklegasta ástæðan fyrir því að ég dvelst hér ekki sólahringum saman, er sú að ég.... * PLOPPP*

2/12/09 16:01

Billi bilaði

Ég er líka nýr. <Ljómar upp>

2/12/09 16:01

Regína

Það koma tímabil sem eru þannig að ég er yfir mig þreytt á sjálfvirku handarhreyfingunni sem opnar Gestapó bara af því að ég er nettengd, og langar mest til að taka mér almennilega pásu. Svo, eins og núna undanfarið, finnst mér þetta allt í lagi.

2/12/09 16:01

Þarfagreinir

Þegar maður hefur hangið hérna í meira en fimm ár og þetta er orðið algjörlega fastur hluti af tilverunni er nú hætt við að manni finnist þetta ekki jafn spennandi og áður - en samt þætti mér skelfilegt að missa Gestapó alfarið.

Ég tek undir þá von að það verði sumarlokun næsta sumar. Maður var farinn að reikna með þessu og sneri iðulega aftur að hausti áhugasamari um Gestapó en áður.

2/12/09 16:01

blóðugt

Já.

2/12/09 16:01

Offari

Það vantar bara kakóið.

2/12/09 16:02

Kargur

Ég verð að viðurkenna að sumarlokunin var ágæt.

2/12/09 16:02

Dula

Já auðvitað tekur maður sér pásur af og til . kemur ferskur inn með bullmælinn í botni og eys úr bullbrunninum, einhvernveginn er það nú svoleiðis að þeir sem maður umgengst í vinnunni í kjötheimum skilja engan veginn húmorinn manns eftir að maður hefur verið mikið inná fallega og ljóta þræðinum, þetta hefur komið fyrir þegar maður er að reyna að hrósa fólki eða "djóka" við það.. þá þarf maður aðeins að útskrá sig og fara í almúgagírinn til að samlagast almúganum sem maður er að umgangast í kjötheimi. Þess vegna er hægt að fá nóg af gestapóinu .. en ekki mjög lengi því alltaf hittir maður alvöru gestapóa í kjötheimum til að fara ekki í algjört þunglyndi.

2/12/09 16:02

Herbjörn Hafralóns

Ég fæ aldrei nóg og lít hér inn á hverjum degi og hef gert það í sex og hálft ár. Hins vegar nenni ég ekkert að skrifa núorðið.

2/12/09 16:02

Jarmi

Ég hef aldrei komið hingað.

2/12/09 17:00

Hvæsi

Ég játa líka að það er bölvuð gestapóleti/leiði í manni öðru hvoru.

Einsig sést þessa dagana að eina sem ég geri er að vinna sama leikinn aftur og aftur.
Maður er nánast hættur að kíkja á félagsrit því gæðin á þeim eru misjöfn. Kanski ég skelli mér bara í pásu fram á næsta haust.

2/12/09 17:01

albin

Þið losnið ekki svo auðveldlega við mig...

2/12/09 17:01

Golíat

Eyddu þessu óriti...............

2/12/09 17:01

Grágrímur

Ég hef nú alltaf meiri áhyggjur af að Gestapó fái nóg af mér, Ég skrifaði félagsrit um það en eftir að lesa það yfir hálftíma síðar fannst mér það alltof sjálfhverft og asnalegt og eyddi því.

En ef sumarlokun á sér stað þá þa´á Hvæsi aldrei rafmæli svo ég styð það [glottir eins og fífl]

2/12/09 17:01

Heimskautafroskur

Af Baggalúti fráleitt fæ ég nóg
né félagsrits sem þessa kaupi rökin,
svo aleinn skal ég gaufa' á Gestapó
og glaður hafa sjálfur undirtökin.

2/12/09 17:01

Kiddi Finni

Allt gengur í bylgjum, einnig Gestapó.

2/12/09 17:02

Blöndungur

Heyrðu Huxi! Tíðkast virkilega oflof (háð) á Segðu-e-ð-fallegt-þræðinum? Ég er svop aldeilis hlessa, og hefur aldrei dottið í hug annað en að skila það í fullri alvöru sem þar er skrifað.

2/12/09 17:02

Nermal

Ég er nú sennilega alltof mikið hérna. Hef þó minnkað virknina frá því um 2007. En það var bara svo 2007.

2/12/09 17:02

hlewagastiR

Barbapabbi er kominn aftur. Lífið er gott.

2/12/09 18:00

Lopi

Minnkandi nytjar heitir þetta víst á fagmáli.

2/12/09 18:01

Dula

Auðvitað er allt satt sem sagt er um mann á fallega þræðinum[hussar]

2/12/09 18:01

Miniar

Ég dett inn og út úr öllum heiminum. Það er engin ástæða fyrir mig að gefa Gestapóum einhverja sérmeðferð.

2/12/09 18:01

Garbo

Til að byrja með, þá segi ég alltaf satt á segðu eitthvað fallegt þræðinum en lýg alltaf á þeim ljóta. Bara svo það sé á hreinu.
En ég hef hugsað það sama og Grágrímur og hef mun meiri áhyggjur af að Gesatpó fái nóg af mér en ég af því . Stundum getur maður orðið voða leiður eitthvað á sjálfum sér.

2/12/09 19:01

Barbapabbi

Þakka þér Hlebbi, Maður rambar alltaf aftur á básinn sinn fyrr eða síðar.

2/12/09 19:01

drullusokkur

Nei !,
Nei, Nei.

