— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Ívar Sívertsen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skáldjöfur.
Pistlingur - 3/12/06
Liðið um langt

Nú er all langt liðið um síðan ég reit síðasta félagsrit og aldeilis kominn tími á nýtt. En hvað á ég að skrifa um? Jú, ég held ég skrifi um eitthvað nógu lítið gáfulegt.

Nú er tímabil andleysis og þreytu fyrir bí og daginn farið að lengja. Ég hef, eins og margir hafa orðið varir við, lítið sem ekkert verið á ferli hér undanfarið. Áhuginn dvínaði og alger deyfð hvíldi yfir mér og öðrum.

En nú er mál að linni. Nú ætla ég að taka mig á og koma mér aftur af stað hér, flæma burt illa anda og laða að þá góðu. Þið sem hafið það að aðalmarkmiði að vera með leiðindi vessgú að skipta skapi ellegar hafa ykkur á brott. Þið sem hafið það að aðalmarkmiði að skemmta ykkur og öðrum vinsamlegast haldið kyrru fyrir!

Þeir sem eiga að hafa sig á brott eru sem sagt þeir sem út deila því sem sjálfkrafa merkist sem [SPAM]. Hinir mega halda kyrru fyrir því nú ætlum við að hafa alveg óxla gaman!

Þetta var innihaldslaust félagsrit og engin ástæða til að fela það.

Ha det bra!

   (100 af 287)  
3/12/06 06:01

Skabbi skrumari

Ég tók bara ekkert eftir fjarveru þinni... en velkominn til baka... sjáumst aftur í næstu viku...

3/12/06 06:01

Offari

Ég var farinn að sakna þín. Og svo má Hexía lika malla handa mér kakó.

3/12/06 06:01

Vladimir Fuckov

Vjer höfðum tekið eftir fjarveru yðar og Skabba líka þrátt fyrir að hafa sjálfir verið hjer fremur lítið síðustu vikur. Skál !

PS Ulan Bator hefur verið bætt á listann yfir óvini ríkisins.

3/12/06 06:01

Ísdrottningin

Ýkt ógó kúl að hafa óxla gaman saman.

3/12/06 06:01

Vladimir Fuckov

[Hrökklast afturábak og hrasar við]

3/12/06 06:01

Ívar Sívertsen

Ég var við það að setja eitthvað af tvípunktum og svigum eftir að hafa lesið ummæli Ísdrottningarinnar.

3/12/06 06:01

Þarfagreinir

Þú talar hér fyrir daufum eyrum, Ívar. Þeir sem senda inn ruslpóstana eru ekki mennskir, og ef þeir væru það þá skildu þeir tæpast íslensku.

Og svo merkjast þeir ekki sjálfkrafa sem [SPAM] - við Vlad sjáum um það og breytum innihaldi þeirra höfundum þeirra til háðungar, og til að hindra að þeim takist það ömurlega ætlunarverk sitt að auglýsa ruslsíður með ruslinnihaldi.

Eina ástæðan fyrir því að við eyðum þessu drasli ekki tafarlaust er sú að með því að merkja það svona höfum við heildaryfirsýn yfir magnið, og þá notendur sem eru spambottar.

Yfir og út.

3/12/06 06:01

Ívar Sívertsen

Þarfi, ég er að gera að gamni mínu!

3/12/06 06:01

Þarfagreinir

Ha, er það?

[Hrökklast afturábak og hrasar við]

Ég sem hélt að þú værir alltaf grafalvarlegur!

3/12/06 06:01

Vladimir Fuckov

Hverskyns háð, spott og grín er afar óæskilegt hjer á þessum miðli sannleikans og því er vissara að taka alltaf allt sem sagt er bókstaflega.

3/12/06 06:01

B. Ewing

[Tekur bókstaflega] Ég geri engin grín . .[Skakklappast í burtu með orðabók á eftir sér]

3/12/06 06:01

krossgata

Ég hef tekið eftir fjarveru eða lítilveru þinni og ýmissa annarra, s.s. Skabba, Vlad, Húmbaba, Galdra, Regínu svona til að nefna nokkra. Mér hefur skilist á ferðalögum mínum um Gestapó að slík lítilvera leggist á all flesta öðru hvoru. En það er afar gaman að sjá ykkur svona óxla hress aftur.
[Ljómar upp]

3/12/06 06:02

Ísdrottningin

Hvað, var mín ekki saknað?

3/12/06 06:02

krumpa

Jájá - núna hlýtur maður að fara að hressast!

3/12/06 06:02

Kondensatorinn

Fögur er hlíðin.

3/12/06 06:02

feministi

Ég hef nú alltaf verið góð í því að skipta skapi og vera með leiðindi. Ætli ég hætti því nokkuð úr þessu.

