— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Ívar Sívertsen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skáldjöfur.
Pistlingur - 4/12/04
Uppáhalds rokkplöturnar mínar

Hér ætla ég að birta lista yfir þær rokkplötur sem mér þykja skemmtilegastar. Einnig er umfjöllun um hverja og eina að meira eða minna leiti. Það má vera að einhverjar upplýsingar séu rangar en þetta er það sem ég man og ef það er vitlaust þá verður að hafa það...

Það virðist vera lenska á bloggsíðum og öðrum vefdagbókum að fólk býr sér til alls konar lista. Einhvern tímann var það 100 atriði um mann sjálfan. En nú hafa einhverjir tekið upp á því að setja saman lista yfir 10 uppáhalds rokkplöturnar þeirra. Ég ætla mér sko ekki að vera eftirbátur þar! Ég nefni fyrst hljómsveit, síðan plötu og svo lykillög plötunnar.

<b>10. Nirvana - Nevermind</b> - Smels like teen spirit, Something in the way
Ein af mögnuðustu plötum rokksins. Lagasmíðar góðar og tilfinningaríkar og eldast vel en eru samt fljótar að verða þreytandi vegna þess að manni hættir til að ofspila plötuna.

<b>9. Pink Floyd - Atom Heart Mother </b>- Atom Heart Mother suite
Þessa plötu þekki ég reyndar ekkert sérstaklega vel nema ef vera skyldi vera verkið Atom Heart Mother sem er 21 mínútu langt. Ég hef alltaf verið sökker fyrir löngum sækadelískum tónverkum sem hafa samt melódíu í sér.

<b>8. Kiss - Lick It Up</b> - Lick it up, A million to one, All hell's breaking loose
Tímamótaverk þessarar hljómsveitar þar sem þarna voru þeir í fyrsta sinn lausir við málninguna úr andlitunum. Lögin skemmtilega og mixið alger snilld.

<b>7. Black Sabbath - Black Sabbath</b> - Black Sabbath, The Wizard
Einhvert svakalegasta byrjendaverk hljómsveitar. Lögin drungaleg og kyngimögnuð. Titillagið lætur engan ósnortinn. Sveitin markaði ekki bara sér skýra stefnu heldur margra hljómsveita sem á eftir komu og sumar þeirra sem eru að í dag líta mikið upp til Sabbath.

<b>6. Rush - Moving Pictures</b> - Tom Sawyer, Red Barchetta, YYZ, Limelight
Þessir Kanadamenn eru stórkostlegir tónlistarmenn og spila betur en margir í rokkinu. Þeir hefa gefið út margar plötur og það eina sem háir þeim í seinni tíð er stöðnun í lagasmíðum. Þessi plata númer 9 í röðinni ef tónleikaplötur eru taldar með. Það var reyndar erfitt að velja úr plötu með þeim því á hverri plötu eru lög sem eru rosalega góð.

<b>5. Soundgarden - Superunknown</b> - Black hole sun, Superunknown, Spoon man.
Tímamótaverk í rokksögu heimsins væri kannski fullmikið sagt en stórkostlegt stykki. Lögin eru flott og hljóðfæraleikurinn til mikillar fyrirmyndar. Söngur Chris Cornell er kraftmikill og hrífur mann með sér.

<b>4. Ozzy Osbourne - Diary of a mad man</b> - Diary of a mad man, S.A.T.O., Over the mountain, Little dolls.
Þessi söngvari Black Sabbath hefur ætið látið mikið á sér bera. Þegar hann hætti í þeirri frómu sveit fannst mörgum hann vera að svíkja málstaðinn og snéru baki við honum. En aðrir tóku honum fagnandi. Margir telja að hann hafi poppast við það að fara sóló en ég er á öðru máli. Þessi plata er númer 2 hjá kallinum og finnst mér hún ein sú besta úr hans ranni.

<b>3. Egó - Í mynd</b> - Fjöllin hafa vakað, Mescalin, Dauðakynslóðin
Önnur plata þessarar frábæru hljómsveitar. Bubbi upp á sitt besta og allt eins og það á að vera í Bubbísku rokksamhengi. Þarna urðu tveir algerir hittarar, Fjöllin hafa vakað og Mescalin en færri kannast við Dauðakynslóðina sem er djúp pæling.

