— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Ívar Sívertsen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skáldjöfur.
Dagbók - 31/10/04
Verslunarferð í apótekið

Það er eins og við manninn mælt, að um leið og maður fer að segja sögur þá rifjast þær upp í metravís.

Eitt sinn var ég skiptinemi í Hollandi. Ég hafði alltaf verið frekar bældur hér á Íslandi en ákvað að verða dálítill töffari í Hollandi. Það voru þó nokkrar athafnir sem 17 ára pili þótti ekkert sérstaklega æskilegt að framkvæma en voru þó nauðsynlegar.

Föstudag einn hafði verið ákveðið að hittast eftir skóla (kl 11.15) á kránni okkar. Ég hafði verið að gera hosur mínar grænar fyrir dömu einni og virtist hún ekkert vera mér mótfallin. Áður en ég fór á kránna þá skrapp ég í apótek eitt. Það var talsverð örtröð og sérstaklega af eldri konum. Ég kom að afgreiðsluborðinu og byrjaði að svitna og blána og hvítna allt í senn og sitt í hverju lagi. Afgreiðslukonan var komin yfir miðjan aldur en einmitt þegar ég ætlaði að bera upp erindið birtist gullfalleg ung kona við hlið mér.

Ívar: ég ætla að fá ‹lítur í kringum sig flóttalega› þmkkm
Afgreislukona: ‹frekar hvellt› HA?
Ívar: ‹lágt› smokka
Afgreiðslukona: ‹Alveg svakalega kammó›Hvaða tegund?
Ívar: ‹eldrauður í framan og kófsveittur› emm... svona smokka bara
Afgreiðslukona: Styrkta, þunna, með eða án bragðs?
Ívar: ‹farinn að ranghvolfa augunum af stressi› venjulega bragðlausa!
Afgreiðslukona: ‹gargar þvert yfir búðina› YOLANDA, VILTU KOMA MEÐ SMOKKAPAKKA HANDA UNGA HERRAMANNINUM HÉR, BRAGÐLAUSA VENJULEGA!
Ívar: ‹fer endanlega hjá sér og langar að sökkva niður úr gólfinu› úff...
Afgreiðslukona: ‹virðist sífellt meira hvellróma›Gerðu svo vel vinur
Ívar: ‹réttir fram seðil › gjörðu svo vel.

Með þetta hélt ég að raunum mínum í apótekinu væri lokið. Ég snaraðist út rennblautur af svita og búinn með rauða litinn í andlitinu. Ég var kominn að útidyrunum þegar kerlingaruglan gargar á eftir mér enn hærra og hvellra en áður: GÓÐA SKEMMTUN

Ég snaraði mér út í miklum flýti og í fátinu missti ég pokan með smokkunum á götuna. Ég tók pokann upp og ég var eiginlega guðs lifandi feginn að það var farið að hellirigna. Þá hefði ég ekki þurft að útskýra fyrir félögunum af hverju ég væri eins og dreginn af sundi í þurru veðri.

   (176 af 287)  
31/10/04 08:01

Lærði-Geöff

Já getur reynst mörgum unglingspiltnum erfið raun það, mér fannst mjög gott að vinna í sjoppu og geta bara gripið mér pakka þegar enginn sá til.
Skemmtileg saga hjá þér!

31/10/04 08:01

Litli Múi

Heppinn!

31/10/04 08:02

Ívar Sívertsen

Þessi atburður hefur skilið eftir ör á sál minni. Nú á ég 4993745 börn

31/10/04 08:02

Skabbi skrumari

Magnað... ég hef meira að segja séð þetta í bíómynd... skál

31/10/04 08:02

Ívar Sívertsen

Ég veit þetta er eins og í bíó... Mér fannst þetta atvik enn fyndnara þegar ég sá þetta líka í bíó. Hvar sastu?

31/10/04 10:00

Leir Hnoðdal

Einu sinni hélt ég mig vera með flatlús. Doksi sagði það ekki óalgengara en kvef og sagði mér bara að fara í apótekið og kaupa flatlúsameðal. Ég bjó í Kópavogi og keyrði vestur á Mela til að engin þekkti mig. Svo stundi ég upp einhverju um lús og afgreiðslukonan tók strax af mér orðið og var voða skilningsrík. Setti eitthvað dót í poka og með það fór ég. Þegar ég kom heim reyndist þetta vera lúsameðal fyrir hár og lúsakambur ! !
Þvílíkt vesen en sem betur fer var kláðinn þarna niðri af öðrum og saklausari völdum ...

