— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Ívar Sívertsen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skáldjöfur.
Pistlingur - 4/12/07
Tippamanía

Í þessum pistli ætla ég að ræða það sem ég hef rætt hér áður og kem til með að berjast fyrir þar til ég gef endanlega upp öndina, kynjakvóti og reglur þar að lútandi. Þessi pistill er ekki um Tippamaníu á borð við þá sem Aulinn aðhyllist... það heitir REÐURÞRÁ.

Ég er einarður talsmaður þess að þegar fólk velst í stjórnir, ráð, störf og annað þá sé farið eftir gæðum og hæfileikum viðkomandi en ekki hvort þau séu með tippi eða brjóst. Í gærkveldi sat ég aðalfund samtaka sem ég er meðlimur í og hef setið í varastjórn í 3 ár. Það hefur verið vissulega skemmtilegur tími. En um daginn,skömmu eftir að mér var sagt upp vinnunni, þá var mér tilkynnt að mér yrði skipt út fyrir konu í stjórn. Ég var allt annað en sáttur við það. Reglur félagsins kveða hins vegar á um að þar sé jafnt skipt í stjórn og ráð sé þess kostur. Ég var dreginn inn í þessa stjórn án þess að ég vissi eiginlega hvað ég ætti að gera en í dag var ég tilbúinn að sitja í aðalstjórn og hafði ég gefið það til kynna. En svo var mér bolað út af því ég bý við þá fötlun að vera með tippi. Ég ætti kannski að reyna að sækja mér örorkubætur fyrir að vera karlmaður.

Titillinn á þessum pistli er TIPPAMANÍA og það er það sem ég kalla þá pólitísku stefnu að taka kynferði fram yfir reynslu og hæfileika. Þó svo ég sé harður jafnréttissinni þá er ég líka jafnræðissinni. Ég vil að karlar og konur sitji við sama borð hvað laun varðar en ég vil líka að karlar og konur sitji við sama borð þegar kemurað því að velja starfskrafta og í hvað sem er. Auðvitað eru ákveðin störf sem verða alltaf karla- og kvennastörf, sbr. baðverðir í sundlaugum og íþróttahúsum. Ég hef áður skrifað pistil hér sem fjallar um þetta málefni og þar sagði ég að íslendingar gætu orðið sauðir í krafti kvenna. Það gerist æ oftar og er að verða að algildi í okkar samfélagi. Af hverju segi ég sauðir í krafti kvenna? Jú, karl sem hefur mikla reynslu, mikla menntun og er vel liðinn af sínu samstarfsfólki sækir um sama starf og kona með sömu menntun en hefur enga reynslu og engin meðmæli. Konan er ráðin á grundvelli kynjakvóta. Það má ekkert segja við því, lögin banna það. Ef konan hefði sömu reynslu og meðmæli á svipuðum nótum þá væri ekkert til fyrirstöðu að ráða hana frekar en karlinn. Íslensk fyrirtæki og stofnanir verða bara að aumingjasamkundum ef kynjakvóti er alltaf það fyrsta sem skal horfa á þegar um ráðningu er að ræða.

Það er vissulega staðreynd að það eru fjöldamargir karlar af gamla skólanum sem stjórna fyrirtækjum og stofnunum. Þeir ráða bara karla í hærri stöður. Það er rangt ef þeir hafa ekki það sem þarf til að bera. Þetta eru kýlin í íslensku atvinnulífi, ekki við karlarnir sem viljum launajöfnuð kynjanna og jafnan rétt til starfa óháð kyni. En einhvern tíman þurfa gömlu karlarnir að hætta og þá er hægt að fara að taka til.

Í félaginu sem ég sagði frá hér að framan eru þessar kynjareglur. Ég hefði vissulega getað flutt lagabreytingatillögu en ég hefði líklega verið laminn í rusl og mér hent út í næsta gám. Þeir sem mig þekkja vita að ég er mikill baráttumaður og gefst seint upp og það gildir það sama um þetta félag. Ég ætla að berjast með kjafti og klóm fyrir því að komast aftur í stjórn og jafnvel eitthvað lengra á þeim forsendum að ég hafi alveg jafn mikið til brunns að bera og hvaða kona sem er. Ég er farinn að upplifa mig sem annars flokks þjóðfélagsþegn vegna kynjakvóta. Það er það sem rauðsokkurnar vildu, það er líklega það sem femínistafélagið vill. Gerið svo vel, ég er karl, ég hef aldrei verið með há laun, ég hafði ekki rétta möguleika til náms. Ég bý hins vegar yfir ýmsum hæfileikum og þekkingu sem nýtast mér í starfi og leik en það verður líklega aldrei metið sem verðgildi heldur bara það sem hangir framan á mér. Ég er ekki með brjóst, ég er með tippi og þar sem það hanga neðar en brjóst þá hlýt ég að vera neðar í goggunarröðinni. Þarna erum við ekki að tala um kynþáttafasisma heldur kynferðisfasisma! Þessu verður að breyta svo við verðum virkilega ekki sauðir í krafti kvenna!

