— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Ívar Sívertsen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skáldjöfur.
Dagbók - 31/10/04
Bjór og sokkabuxur

Bygg, humlar, ger, sykur og sitt hvað fleira gera þennan eðaldrykk. En það er ekki til umræðu hér. Ekki heldur þástaðreynd að sokkabuxur skuli í flestum tilfellum vera úr næloni.


(myndin er sviðsett)

Ég fékk skyndilega löngun til að fara út í ríki og kaupa mér bjór. Hexia er að fara á eitthvað vinnufyllerí og ég var nýbúinn að lesa félagsrit Skabba um bölið. Mig langaði eitthvað svo ofboðslega í bjór. ÉG hef reyndar verið að passa örlítið hvað ég set ofan í mig undanfarið og klæmdist með uppáhald Hexiu, sjálft kókið, og fór að drekka pepsímax. Ég veit það er óhollara svona á heildina litið en það er þó fjandakornið enginn sykur í því. En bjór hef ég látið vera í líklega mánuð núna. En nú skal skálað. Við Hexia þurftum að skreppa í búð að kaupa inn mat fyrir mig og börnin og hana vantaði sokkabuxur. Lýsingin sem hér fer á eftir er nákvæm lýsing á því sem gerðist:

Við lögðum jeppabifreið okkar verslunarmiðstöð og gengum inn. Hexia rauk beint í sokkabuxnarekkann á meðan ég stormaði að einfalda matnum og hófst handa við að velja og tína í körfuna tilheyrandi. Hexia kom til mín með sokkabuxurnar og skellti þeim í körfuna.

Hexia: Á ég ekki að fara í ríkið?
Ívar: jútakk.
Hexia: Hvað á ég að kaupa
Ívar: Tvær kippur af Heineken í dós, stórar.
Hexia: Tvær kippur af Heineken

Og með það var hún farin og skildi mig eftir með fljótlega matinn og sokkabuxurnar. Ég kláraði að velja í körfuna og fór að kassanum. Ég tíndi upp hamborgara og hamborgarabrauð, eggjalausa hamborgarasósu, tvo lítra af Pepsi Max, einn lítra af Kóki, örbylgjupopp og að síðustu sokkabuxurnar. Stúlkukindin sem afgreiddi mig var auðlesanleg og á meðan hún renndi þessu í gegnum strikalesarann las ég úr andliti hennar „Ahhaaa... pabbinn bara einn með börnin... reddar sér á skyndimat og poppi... sniðugur... SOKKABUXUR?!? PERVERT!“. Ég hafði lúmskt gaman af að fylgjast með svipbrigðum hennar. Svo skutlaði ég Hexiu í geimið og fór heim með innkaupin og pokann úr ríkinu sem ég hafði ekkert kíkt í, treysti minni ektafrú fyrir innkaupunum. Þegar ég kom heim og var að taka út úr bílnum þá rak mig í rogastans. Hexia keypti tvær kippur af litlum bjór... Heineken var það en litlar dósir.

Hvað kennir þetta okkur? Jú, ef þú þarft eitthvað úr ríkinu, farðu þá sjálfur! Það nefnilega tekur því ekki að opna litla dós... það er strax búið úr henni. ‹starir þegjandi ofan í bjórglasið›

   (177 af 287)  
31/10/04 07:01

Tigra

Hahahhaa.. sokknabuxnaperri!
Vá.. þessari mynd verð ég lengi að ná úr höfðinu á mér.

31/10/04 07:01

B. Ewing

Slæmt var það að fá stubbadósir. Hálvu verra að ver úthrópaður pervert á þöglan hátt í stórmarkaði. Vonandi fóru sokkabuxurnar ekki í glæran poka að auki. Þá hefði ósómanum verið flaggað alla leið út að bíl. [Bælir niður hláturroku]
Eitt heimilisráð frá olíubaróninum er [g]Veldu KARLKYNS kassastarfsmann ef möguleiki er á þegar svona lagað á möguleika á að koma upp. Þeim er alveg sama hvað þú ert að kaupa[/g]

31/10/04 07:01

Goggurinn

Ívar minn, pepsi max? Þú átt nú að vita betur.. bölvaður sokkabuxnaperri getur þú samt verið..