Ívar Sívertsen:
  • Fæðing hér: 11/8/03 12:21
  • Síðast á ferli: 22/6/23 12:25
  • Innlegg: 12356
Eðli:
Ákaflega fagur ungur maður með mikinn metnað og kann sig á allan hátt. (hann lærði það á kvöldnámskeiði hjá Bréfaskóla SÍS)
Fræðasvið:
Ég veit allt, get allt og kann allt en fer rosalega leynt með það og kann að fela það vel.
Æviágrip:
[i]Fæddur að handraðanesi á sóðbrókarströnd í Ristilfirði. Lést skömmu síðar. Reis upp frá dauðum eftir korter og bað um brauð. Eftir það var ekki aftur snúið. Hann hefur síðan verið ánetjaður Baggalúti og virðist ekkert vera að skána.Hann fékk sér fæðingarblett á kinnina skömmu áður en hann lét taka hann af sér. Hann hló skömmu eftir það. Ívar hefur nú hafið búskap á Eyðibýli á Auðkúluheiði. Hann hefur aldrei verið við kvenmann kenndur en hann er all oft kenndur. Sívertsenættin hefur lýst hann útlægan og krafist þess að hann afsali sér ættarnafninu og taki upp nafnið Nestrevís en hann hefur margsinnis hafnað því. Ef þú ert að lesa þetta ennþá þá ert þú líklega jafn skemmdur og Ívar... ef ekki skemmdari barasta. Ertu enn að lesa? Nei nú læt ég leggja þig inn á geðdeild! Það er ekki heilbrigt að lesa svona langt! Viltu hætta þessu! HÆTTU SEGI ÉG!!! Ef þú ert enn að lesa og finnur ekki fyrri vott af þreytu þá skal því bætt við að þegar Gestapó var opnað í árdaga þá gerðist Ívar fastagestur hið snarasta. Hann hefur æ síðan verið einn virkasti gestapóinn og ritað mikið. Hins vegar er ljóst að hann kemur til með að auka viðveru sína á Gestapó á komandi árum því nú hefur hann komið sér í innivinnu við tölvu. Ertu enn að lesa þetta? ÉG held svei mér að þú ættir í alvöru að leita þér hjálpar. Ég er löngu hættur að lesa þetta... ég veit ekki einu sinni hvað stendur eftir línu þrjú. En hvað um það. Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar og eiginlega svo mikið að það er ekkert salt eftir í sjónum, það lagði á flótta upp í ár og stöðuvötn þannig að nú er sjórinn pakkfullur af ferskvatnsfiskum og ferskvatnshvölum. En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Megasi keisara, að skrásetja skyldi alla drykkina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Gylfi Ægisson var blandstjóri í Stúdjó Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta stjaksetja sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Rúnar Þór úr Litlu Hraunum frá Hótel Borg upp í Morgunblaðshús, til borgar Davíðs, sem heitir Hádegismóar, en hann var af ætt og kyni Davíðs,að láta skrásetja sig ásamt Maríu hjákonu sinni, sem var þung. En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. Ældi hún þá bjór sinn frumdrukkinn, sagði hann vondan og lagði hann í fötu, af því að eigi var romm handa þeim í gistihúsi. En í sömu byggð voru barþjónar úti í haga og gættu um nóttina drykkja sinna.Og vörður laganna stóð hjá þeim, og dýrð Áfengis ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög fullir, en löggimann sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag afréttari færður, sem er Hristur og hrærðu, í Mogga Davíðs.Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna gubb vont, lagt í fötu. Og í sömu svipan var með löggumanninum fjöldi himneskra hljómsveita, sem lofuðu stuð og sögðu: Dýrð sé stuði í Hádegismóum, og fiður á Davíð og mönnum sem hann hefur velþóknun á. Þannig hljóðar hið heilaga stuðspjall. Og þegiðu svo!