   (77 af 287)  
4/12/07 11:00

Aulinn

Já það sem ég "aðhyllist" hefði klárlega verið skemmtilegra rit.

4/12/07 11:00

Ívar Sívertsen

Ég skal skrifa um það seinna... enda fátt annað að gera þessa dagana.

4/12/07 11:00

Bleiki ostaskerinn

Ég er þessu hjartanlega sammála. Ég skil bara ekki hvernig konur geta haft það á samviskunni að bola jafningja sínum í burtu bara fyrir brjóstin á sér. Ekki gæti ég lifað með sjálfri mér ef ég myndi troða mér svona á kostnað annara. Þetta finnst mér vera svipað eins og feministaklikkhausarnir vildu rauða og græna konu í staðin fyrir rauðan og grænan kall á umferðaljósum.

Jafnrétti á að ná jafnt til beggja kynja.

4/12/07 11:00

Garbo

Þú segist verafarinn að upplifa þig sem annars flokks þjóðfélagsþegn, þá veistu hvernig konum hefur liðið síðustu áratugina. Til hamingju með það. Þá er loksins hægt að fara að tala saman.

4/12/07 11:01

Ívar Sívertsen

Garbo: Nú ert þú að falla í sömu gryfju og þær konur sem eru öfgakenndastar í sínum skoðunum. Þær vilja að karlar verði annars flokks þegnar. Ég er algerlega á móti því. Ég vil að karlar og konur séu á jafnræðisgrundvelli að tala saman. Það á ekki að skipta máli hvort maður er karl eða kona heldur á það að skipta máli hvort maður er hæfur eða ekki.

4/12/07 11:01

krossgata

Og svo þegar þú ert með hrúgu af jafn hæfu fólki, sem er útvaxið á mismunandi stöðum þá hvað?

4/12/07 11:01

Offari

Kynjakvótinn er ekki rétta leiðin að jafnréttinu. Því það er einfaldlega ekki jafnrétti sé mönnum hafnað á þem grundvelli þess að ekki sé pláss fyrir fleira fólk af því kyni sem sá aðili státar af. Ég er gamall trukakarl eins og þú. Í þeirri stétt hafa karlmenn oftast ráði ríkjum en þó hef ég unnið með konum í þeim geira. Önnur þeirra stóð sig ekkert betur en karlarnir og varð fyrir mikill gagnrýni. Hún hafði sem betur fer bein í nefinu til að svara fyrir sig. Hin hinsvegar stóð sig mun betur en flestir karlarnir en var samt gagnrýnd. Það finnst mér vera furðulegt að það séu gerðar meira kröfur til kvenna en karla í þessum hefbundnu karlastörfum. Hæfni fólks fer ekki eftir kyni heldur eru einstaklingar misjafnir og hvert framlag skiptir máli. Ég tel reynslu kvenna oft á tíðum betri í stjórnunarstörfum því þær hafa alltaf þurft að berjast fyrir rétti sínum og eru því reyndari í erfiðum baráttum.

4/12/07 11:01

Útvarpsstjóri

Þetta er gott félagsrit og ég er sammála þér í þessum efnum. Jafnréttisbaráttan virðist í hugum sumra kvenna snúast um að ná fram hefndum, þ.e.a.s. að láta karlmenn finna fyrir því hvernig komið hefur verið fram við konur svo allt of lengi. En hvað vinnst með því, og hvað hefur Ívar gert af sér sem verðskuldar þetta misrétti. Jafnrétti snýst um að allir hafi sömu tækifæri og réttindi, óháð kyni.

4/12/07 11:01

Ívar Sívertsen

Já en það afsakar ekki að ýta út karli með reynslu fyrir óreynda konu.