<b>2. Whitesnake - Slip of the Toungue</b> - Slip of the toungue, Fool for your loving, Wings of the storm, The deeper love, Judgement day
Whitesnake var á sínum tíma stofnuð upp úr rústum Deep Purple. David Coverdale sem þá var söngvari Purple lenti í einhvrjum útistöðum við líklega Gillan og Blackmore og því var sett nýtt nafn á bandið. En Coverdale sem oft hefur verið nefndur ofur-súkkulaði-töffari þungarokksins er sama marki brenndur og Richie Blackmore, getur sjaldnast unnið með sama liðinu í lengri tíma. En lænöppið sem sem er á þessari plötu er næstum því það sama og á plötunni á undan sem hét 1987. Nema hvað að þarna er meistari Steve Vai kominn að spila þar sem Adrian Vandenberg þá aðalgítarleikari handleggsbrotnaði í hjólabrettaslysi. Vai gerði mikið fyrir þessa plötu og hljómsveitina í heild. Sveitin kom til Íslands í kjölfar útkomu þessarar plötu og héldu tvenna tónleika. Ég fór á þá fyrri og voru þeir stórkostlegir. En á þeim seinni var Coverdale „lasinn“ og þá var bara búið til sólótónleikar fyrir hina hljóðfæraleikarana og svo tók Pétur W. Kristjánsson heitinn Wild Thing með þeim. En platan rennur þétt í gegn og því líkt sánd er vart að finna á plötum frá þessum tíma.

<b>1. Yes - Fragile</b> - Öll lögin!
Yes var stofnuð fyrr en elstu menn muna, eru enn að og verða líklega spilandi þar til sá síðasti fellur í gröfina. Þessi plata er full af því sem ég nefndi áðan að ég væri sökker fyrir, löng og kaflaskipt tónverk með sækadelískum áhrifum. Þarna eru lög sem eru 8 - 10 mínútur með nokkrum undantekningum. Yes hefur ávallt þótt vera leiðandi í svo kölluðu Prog rokki eða sinfóníurokki eins og íslenskir poppspekúlantar hafa kallað það. Gítarleikarinn Steve Howe er klassískt menntaður og fyrir vikið vinsæll sessjonspilari. Chris Squire skilst mér að sé bara venjulegur gutlari með mikla hæfileika. Hann alla vega á fantabassalínur í lögum á borð við Roundabout og Heart of sunrise. Rick Wakeman var í klassísku píanónámi þegar hann fór að fikta við rokkið en hann taldi framtíð sína falda í klassíkinni. En þegar hann var kominn í alvöru hljómsveitir áttaði hann sig og hefur síðan verið einn besti sessjonhljómborðsleikari heims síðan hann byrjaði að spila. Trommarinn Bill Bruford hefur alltaf verið jazztrommari og vill ekki vera neitt annað en jazztrommari. En hann var sjanghæjaður í þetta rokkband með þeim orðum að hann mætti jazza trommurnar. Það gefur tónlistinni skemmtilegan blæ og lætur lögin verða að jafnvel enn meiri tónverkum þar sem ekki er um að ræða þetta venjulega úmmpakk sem allir voru með þá. Síðast en ekki síst skal nefna söngvarann Jon Andersson. Feykihá tenórrödd hans er glassúrinn á þennan tónlistarsnúð. Hann hefur gríðarlega vítt raddsvið og fer mikinn í lögum Yes. Aðalsmerki Yes er flóknar útsetningar og mikið af raddaleikfimi. Hljómsveitir á borð við Queen tóku áhrifunum fagnandi og má sem dæmi nefna að Bohemian Rhapsody er undir sterkum áhrifum frá Yes. Enn þann dag í dag má heyra áhrif í popp og rokktónlist frá Yes, enda hljómsveitin í fullu fjöri. Miklar mannabreytingar hafa orðið í Yes í gegnum tíðina eins og títt er með aldraðar hljómsveitir en í dag starfar Yes sem eins konar hljóðgjörningssveit því að flestir af meðlimum sveitarinnar í gegnum tíðina eru í henni núna og spila allir í einu en mynda einhverja þéttustu heild sem hugsast getur enda örugglega 10 - 15 manns á sviðinu og allir að spila á rafmagnshljóðfæri.

Ég hvet aðra til að gera eins og ég og skrifa um uppáhalds rokkplöturnar sínar

   (206 af 287)  
4/12/04 10:01

Tigra

Snilld! Allt snildar hljómsveitir með snilldar lög! [Ljómar upp]

4/12/04 10:01

Vamban

Hmmm?

4/12/04 10:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Þú ert smekkrokkari, Ívar.
Yes eru einfaldlega óviðjafnanlegir, & Egó Í Mynd er sannköluð veisla fyrir vandláta. Þessi tvö atriði væru áreiðanlega einnig á mínum lista ef ég nennti að hripa hann niður.

4/12/04 10:01

Nelicquele

Já snilld.