31/10/04 07:01

Krókur

Afar skondið.
Skál!

31/10/04 07:01

Skabbi skrumari

hehe... en hvaða mynd var þarna?

31/10/04 07:01

Ívar Sívertsen

Þessi mynd

31/10/04 07:01

Nafni

-
-
-
Djöfull vona ég að það myndist fljótlega lykkjufall í nælonbrók kerlu þinnar...litlar dósir, ég á ekki til eitt einasta aukatekið orð...jú annars
......skál!!

31/10/04 07:01

albin

Er enn bruggaður lítill bjór?

31/10/04 07:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Hvurslags eiga menn að fara í ríkið og konur að kaupa
sokkabuxur. Homofobi og helvítis anti femínism. Roðnið þið líka þegar þið kaupið dömu bindi þegar þið hvortsem er eruð á leið út í vídeoleygu að lána einhverja helvítis ameríkanska þvælu. þegar frúinn er nýkomin úr slorinnu eftir langan vinnu tíma og búinn að laga góðan mat handa ykkur og snýta öllum kröunum sem þið hafið aldrei skeint og farin að þvo skítugar nærbuxurnar ykkar og líður helvítis kvalir úr
PMS. Fussum svei!

31/10/04 07:01

Ívar Sívertsen

ööö... GEH... ég kaupi nú bara dömubindi ef hana vantar. En ég læt hana ekki kaupa aftur bjór nema það sé tegund sem fæst eingöngu í stórum dósum eða flöskum.

31/10/04 07:02

Ívar Sívertsen

Og nú þegar ég er farinn að drekka bjórinn þá eru nokkur atriði sem er vert að nefna:
1) ÉG er að verða skelfilega þreyttur í puttunum af því að opna allar þessar dósir
2) Þetta minnir mig á það þegar maður var að kaupa smyglaðan bjór áður en hann var leyfður hér um árið.

31/10/04 07:02

Galdrameistarinn

Næst þegar þú kaupir dömubindi, eða sokkabuxur, hafðu þær þá þrem númerum of litlar.
Farðu svo sjálfur í ríkið héðan í frá.

31/10/04 08:00

Sundlaugur Vatne

Ívar, Ívar, alvöru drykkjumenn drekka bjór úr flöskum!

31/10/04 08:00

Ívar Sívertsen

Sundlaugur: Þegar maður á litlar hirslur undir tómar dósir / flöskur þá tekur maður heldur dósirnar þar sem hægt er að krumpa þær saman svo þær taki minna pláss.

31/10/04 08:00

Hexia de Trix

Mér til varnar þá voru orðaskiptin svona:
Hexia: Hvað á ég að kaupa?
Ívar: Tvær kippur af Heineken
Hexia: Sixpack? [Vegna þess að stundum vill Ívar bjórkippur sem eru „fjórpakk“]
Ívar: Já, sixpack, Heineken
Hexia: Tvær sixpack Heineken

Í ríkinu sá ég svo engar stórar dósir af Heineken (ég veit vel að Ívar vill frekar stórar dósir ef þær eru í boði) og ég verandi ólæs á bjóra og bjórtegundir ályktaði sem svo að Ívar hlyti nú að vita hvað hann vildi. Svo ég keypti tvær sixpack af Heineken eins og hann vildi. Í morgun tilkynnti hann mér að ég hefði þá bara átt að kaupa Grolsch í staðinn eða eitthvað... EN HANN BAÐ UM HEINEKEN!
Þar að auki var hann að fara að keyra strætó eldsnemma í morgun og hefði ekkert átt að drekka bjór í gærkvöldi hvort eða var...

Nafni: Það kom ekki lykkjufall á sokkabuxurnar.