Krossgata: þá velja menn eftir persónunni, ekki kyni. Aldrei velja eftir kyni. Ef allar persónurnar eru jafn skemmtilegar, snyrtilegar, góðar og allt það þá má alltaf skoða starfsferil, námsferil og bera saman meðmæli frá fyrri vinnuveitendum. Þá ertu komin með hverfandi líkur á að allt standi á jöfnu. Þá aðhyllist ég þá stefnu að velja af handahófi.

4/12/07 11:01

Útvarpsstjóri

Krossgata, þá er vandamálið alveg það sama og ef velja þyrfti úr hópi jafnhæfs fólks sem allt væri útvaxið á sama stað.

4/12/07 11:01

Ívar Sívertsen

hér að ofan svaraði ég Offara...

Útvarpsstjóri: Eins og talað út úr mínu hjarta.

4/12/07 11:01

Bleiki ostaskerinn

Offari hefur mikið til síns máls. Einu sinni áttum ég og minn maður camaro '69. Ferlega flottur djöfull með (afsakið slettuna) alvöru attitude. Ég tryllti oftar en ekki um á kvikindinu en var alltaf dauðhrædd við að eitthvað bili, þó ég hafi alveg kunnáttu og getu til að gera við það, en þegar menn sjá konu hálfa ofan í húddinu á amerísku tryllitæki, þá er hlegið að henni og hún gagnrýnd fyrir að hafa skemmt bílinn, en ef karlmaður sést í sömu aðstöðu þá rjúka menn til og rétta honum skrallið.

4/12/07 11:01

Ívar Sívertsen

Þetta er því miður staðreynd.

4/12/07 11:01

Tigra

Það sem mér finnst mest pirrandi við þetta er að mér finnst eins og það sé sagt við konur: "Æj... þið getið þetta ekki sjálfar. Þið eigið aldrei eftir að verða alþingismenn (etc) án þess að við hjálpum ykkur" Andskotinn hafi það, ef ég vildi komast inn á þing, myndi ég vilja gera það út af eigin verðleikum og hugmyndafræði, en ekki út af kynferði mínu!
Mér finnst líka ömurlegt þegar tveir umsækjendur með svipaða eða sömu reynslu - að ráðningamaðurinn sé tilneyddur til að ráða konuna, -bara- vegna þess að hún sé kona... alveg burtséð frá öllu öðru.
Það er ekki bara ferilsrkrá sem siptir máli! Hvað með ef viðkomandi hitti báða umsækjendur og leist bara svona svakalega mikið betur á karlinn? Hvað ef karlinn kom mikið betur fyrir, sýndi mikið meiri áhuga á starfinu og þeim sem á að ráða í starfið fannst karlinn bara passa mun betur í starfið?
Það er ekki gefið svigrúm fyrir neitt slíkt!

4/12/07 11:01

Garbo

Ívar: Svo það sé á hreinu, þá vil ég að allir séu fyrsta flokks þegnar, ekki snúa út úr. Kynjakvóti er neyðarúrræði. Það er svo skrítið að margir verða náttúruverndarsinnar þegar það á að stífla ána þeirra eða byggja verksmiðju í túnfætinum hjá þeim eða jafnréttissinnar þegar dóttiir þeirra fær ekki sömu möguleika og vinnufélagii hennar. Það er hæfileikinn til að setja sig í spor annarra sem ég er að tala um.

4/12/07 11:01

Þarfagreinir

Tigra - Ástæðan fyrir því að þetta 'svigrúm' er afnumið með kynjakvótum er sú að það svigrúm er talið hafa verið misnotað í gegnum tíðina; að körlum sé ómaklega hyglað á kostnað kvenna af einum eða öðrum ástæðum. Þetta er sumsé talin vera ástæða ójafnrar kynjaskiptingar á ýmsum stigum þjóðfélagsins, alla vega að hluta til. Af þessum sökum þykir ástæða til að afnema svigrúmið til að vega upp á móti þessu meinta misrétti, þrátt fyrir að slík þvingun eigi ekki rétt á sér í öllum tilfellum - vegna þess að í heildina er hún talin leiða til góðs.

Þetta er alla vega hugmyndafræðin að baki kynjakvótum, en svo er það annað mál hvort fólk er samþykkt henni eður ei.

4/12/07 11:01

Ívar Sívertsen

Þetta er hugmyndafræðin já en svo taka íslendingar þetta og snúa þessu á hvolf!