2/12/09 19:02

Barbapabbi

já já Drulli - svona svona

2/12/09 20:01

Huxi

Ti að fyrirbyggja allann misskilning þá vil ég taka það skýrt fram að þar sem ég hef eingöngu 100% áræðanlegar upplýsingar um eigið ágæti og misræmið milli þess og því sem ég les um mig á "Segðu eitthvað fallegt...", þá áleit ég sem svo að oflof væri algengt á þessum þræði. En ég reyni ávallt að segja sannleikana á áðurnefndum þræði.

2/12/09 23:02

litlanorn

það er alltaf gott að taka sér hlé. þá er svo gaman að koma aftur.

3/12/09 00:00

Grýta

Ekkert okkar fær nokkurn tímann oflof Huxi. Því við erum rjóminn af samfélaginu. Sættu þig við það!
Talandi um að fá nóg af Gestapó... nei. Ég fæ ekki yfirmig nóg, samt sem áður er stundum ágætt að taka pásu og koma ferskur inná ný.
Ég er eiginlega sammála Grágrími, maður finnur þegar Gestapó fær nóg af sér og þá er bara að halda sér til hlés í smá tíma. Kíkja þó reglulega inn og taka púlsinn á samfélaginu.

3/12/09 01:00

Galdrameistarinn

Ég er bara svo gjörsamlega úti að aka þessa dagana.......

3/12/09 02:02

Skabbi skrumari

Heyrðu... ekkert minnst á fjarveru mína... ég myndi segja að mér þætti það ofboðslegt (ef það væri ekki svo hallærislegt orð)... Annars tek ég undir það sem Vlad segir hér fyrir ofan...

3/12/09 04:00

Vladimir Fuckov

[Hvolfir innleggi Skabba]

Ívar Sívertsen:
  • Fæðing hér: 11/8/03 12:21
  • Síðast á ferli: 22/6/23 12:25
  • Innlegg: 12356
Eðli:
Ákaflega fagur ungur maður með mikinn metnað og kann sig á allan hátt. (hann lærði það á kvöldnámskeiði hjá Bréfaskóla SÍS)
Fræðasvið:
Ég veit allt, get allt og kann allt en fer rosalega leynt með það og kann að fela það vel.
Æviágrip:
[i]Fæddur að handraðanesi á sóðbrókarströnd í Ristilfirði. Lést skömmu síðar. Reis upp frá dauðum eftir korter og bað um brauð. Eftir það var ekki aftur snúið. Hann hefur síðan verið ánetjaður Baggalúti og virðist ekkert vera að skána.Hann fékk sér fæðingarblett á kinnina skömmu áður en hann lét taka hann af sér. Hann hló skömmu eftir það. Ívar hefur nú hafið búskap á Eyðibýli á Auðkúluheiði. Hann hefur aldrei verið við kvenmann kenndur en hann er all oft kenndur. Sívertsenættin hefur lýst hann útlægan og krafist þess að hann afsali sér ættarnafninu og taki upp nafnið Nestrevís en hann hefur margsinnis hafnað því. Ef þú ert að lesa þetta ennþá þá ert þú líklega jafn skemmdur og Ívar... ef ekki skemmdari barasta. Ertu enn að lesa? Nei nú læt ég leggja þig inn á geðdeild! Það er ekki heilbrigt að lesa svona langt! Viltu hætta þessu! HÆTTU SEGI ÉG!!! Ef þú ert enn að lesa og finnur ekki fyrri vott af þreytu þá skal því bætt við að þegar Gestapó var opnað í árdaga þá gerðist Ívar fastagestur hið snarasta. Hann hefur æ síðan verið einn virkasti gestapóinn og ritað mikið. Hins vegar er ljóst að hann kemur til með að auka viðveru sína á Gestapó á komandi árum því nú hefur hann komið sér í innivinnu við tölvu. Ertu enn að lesa þetta? ÉG held svei mér að þú ættir í alvöru að leita þér hjálpar. Ég er löngu hættur að lesa þetta... ég veit ekki einu sinni hvað stendur eftir línu þrjú. En hvað um það. Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar og eiginlega svo mikið að það er ekkert salt eftir í sjónum, það lagði á flótta upp í ár og stöðuvötn þannig að nú er sjórinn pakkfullur af ferskvatnsfiskum og ferskvatnshvölum. En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Megasi keisara, að skrásetja skyldi alla drykkina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Gylfi Ægisson var blandstjóri í Stúdjó Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta stjaksetja sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Rúnar Þór úr Litlu Hraunum frá Hótel Borg upp í Morgunblaðshús, til borgar Davíðs, sem heitir Hádegismóar, en hann var af ætt og kyni Davíðs,að láta skrásetja sig ásamt Maríu hjákonu sinni, sem var þung. En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. Ældi hún þá bjór sinn frumdrukkinn, sagði hann vondan og lagði hann í fötu, af því að eigi var romm handa þeim í gistihúsi. En í sömu byggð voru barþjónar úti í haga og gættu um nóttina drykkja sinna.Og vörður laganna stóð hjá þeim, og dýrð Áfengis ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög fullir, en löggimann sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag afréttari færður, sem er Hristur og hrærðu, í Mogga Davíðs.Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna gubb vont, lagt í fötu. Og í sömu svipan var með löggumanninum fjöldi himneskra hljómsveita, sem lofuðu stuð og sögðu: Dýrð sé stuði í Hádegismóum, og fiður á Davíð og mönnum sem hann hefur velþóknun á. Þannig hljóðar hið heilaga stuðspjall. Og þegiðu svo!