31/10/04 08:01

Ríkisarfinn

Ef þetta er spurnig um magn áttu þá ekki bara að fá þér kút, það er þó betra en dósaruslið.
Frekar vildi ég drekka einn gæða öl úr smáu gleri en Tuttu lítra af einhverju helv... sulli úr áldós.

Ívar Sívertsen:
  • Fæðing hér: 11/8/03 12:21
  • Síðast á ferli: 22/6/23 12:25
  • Innlegg: 12356
Eðli:
Ákaflega fagur ungur maður með mikinn metnað og kann sig á allan hátt. (hann lærði það á kvöldnámskeiði hjá Bréfaskóla SÍS)
Fræðasvið:
Ég veit allt, get allt og kann allt en fer rosalega leynt með það og kann að fela það vel.
Æviágrip:
[i]Fæddur að handraðanesi á sóðbrókarströnd í Ristilfirði. Lést skömmu síðar. Reis upp frá dauðum eftir korter og bað um brauð. Eftir það var ekki aftur snúið. Hann hefur síðan verið ánetjaður Baggalúti og virðist ekkert vera að skána.Hann fékk sér fæðingarblett á kinnina skömmu áður en hann lét taka hann af sér. Hann hló skömmu eftir það. Ívar hefur nú hafið búskap á Eyðibýli á Auðkúluheiði. Hann hefur aldrei verið við kvenmann kenndur en hann er all oft kenndur. Sívertsenættin hefur lýst hann útlægan og krafist þess að hann afsali sér ættarnafninu og taki upp nafnið Nestrevís en hann hefur margsinnis hafnað því. Ef þú ert að lesa þetta ennþá þá ert þú líklega jafn skemmdur og Ívar... ef ekki skemmdari barasta. Ertu enn að lesa? Nei nú læt ég leggja þig inn á geðdeild! Það er ekki heilbrigt að lesa svona langt! Viltu hætta þessu! HÆTTU SEGI ÉG!!! Ef þú ert enn að lesa og finnur ekki fyrri vott af þreytu þá skal því bætt við að þegar Gestapó var opnað í árdaga þá gerðist Ívar fastagestur hið snarasta. Hann hefur æ síðan verið einn virkasti gestapóinn og ritað mikið. Hins vegar er ljóst að hann kemur til með að auka viðveru sína á Gestapó á komandi árum því nú hefur hann komið sér í innivinnu við tölvu. Ertu enn að lesa þetta? ÉG held svei mér að þú ættir í alvöru að leita þér hjálpar. Ég er löngu hættur að lesa þetta... ég veit ekki einu sinni hvað stendur eftir línu þrjú. En hvað um það. Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar og eiginlega svo mikið að það er ekkert salt eftir í sjónum, það lagði á flótta upp í ár og stöðuvötn þannig að nú er sjórinn pakkfullur af ferskvatnsfiskum og ferskvatnshvölum. En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Megasi keisara, að skrásetja skyldi alla drykkina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Gylfi Ægisson var blandstjóri í Stúdjó Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta stjaksetja sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Rúnar Þór úr Litlu Hraunum frá Hótel Borg upp í Morgunblaðshús, til borgar Davíðs, sem heitir Hádegismóar, en hann var af ætt og kyni Davíðs,að láta skrásetja sig ásamt Maríu hjákonu sinni, sem var þung. En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. Ældi hún þá bjór sinn frumdrukkinn, sagði hann vondan og lagði hann í fötu, af því að eigi var romm handa þeim í gistihúsi. En í sömu byggð voru barþjónar úti í haga og gættu um nóttina drykkja sinna.Og vörður laganna stóð hjá þeim, og dýrð Áfengis ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög fullir, en löggimann sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag afréttari færður, sem er Hristur og hrærðu, í Mogga Davíðs.Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna gubb vont, lagt í fötu. Og í sömu svipan var með löggumanninum fjöldi himneskra hljómsveita, sem lofuðu stuð og sögðu: Dýrð sé stuði í Hádegismóum, og fiður á Davíð og mönnum sem hann hefur velþóknun á. Þannig hljóðar hið heilaga stuðspjall. Og þegiðu svo!