4/12/07 11:01

Offari

Fyrirgefðu Ívar hvað ég var hliðhollur kvennkyninu í þessu svari mínu. Málið er að á áhorfendapöllunum er kynjahlutfallið ekki jafnt því þar er ég staddu einn í hópi kvenna svo ég á bágt með það þessa stundina að styggja kvennfólkið. En það réttlætir ekkert það að mönnum sé sparkað til þess að jafna kynjahlutfallið.

4/12/07 11:01

Vladimir Fuckov

Það sem Bleiki ostaskerinn nefnir getur líka virkað í hina áttina ef svo má segja. Vjer höfum t.d. ekki minnsta áhuga (og þar með vit) á bílum. Þetta væri ekki 'vandamál' ef vjer værum kona en vegna þess að svo er ekki getur þetta stöku sinnum valdið minniháttar óþægindum. 'Kynjastereotýpur' geta þannig valdið báðum kynjum a.m.k. einhverjum óþægindum.

4/12/07 11:01

krossgata

Persónulega finnst mér að hæfileikar og persóna eigi að ráða. Það má svo spyrja sig hvort þeir sem eru að ráða fólk eru í raun sannir þeirri skoðun þegar á hólminn er komið þó þeir segist vera það.

Helming starfsævinnar var ég millistjórnandi í hefðbundnu kvennastarfi og hinn helminginn (núna) í ríkjandi karlastarfi. Í hvorugu tilfellinu var kynjakvóti við ráðningar. Það var samt svo að mig bráðvantaði karlpening í vinnu, en hreint ekki um auðugan garð að gresja. Staðan var næstum sú að hvaða ódámur sem var fékk vinnu bara af því hann var karl.

Minn núverandi yfirmaður vill gjarna ráða konur (en ekki eingöngu) og finnst þær í heildina litið hafa tiltekna eiginleika fram yfir karlmenn. Þær fást bara ekki, þær sækja ekki um. Þ.e. þegar var verið að óska eftir fólki - sem enginn er víst að gera núna.
[Dæsir mæðulega]

4/12/07 11:01

Kargur

Prýðisgott félaxrit hjá þér Ívar. Greinilegt að þú situr ekki auðum höndum þessa dagana.
Kynjakvótar eru náttúrulega bara bull. Í bandaríkjahreppi er þetta gengið út í öfgar. Þar eru allir teknir fram yfir hvíta, gagnkynhneigða karlmenn. Ekki bara þegar ráðið er í störf, heldur líka þegar alls kyns styrkjum er úthlutað. Svart fólk, tala nú ekki um kvenfólk, fær frítt nám á sumum stöðum meðan hvítt fólk með betri einkunnir kemst ekki einu sinni inn í skólann.

4/12/07 11:01

Hvæsi

Senda inn kæru á jafnréttisráð hið fyrsta !

Jafnrétti, ekki kvenrétti !
<Undirbýr mótmæli í ártúnsbrekkunni>

4/12/07 11:01

Huxi

Þarna erum við sammála, algjörlega eða næstum því... Það er reyndar einn staður þar sem ég vil að tekinn verði upp kynjakvóti og það er á okkar háa Alþingi. Ekki er það þó vegna þess að mér finnist konum hafa verið haldið of lengi frá þingstörfum af frekum karlpungum heldur er það einfaldlega vegna þess að mér finnst að Alþingi eigi að vera þverskurður þjóðarinnar og þar eð helmingurinn er konur þá er það ekki nema sanngjarnt að helmingur þingmanna sé líka konur. Kvenkynið hefur, að mínu mati, allt of lengi sloppið við að taka ábyrgð á lagasetningu og stjórnun lands og þjóðar og mér finnst það kominn tími til að það verði breyting á. Nú kann einhver að segja að það skipti ekki máli hvort einstaka þingmaður sé karl eða kona heldur aðeins hversu hæfur viðkomandi þingmaður sé. En það er mín trú að þegar helmingaskiptin hafa verið við lýði í nokkur kjörtímabil þá fari því að sjá stað í heildaryfirbragði landstjórnarinnar því konur eru jú ekki eins þenkjandi og við karlarnir.
En ég vil taka það skýrt fram að þetta er eina tilfellið þar saem ég tel að kynjakvóti eigi einhvern rétt á sér.

4/12/07 11:01

Texi Everto

Þetta leiðréttir sig sjálft - konur eru klárar - ef þær fá ekki viðunandi laun þá fara þær eitthvert annað - og þeir sem borga konum lakari laun sitja uppi með lakara starfsfólk fyrir vikið.

