— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Ívar Sívertsen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skáldjöfur.
Pistlingur - 3/12/06
Einu sinni, einu sinni enn

ÉG hef verið svolítinn tíma áhugamaður um fólk sem vinnur við að eyða eldsneyti, skipta um dekk og eyðileggja bílvélar með því að aka vegalengd sem samsvarar ferði til Akureyrar og til baka.

Jæja góðir hálsar, nú er komið að því að Formula 1 tímabilið 2007 hefjist. Í nótt fara fram tímatökur í Melbourne í Ástrallalíu. Miklar breytingar hafa átt sér stað inna liðanna og ber þar að nefna fyrst og fremst ráðning þeldökka ökumannsins Lewis Hamilton, sem er fyrsti ökumaðurinn í Formula 1 sem ekki er næpuhvítur. Á æfingum í nótt var hann með þriðja besta tímann af öllum ökumönnunum. Liðsfélagi hans hjá McLaren, Fernando Alonso, heimsmeistari, náði ekki nema sjjöunda besta tíma. Fyrrum McLaren ökumaðurinn Kimi Raikkönen sem nú ekur fyrir Ferrari var með næst besta tímann á eftir liðsfélaga sínum Felipe Massa. Það sem vekur mikla athygli er að Hondabílarnir eru fremur aftarlega á merinni, aftan við Takuma Sato - fyrrum liðsmann Honda (áður B.A.R) og núverandi meðlimur Super Aguri.
Ég hins vegar hef trú á því að Hondurnar skili aðeins meiru í fyrstu keppninni heldur en æfingar gefa til kynna. Ég enn fremur á von á því að bílar McLaren, Ferrari og Renault eiga eftir að lenda í veseni.

En hver verður heimsmeistari í lok vertíðar er mjög erfitt að spá um. Það koma fimm til greina. Alonso, Hamilton, Raikkönen, Massa og svo á ég von á því að Button eigi eftir að blómstra þetta árið. Sjáum hvað setur í lok vertíðar.

   (97 af 287)  
3/12/06 16:01

hundinginn

Vonandi verður frammúrakstur leifður þetta tímabilið. Og kanski eitt og eitt kapp í kinn. Vinur minn!

3/12/06 16:02

Salka

Hver heldur þú að vinni? Með hverjum helduru?
Það er ávallt flaggað fjölda fána hér við eitt hús í bænum þegar formulan byrjar.
Eftir því sem líður á keppnina er flaggað sigurfána við nokkur önnur hús Ferrari-fána eða McLaren- fána.

3/12/06 17:00

Jóakim Aðalönd

Þessir gæjar skipta um lið eins og nærbuxur. Hvernig er hægt að fylgjast með þessu eiginlega?

Hvernig stendur á því að enginn blökkumaður er meðal ökuþóra?

3/12/06 17:00

Kondensatorinn

Það var sagt mér í dag að þeldökkur blökkumaður væri ökumaður í uppskiftakeppninni.
[Fær sér meiri bjór]

3/12/06 17:00

Ívar Sívertsen

Jóki: ÉG skrifaði í þessu félagsriti eftirfarandi - ...ber þar að nefna fyrst og fremst ráðning þeldökka ökumannsins Lewis Hamilton, sem er fyrsti ökumaðurinn í Formula 1 sem ekki er næpuhvítur. ...

3/12/06 17:01

Ívar Sívertsen

Salka: Ég viet ekki hvort ég held með McLaren, Honda eða Renault. Ég er bara einhvern veginn þannig að ég get ekki haldið með Ferrari... Þetta er eins hjá mér með Man. Utd í enska boltanum og Chicago Bulls í NBA. Á ákveðnum tímapunktum héldu allir með þessum liðum og mér fannst ekkert gaman að allir héldu með sama liðinu. Í enska boltanum held ég með Arsenal, í NBA held ég með engum lengur því ég er löngu hættur að horfa á það en í formúlunni býst ég við að McLaren verði ofan á ásamt því að hampa Hondunni líka svolítið.

3/12/06 17:01

Billi bilaði

Og tímatökur eru hafnar!!!

3/12/06 17:01

Ívar Sívertsen

gaman að sjá Hamilton ganga svona vel

3/12/06 17:02

Tina St.Sebastian

Ég held með þessum sæta þarna. Með kroppinn.

3/12/06 17:02

Billi bilaði

Nei, Tina komin aftur! Var það Formúlan sem dró þig hingað?

