— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Ívar Sívertsen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skáldjöfur.
Dagbók - 31/10/05
Stoltur prakkari

Í félagi við Prímadonnu Sívertsen tókst mér að reka sjálfsánægjupúkana í Sniglabandinu á gat.

Í dag var síðasti útvarpsþáttur Sniglabandsins að sinni á Rás2. Þeir hafa löngum náð að snúa sig út úr ýmsum óskalögum með því að skrumskæla þau eða gera grín að þeim. En í dag gerðist hið ómögulega. Ég hringdi og ræddi við þá og tilkynnti þeim að að dóttir mín væri of feimin til að hringja þannig að ég óskaði eftir laginu Sagan af manninum sem datt af jörðinni. Lag þetta er samið af Sniglabandinu og kom út á hljómplötunni Ágúst kemur klukkan 2. Lagið er nr. 7 á þeim diski. Þeir stóðu á gati og urðu beinlínis kjaftstopp. Ég varð afskaplega stoltur af dóttur minni fyrir þetta afrek að biðja um þetta lag.

   (122 af 287)  
31/10/05 01:01

Jóakim Aðalönd

Ha? Stóðu þeir á gati yfir eigin lagi? Nú er ég hissa.

31/10/05 01:01

Offari

Ég hélt að þeir stæðu aldrei á gati.

31/10/05 01:01

Hvæsi

Hey, ég var að enda við að kommenta við félagsritið sem þú gerðir í gær.
Og mér fanst það svar bara skrambi gott, og nú sér það enginn.
Ívar, þú ert búinn að skemma vikuna !

En já annars, gott á sniglabandið.

31/10/05 01:01

Galdrameistarinn

Það var komin tími til að þeir stæðu á gati.
Annars var helvíti gott áðan þegar smástelpa söng lagið hans Gunna Klúts og þeir gátu ekki spilað það.
Í myrkri situr maður einn með kók,
maular kex og er í leðurbrók.

31/10/05 01:01

Hexia de Trix

Að sjálfsögðu er barnið prakkari! Er ekki móðirin prakkaranorn? [Rifnar úr stolti]

31/10/05 01:01

Upprifinn

þið eruð greinilega heill hópur af prökkurum.

31/10/05 01:01

Hakuchi

Mikið afskaplega er ég feginn að þetta sé síðasti þáttur Sniglabandsins en það band var orðinn þreyttur brandari fyrir áratug. Ég skil ekki hvernig þeir geta endalaust fengið einhverja þætti þarna á Rás 2 í gegnum árin. Þeir hljóta að vera með vandræðalegar myndir af einhverjum háttsettum á útvarpsstöðinni.

31/10/05 01:01

Ívar Sívertsen

Kommonn Hakuchi, þetta er íslandsmeistaramót í því að reyna að reka þá á gat og við feðginin urðum íslandsmeistarar!

31/10/05 01:01

Vladimir Fuckov

Vjer óskum yður formlega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn, einstaklega skemmtilegt að ná að gera þetta með lagi eftir þá sjálfa.

31/10/05 02:01

B. Ewing

[Hakuchi mælti:
Þeir hljóta að vera með vandræðalegar myndir af einhverjum háttsettum á útvarpsstöðinni.
]
Ef þú bara vissir... [Glottir út fyrir eyru]

31/10/05 03:00

krumpa

Spiluðu þeir lagið?
Eða stóðu þeir bara kjurrir á gatinu?
Þegar ég var ung og smekklaus (sennilega 16-17 ár síðan það gerðist síðast) þorði ég ekki að hringja í útvarpið að biðja um lag með Mötley crue (roðnar aftur í rass út af þessari játningu) - svo að ég lét ömmu pg pabba hringja - lagið var svo spilað og kynnt með þeim fyrirvara að það hefði mikið af ELDRA fólki hringt á FM og beðið um lagið - needless to say þá fannst mér þetta svo fyndið að ég náði minnst að hlusta á lagið...