4/12/07 11:01

Fíflagangur

Iss! Spurningin sem skiptir máli í þessu sambandi er einfaldlega: Er þetta Beib?
Nú ef svo er, þarf ekki að ræða þetta frekar.
Ef þetta var hinsvegar einhver lopapeysujússa erum við að tala um meiriháttar mannréttindabrot og skal ég þá glaður leggja öllum mínum bílum í Ártúnsbrekkuna og mótmæla allur.

4/12/07 11:01

Fíflagangur

Iss Texi minn. Var minn að tyggja mescalínkaktusinn eina ferðina enn? Konur una við lægri laun en karlar. Þannig að þær eru oftast með viðunandi laun þó þær séu lægri í launum en karlarnir.
Galdurinn liggur í því að halda sér saman um launin og allir eru hamingjusamir.

4/12/07 11:01

Texi Everto

Talandi um laun - þá fæ ég ekki borguð eiginleg laun við smalamennskuna en ég má éta það sem drepst...

4/12/07 11:02

krumpa

AHA
Heittelskaður er á sama máli og þú. Vill að fólk sé metið eftir hæfileikum en ekki kynferði og allt það fallega bull. Vill auk þess jöfn laun fyrir jafna vinnu og allt það. Jájájá.
Hann er með tvöfalt hærri laun en ég og heldur minni menntun og oftast nær er vinnuvikan mín heldur lengri en hans. Það er sorglegt en ég er ekki að ýkja - tvöfalt hærri! Hann er því FYRIRVINNAN mín - sem er vægast sagt dapurlegt fyrir konu með ágætis menntun.

Einu sinni var ég á sama máli og þið tippalingarnir en ef báturinn er að sökkva á annan veginn þá þarf að þyngja hann þeim mun meira hinum megin. Það þarf greinilega byltingu - og stundum þarf að ganga aðeins of langt bara til þess að komast á réttan stað.

Annars kann ég nú bara vel við tippi sko...

4/12/07 11:02

Skreppur seiðkarl

Blessaður, splæsiru ekki bara búbbum á þig og rennur aftur í stjórn?

4/12/07 11:02

Nermal

Ég var nú eitt sinn að leyta að vinnu og oftar en einusinni fékk ég "við erum nú eiginlega að leyta að konum" þegar ég sótti um starf. Ef þetta væri á hinn veginn fengi viðkomandi fyrirtæki bágt fyrir og væri örugglega kært. Auðvitað á að ráða fólk eftir hæfilekim ekki kynferði. Sumar af þessum rauðsokkum vilja ekki jafnrétti... þær vilja að konur njóti forréttinda frammyfir karlmenn. Ef það verður raunin þá sitjum við bara aftur í súpuni.

4/12/07 11:02

Hexia de Trix

Krumpa: Ef báturinn er að sökkva á annan veginn þá seturðu ekki meiri þyngsli hinum megin - þá sekkur báturinn endanlega. Það þarf að flytja á milli...

Svo veit ég um fullt af konum sem eru með helmingi hærri laun en eiginmenn þeirra, jafnvel þar sem konan er í "týpísku kvennastarfi" og kallinn í ágætu "týpísku kallastarfi".

4/12/07 11:02

krumpa

Það er náttla endalaust hægt að nefna dæmi um hitt og þetta en það er óhrekjanleg staðreynd að yfir það heila eru konur með lægri laun, við erum reyndar ágætisdæmi ef það á að taka dæmi á annað borð: við erum bæði í sérhæfðum stjórnunarstörfum, ég með heldur meiri menntun og lengri vinnutíma (svo það er ekki hægt að nota þetta gamla góða um að konur vinni ekki yfirvinnu) og með tæplega helminginn af hans launum.

Raunar þekki ég engin dæmi um að konan sé sú launahærri - þú hlýtur að þekkja fullt af ákaflega heppnum konum - eða minna heppnum mönnum.

En eins og ég sagði - áður en ég fór að stúdera feminisma og stefnur og skrif innan hans að einhverju gagni var ég á sömu skoðun og þið - og reifst af krafti við alla sem voru á annarri skoðun.

4/12/07 11:02

krumpa

Til að sýna svo að ég er hvorki trukkalessa né kallahatari get ég svo frætt ykkur um það að konur eru mun líklegri til að ganga í skrokk á börnunum sínum heldur en karlar... þannig að við erum engir englar, en það afsakar ekki launamuninn.