3/12/06 06:02

Ívar Sívertsen

endilega ekki!!!!

3/12/06 07:00

Vímus

Þú kemur bara tvíefldur til baka og ég skal taka vel á móti þér á þræðinum Skammast á í bundnu.
Ég get alltaf tínt til eitthvað hlýlegt þar.

3/12/06 07:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Hey-Hó. Skál !

3/12/06 07:00

Jóakim Aðalönd

Hvernig var svo dvölin í heilaþvottarbúðum VG?

3/12/06 09:01

Heiðglyrnir

Velkomin heim Ibbi minn....Skál vinur.

3/12/06 09:02

Vladimir Fuckov

Ha ?! Eru höfuðstöðvar VG í Ulan Bator ?

3/12/06 10:01

Jóakim Aðalönd

Já.

Ívar Sívertsen:
  • Fæðing hér: 11/8/03 12:21
  • Síðast á ferli: 22/6/23 12:25
  • Innlegg: 12356
Eðli:
Ákaflega fagur ungur maður með mikinn metnað og kann sig á allan hátt. (hann lærði það á kvöldnámskeiði hjá Bréfaskóla SÍS)
Fræðasvið:
Ég veit allt, get allt og kann allt en fer rosalega leynt með það og kann að fela það vel.
Æviágrip:
[i]Fæddur að handraðanesi á sóðbrókarströnd í Ristilfirði. Lést skömmu síðar. Reis upp frá dauðum eftir korter og bað um brauð. Eftir það var ekki aftur snúið. Hann hefur síðan verið ánetjaður Baggalúti og virðist ekkert vera að skána.Hann fékk sér fæðingarblett á kinnina skömmu áður en hann lét taka hann af sér. Hann hló skömmu eftir það. Ívar hefur nú hafið búskap á Eyðibýli á Auðkúluheiði. Hann hefur aldrei verið við kvenmann kenndur en hann er all oft kenndur. Sívertsenættin hefur lýst hann útlægan og krafist þess að hann afsali sér ættarnafninu og taki upp nafnið Nestrevís en hann hefur margsinnis hafnað því. Ef þú ert að lesa þetta ennþá þá ert þú líklega jafn skemmdur og Ívar... ef ekki skemmdari barasta. Ertu enn að lesa? Nei nú læt ég leggja þig inn á geðdeild! Það er ekki heilbrigt að lesa svona langt! Viltu hætta þessu! HÆTTU SEGI ÉG!!! Ef þú ert enn að lesa og finnur ekki fyrri vott af þreytu þá skal því bætt við að þegar Gestapó var opnað í árdaga þá gerðist Ívar fastagestur hið snarasta. Hann hefur æ síðan verið einn virkasti gestapóinn og ritað mikið. Hins vegar er ljóst að hann kemur til með að auka viðveru sína á Gestapó á komandi árum því nú hefur hann komið sér í innivinnu við tölvu. Ertu enn að lesa þetta? ÉG held svei mér að þú ættir í alvöru að leita þér hjálpar. Ég er löngu hættur að lesa þetta... ég veit ekki einu sinni hvað stendur eftir línu þrjú. En hvað um það. Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar og eiginlega svo mikið að það er ekkert salt eftir í sjónum, það lagði á flótta upp í ár og stöðuvötn þannig að nú er sjórinn pakkfullur af ferskvatnsfiskum og ferskvatnshvölum. En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Megasi keisara, að skrásetja skyldi alla drykkina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Gylfi Ægisson var blandstjóri í Stúdjó Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta stjaksetja sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Rúnar Þór úr Litlu Hraunum frá Hótel Borg upp í Morgunblaðshús, til borgar Davíðs, sem heitir Hádegismóar, en hann var af ætt og kyni Davíðs,að láta skrásetja sig ásamt Maríu hjákonu sinni, sem var þung. En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. Ældi hún þá bjór sinn frumdrukkinn, sagði hann vondan og lagði hann í fötu, af því að eigi var romm handa þeim í gistihúsi. En í sömu byggð voru barþjónar úti í haga og gættu um nóttina drykkja sinna.Og vörður laganna stóð hjá þeim, og dýrð Áfengis ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög fullir, en löggimann sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag afréttari færður, sem er Hristur og hrærðu, í Mogga Davíðs.Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna gubb vont, lagt í fötu. Og í sömu svipan var með löggumanninum fjöldi himneskra hljómsveita, sem lofuðu stuð og sögðu: Dýrð sé stuði í Hádegismóum, og fiður á Davíð og mönnum sem hann hefur velþóknun á. Þannig hljóðar hið heilaga stuðspjall. Og þegiðu svo!