31/10/05 03:01

Ísdrottningin

Blikkar feðginin og glottir út í annað.

Ívar Sívertsen:
  • Fæðing hér: 11/8/03 12:21
  • Síðast á ferli: 22/6/23 12:25
  • Innlegg: 12356
Eðli:
Ákaflega fagur ungur maður með mikinn metnað og kann sig á allan hátt. (hann lærði það á kvöldnámskeiði hjá Bréfaskóla SÍS)
Fræðasvið:
Ég veit allt, get allt og kann allt en fer rosalega leynt með það og kann að fela það vel.
Æviágrip:
[i]Fæddur að handraðanesi á sóðbrókarströnd í Ristilfirði. Lést skömmu síðar. Reis upp frá dauðum eftir korter og bað um brauð. Eftir það var ekki aftur snúið. Hann hefur síðan verið ánetjaður Baggalúti og virðist ekkert vera að skána.Hann fékk sér fæðingarblett á kinnina skömmu áður en hann lét taka hann af sér. Hann hló skömmu eftir það. Ívar hefur nú hafið búskap á Eyðibýli á Auðkúluheiði. Hann hefur aldrei verið við kvenmann kenndur en hann er all oft kenndur. Sívertsenættin hefur lýst hann útlægan og krafist þess að hann afsali sér ættarnafninu og taki upp nafnið Nestrevís en hann hefur margsinnis hafnað því. Ef þú ert að lesa þetta ennþá þá ert þú líklega jafn skemmdur og Ívar... ef ekki skemmdari barasta. Ertu enn að lesa? Nei nú læt ég leggja þig inn á geðdeild! Það er ekki heilbrigt að lesa svona langt! Viltu hætta þessu! HÆTTU SEGI ÉG!!! Ef þú ert enn að lesa og finnur ekki fyrri vott af þreytu þá skal því bætt við að þegar Gestapó var opnað í árdaga þá gerðist Ívar fastagestur hið snarasta. Hann hefur æ síðan verið einn virkasti gestapóinn og ritað mikið. Hins vegar er ljóst að hann kemur til með að auka viðveru sína á Gestapó á komandi árum því nú hefur hann komið sér í innivinnu við tölvu. Ertu enn að lesa þetta? ÉG held svei mér að þú ættir í alvöru að leita þér hjálpar. Ég er löngu hættur að lesa þetta... ég veit ekki einu sinni hvað stendur eftir línu þrjú. En hvað um það. Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar og eiginlega svo mikið að það er ekkert salt eftir í sjónum, það lagði á flótta upp í ár og stöðuvötn þannig að nú er sjórinn pakkfullur af ferskvatnsfiskum og ferskvatnshvölum. En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Megasi keisara, að skrásetja skyldi alla drykkina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Gylfi Ægisson var blandstjóri í Stúdjó Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta stjaksetja sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Rúnar Þór úr Litlu Hraunum frá Hótel Borg upp í Morgunblaðshús, til borgar Davíðs, sem heitir Hádegismóar, en hann var af ætt og kyni Davíðs,að láta skrásetja sig ásamt Maríu hjákonu sinni, sem var þung. En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. Ældi hún þá bjór sinn frumdrukkinn, sagði hann vondan og lagði hann í fötu, af því að eigi var romm handa þeim í gistihúsi. En í sömu byggð voru barþjónar úti í haga og gættu um nóttina drykkja sinna.Og vörður laganna stóð hjá þeim, og dýrð Áfengis ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög fullir, en löggimann sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag afréttari færður, sem er Hristur og hrærðu, í Mogga Davíðs.Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna gubb vont, lagt í fötu. Og í sömu svipan var með löggumanninum fjöldi himneskra hljómsveita, sem lofuðu stuð og sögðu: Dýrð sé stuði í Hádegismóum, og fiður á Davíð og mönnum sem hann hefur velþóknun á. Þannig hljóðar hið heilaga stuðspjall. Og þegiðu svo!