4/12/07 11:02

Fíflagangur

Iss! Það á hvorki að ráða eftir hæfileikum eða kynferði. Það á að ráða eftir hlutfalli hæfileika, dugnaðar og launa. Það er reyndar mín reynsla sem arðræningi í raunheimum að þá endar maður með tómar kellingar í vinnu. Sem er svo sem fínt út af fyrir sig.

4/12/07 12:00

Sundlaugur Vatne

Æi, já. Það ógaman að þessu. Ég á bæði dætur og syni. Ég vil að dætur mínar njóti fulls jafnréttis á við karla þegar kemur að atvinnu, launum, félagslegri stöðu o.þ.h. en ég vil alls ekki að synir mínir gjaldi fyrir kynferði sitt.
Oft þegar maður heyrir mál femínistanna þá hugsar maður "getur verið að þessar konur eigi syni og hvaða hug bera þær eiginlega til þeirra".
Þessir kynjakvótar eiga að heyra sögunni til. Í dag hafa allir, óháð kyni, jöfn tækifæri til menntunar og til þess að gera sig gjaldgenga í þjóðfélaginu og því er kominn tími til að láta hlutina hafa sinn gang án þess að vera alltaf með þessa forræðishyggju og stýringu.
Mér finnst það til að mynda áhygguefni að áberandi meirihluti háskólafólks í dag eru konur. Það þýðir að í náinni framtíð munu þær hafa forskot á karla í krafti menntunar. Það er kominn tími til að hætta að hvetja kvenfólk til langskólanáms umfram karla. En það er gert, bæði leynt og ljóst.
Ég hef oftar en ekki á minni stafsævi haft kvenfólk sem mína næstu yfirmenn og hefur aldrei þótt það neitt merkilegt. Að segja að konur hafi alltaf verið kúgaðar og að samfélagið hafi snúist um karlmennina í aldaraðir er bara goðsögn. Lengst af í sögunni hafa karlar og konur mátt vinna saman í sveita síns andlitis til að sjá sér og sínum farborða. Bændasamfélagið hér á landi t.d. byggðist á því að hjónin rækju saman og ynnu saman að sínum rekstri, þ.e.a.s. býlinu og þau tóku sameiginlega ábyrgð á því. Og það er bara ekkert svo langt síðan að þetta samfélag breyttist. Það eru bara örfáar kynslóðir sem hafa upplifað þá kynjaskiptingu í þjóðfélaginu sem verið er að berjast gegn og konur hafa enga ástæðu til þess að fyllast einhverjum hefndarhug. Slíkt er ekki til fyrirmyndar.
Stattu þig, Ívar. Ég veit vel í hverskonar aðstöðu þú ert núna. Láttu ekki deigan síga.

4/12/07 12:00

Rattati

Kynjakvóti er eitthvað það alvitlausasta af öllu því vitlausa sem að mannskepnan hefur komið fram með í nafni "jafnréttis". Svona helvítis vitleysa eins og Ívar er að lenda í er því miður alls ekkert einsdæmi. Garbo segir "þá veistu hvernig konum hefur liðið". Og er það einhver lausn? Á ekki að koma á jafnrétti en ekki halla í hina áttina? Er það einhver lausn að láta allt það sem á undan er gengið dynja þá á karlmönnum?
Kargur sagði að þetta er að gerast í öfgakenndum mæli á Bandaríkjunum. Ég er að verða miðaldra (jæja, vantar nokkur ár), hvítur karlmaður og ég fæ það á tilfinninguna að það sé allt, kjarnorka, mengun, fólksfjölgun, misrétti og síðast en ekki síst þá er Disney að ásaka okkur fyrir að hafa skotið mömmu Bambí.
Það er engin lausn að benda eða hefna sín, það þarf frekar að finna eiginlega lausn á þessu máli.

4/12/07 12:01

Garbo

Rattati, ég held þú hafir eitthvað misskilið mig. Ég er ekki í hefndarhug, síður en svo. Ég hélt að ég hefði útskýrt það nógu vel í seinna skiptið. Jafnrétti verður hins vegar aldrei náð nema karlar átti sig á breyttum aðstæðum.
Og Sundlaugur : Það að konur séu í meirihluta í háskólanámi er mjög eðlilegt, þær gera sér grein fyrir því að það er eini möguleiki þeirra á því að tekið sé mark á þeim og þær fái vel launaða vinnu.