3/12/06 18:00

Tina St.Sebastian

Já.
Annars er tölan búin að vera í uppreisn; slökkva á sér, útskrá mig, o.s.frv, svo ég gæti verið óvirk í dálítinn tíma...sjáum hvort þetta kemst inn. Athugasemdir virðast virka, en ekki þráðainnlegg. [Grettir sig]

3/12/06 18:00

Tina St.Sebastian

Sko!

3/12/06 18:01

Jóakim Aðalönd

Ég orðaði þessa spurningu mína að sjálfsögðu rangt. Ég ætlaði að spyrja: Hvernig STÓÐ á því að enginn blökkumaður VAR meðal ökuþóra fyrr en nú?

3/12/06 18:01

Billi bilaði

Gott hjá Hamilton að ná á pall.

3/12/06 20:01

Jóakim Aðalönd

Jæja... svar?

3/12/06 21:01

Ívar Sívertsen

Ástæðan var þess eðlis að þeir hafa ekki haft áhuga á því fyrr...

Ívar Sívertsen:
  • Fæðing hér: 11/8/03 12:21
  • Síðast á ferli: 22/6/23 12:25
  • Innlegg: 12356
Eðli:
Ákaflega fagur ungur maður með mikinn metnað og kann sig á allan hátt. (hann lærði það á kvöldnámskeiði hjá Bréfaskóla SÍS)
Fræðasvið:
Ég veit allt, get allt og kann allt en fer rosalega leynt með það og kann að fela það vel.
Æviágrip:
[i]Fæddur að handraðanesi á sóðbrókarströnd í Ristilfirði. Lést skömmu síðar. Reis upp frá dauðum eftir korter og bað um brauð. Eftir það var ekki aftur snúið. Hann hefur síðan verið ánetjaður Baggalúti og virðist ekkert vera að skána.Hann fékk sér fæðingarblett á kinnina skömmu áður en hann lét taka hann af sér. Hann hló skömmu eftir það. Ívar hefur nú hafið búskap á Eyðibýli á Auðkúluheiði. Hann hefur aldrei verið við kvenmann kenndur en hann er all oft kenndur. Sívertsenættin hefur lýst hann útlægan og krafist þess að hann afsali sér ættarnafninu og taki upp nafnið Nestrevís en hann hefur margsinnis hafnað því. Ef þú ert að lesa þetta ennþá þá ert þú líklega jafn skemmdur og Ívar... ef ekki skemmdari barasta. Ertu enn að lesa? Nei nú læt ég leggja þig inn á geðdeild! Það er ekki heilbrigt að lesa svona langt! Viltu hætta þessu! HÆTTU SEGI ÉG!!! Ef þú ert enn að lesa og finnur ekki fyrri vott af þreytu þá skal því bætt við að þegar Gestapó var opnað í árdaga þá gerðist Ívar fastagestur hið snarasta. Hann hefur æ síðan verið einn virkasti gestapóinn og ritað mikið. Hins vegar er ljóst að hann kemur til með að auka viðveru sína á Gestapó á komandi árum því nú hefur hann komið sér í innivinnu við tölvu. Ertu enn að lesa þetta? ÉG held svei mér að þú ættir í alvöru að leita þér hjálpar. Ég er löngu hættur að lesa þetta... ég veit ekki einu sinni hvað stendur eftir línu þrjú. En hvað um það. Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar og eiginlega svo mikið að það er ekkert salt eftir í sjónum, það lagði á flótta upp í ár og stöðuvötn þannig að nú er sjórinn pakkfullur af ferskvatnsfiskum og ferskvatnshvölum. En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Megasi keisara, að skrásetja skyldi alla drykkina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Gylfi Ægisson var blandstjóri í Stúdjó Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta stjaksetja sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Rúnar Þór úr Litlu Hraunum frá Hótel Borg upp í Morgunblaðshús, til borgar Davíðs, sem heitir Hádegismóar, en hann var af ætt og kyni Davíðs,að láta skrásetja sig ásamt Maríu hjákonu sinni, sem var þung. En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. Ældi hún þá bjór sinn frumdrukkinn, sagði hann vondan og lagði hann í fötu, af því að eigi var romm handa þeim í gistihúsi. En í sömu byggð voru barþjónar úti í haga og gættu um nóttina drykkja sinna.Og vörður laganna stóð hjá þeim, og dýrð Áfengis ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög fullir, en löggimann sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag afréttari færður, sem er Hristur og hrærðu, í Mogga Davíðs.Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna gubb vont, lagt í fötu. Og í sömu svipan var með löggumanninum fjöldi himneskra hljómsveita, sem lofuðu stuð og sögðu: Dýrð sé stuði í Hádegismóum, og fiður á Davíð og mönnum sem hann hefur velþóknun á. Þannig hljóðar hið heilaga stuðspjall. Og þegiðu svo!