4/12/07 12:01

Garbo

4/12/07 13:00

Jóakim Aðalönd

Niðurlagið er þetta: Að vera kona er ekki fötlun og þær eiga ekki að þurfa að fá forgjöf í atvinnulífið.

Ef ég væri atvinnurekandi, dytti mér ekki í hug að ráða eftir kyni, heldur hæfileikum, menntun og reynzlu, einfaldlega vegna þess að það er fyrirtækinu í hag.

Ívar Sívertsen:
  • Fæðing hér: 11/8/03 12:21
  • Síðast á ferli: 22/6/23 12:25
  • Innlegg: 12356
Eðli:
Ákaflega fagur ungur maður með mikinn metnað og kann sig á allan hátt. (hann lærði það á kvöldnámskeiði hjá Bréfaskóla SÍS)
Fræðasvið:
Ég veit allt, get allt og kann allt en fer rosalega leynt með það og kann að fela það vel.
Æviágrip:
[i]Fæddur að handraðanesi á sóðbrókarströnd í Ristilfirði. Lést skömmu síðar. Reis upp frá dauðum eftir korter og bað um brauð. Eftir það var ekki aftur snúið. Hann hefur síðan verið ánetjaður Baggalúti og virðist ekkert vera að skána.Hann fékk sér fæðingarblett á kinnina skömmu áður en hann lét taka hann af sér. Hann hló skömmu eftir það. Ívar hefur nú hafið búskap á Eyðibýli á Auðkúluheiði. Hann hefur aldrei verið við kvenmann kenndur en hann er all oft kenndur. Sívertsenættin hefur lýst hann útlægan og krafist þess að hann afsali sér ættarnafninu og taki upp nafnið Nestrevís en hann hefur margsinnis hafnað því. Ef þú ert að lesa þetta ennþá þá ert þú líklega jafn skemmdur og Ívar... ef ekki skemmdari barasta. Ertu enn að lesa? Nei nú læt ég leggja þig inn á geðdeild! Það er ekki heilbrigt að lesa svona langt! Viltu hætta þessu! HÆTTU SEGI ÉG!!! Ef þú ert enn að lesa og finnur ekki fyrri vott af þreytu þá skal því bætt við að þegar Gestapó var opnað í árdaga þá gerðist Ívar fastagestur hið snarasta. Hann hefur æ síðan verið einn virkasti gestapóinn og ritað mikið. Hins vegar er ljóst að hann kemur til með að auka viðveru sína á Gestapó á komandi árum því nú hefur hann komið sér í innivinnu við tölvu. Ertu enn að lesa þetta? ÉG held svei mér að þú ættir í alvöru að leita þér hjálpar. Ég er löngu hættur að lesa þetta... ég veit ekki einu sinni hvað stendur eftir línu þrjú. En hvað um það. Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar og eiginlega svo mikið að það er ekkert salt eftir í sjónum, það lagði á flótta upp í ár og stöðuvötn þannig að nú er sjórinn pakkfullur af ferskvatnsfiskum og ferskvatnshvölum. En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Megasi keisara, að skrásetja skyldi alla drykkina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Gylfi Ægisson var blandstjóri í Stúdjó Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta stjaksetja sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Rúnar Þór úr Litlu Hraunum frá Hótel Borg upp í Morgunblaðshús, til borgar Davíðs, sem heitir Hádegismóar, en hann var af ætt og kyni Davíðs,að láta skrásetja sig ásamt Maríu hjákonu sinni, sem var þung. En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. Ældi hún þá bjór sinn frumdrukkinn, sagði hann vondan og lagði hann í fötu, af því að eigi var romm handa þeim í gistihúsi. En í sömu byggð voru barþjónar úti í haga og gættu um nóttina drykkja sinna.Og vörður laganna stóð hjá þeim, og dýrð Áfengis ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög fullir, en löggimann sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag afréttari færður, sem er Hristur og hrærðu, í Mogga Davíðs.Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna gubb vont, lagt í fötu. Og í sömu svipan var með löggumanninum fjöldi himneskra hljómsveita, sem lofuðu stuð og sögðu: Dýrð sé stuði í Hádegismóum, og fiður á Davíð og mönnum sem hann hefur velþóknun á. Þannig hljóðar hið heilaga stuðspjall. Og þegiðu svo!