4/12/04 10:02

Jóakim Aðalönd

Ég held ég hafi ekki hlustað á eina einustu af þessum plötum, utan þeirri í 10. sæti. Hmmm...

4/12/04 10:02

Smábaggi

Eru þær fyrstu verstar?

4/12/04 10:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Nú sé ég að það vantar eitt ell í athugasemd mína hér að ofan.
Læt það fylgja með hér, í stað þess að eyða því sem ég skrifaði.
- l -

4/12/04 11:00

Ívar Sívertsen

Smábaggi minn, þetta var niðurtalning. Það er alltaf gaman að lesa síðast um besta gripinn.

4/12/04 11:01

Amma-Kúreki

Líst vel á þessa sem hefur númerið 6 á lista hjá þér
við spilum hana bara á Næturgeltinum þegar að Spússan þín heyrir ekki til trúlega yrði hún ekki hrifin af ákveðnu lagi sem platan inniheldur

4/12/04 11:02

Ívar Sívertsen

Þú segir nokkuð amma

4/12/04 12:00

Amma-Kúreki

og þetta líka nú ertu pottþéttur á laginu
http://www.sacred-texts.com/pag/burning.htm

4/12/04 12:00

Lómagnúpur

Þegar hann stendur af suðaustan fellum við stundum rokplötur fyrir gluggana. Ég get ekki sagt að þær séu í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér.

4/12/04 12:01

Ívar Sívertsen

Alltaf ertu nú alveg frábær Lommi minn!

Ívar Sívertsen:
  • Fæðing hér: 11/8/03 12:21
  • Síðast á ferli: 22/6/23 12:25
  • Innlegg: 12356
Eðli:
Ákaflega fagur ungur maður með mikinn metnað og kann sig á allan hátt. (hann lærði það á kvöldnámskeiði hjá Bréfaskóla SÍS)
Fræðasvið:
Ég veit allt, get allt og kann allt en fer rosalega leynt með það og kann að fela það vel.
Æviágrip:
[i]Fæddur að handraðanesi á sóðbrókarströnd í Ristilfirði. Lést skömmu síðar. Reis upp frá dauðum eftir korter og bað um brauð. Eftir það var ekki aftur snúið. Hann hefur síðan verið ánetjaður Baggalúti og virðist ekkert vera að skána.Hann fékk sér fæðingarblett á kinnina skömmu áður en hann lét taka hann af sér. Hann hló skömmu eftir það. Ívar hefur nú hafið búskap á Eyðibýli á Auðkúluheiði. Hann hefur aldrei verið við kvenmann kenndur en hann er all oft kenndur. Sívertsenættin hefur lýst hann útlægan og krafist þess að hann afsali sér ættarnafninu og taki upp nafnið Nestrevís en hann hefur margsinnis hafnað því. Ef þú ert að lesa þetta ennþá þá ert þú líklega jafn skemmdur og Ívar... ef ekki skemmdari barasta. Ertu enn að lesa? Nei nú læt ég leggja þig inn á geðdeild! Það er ekki heilbrigt að lesa svona langt! Viltu hætta þessu! HÆTTU SEGI ÉG!!! Ef þú ert enn að lesa og finnur ekki fyrri vott af þreytu þá skal því bætt við að þegar Gestapó var opnað í árdaga þá gerðist Ívar fastagestur hið snarasta. Hann hefur æ síðan verið einn virkasti gestapóinn og ritað mikið. Hins vegar er ljóst að hann kemur til með að auka viðveru sína á Gestapó á komandi árum því nú hefur hann komið sér í innivinnu við tölvu. Ertu enn að lesa þetta? ÉG held svei mér að þú ættir í alvöru að leita þér hjálpar. Ég er löngu hættur að lesa þetta... ég veit ekki einu sinni hvað stendur eftir línu þrjú. En hvað um það. Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar og eiginlega svo mikið að það er ekkert salt eftir í sjónum, það lagði á flótta upp í ár og stöðuvötn þannig að nú er sjórinn pakkfullur af ferskvatnsfiskum og ferskvatnshvölum. En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Megasi keisara, að skrásetja skyldi alla drykkina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Gylfi Ægisson var blandstjóri í Stúdjó Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta stjaksetja sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Rúnar Þór úr Litlu Hraunum frá Hótel Borg upp í Morgunblaðshús, til borgar Davíðs, sem heitir Hádegismóar, en hann var af ætt og kyni Davíðs,að láta skrásetja sig ásamt Maríu hjákonu sinni, sem var þung. En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. Ældi hún þá bjór sinn frumdrukkinn, sagði hann vondan og lagði hann í fötu, af því að eigi var romm handa þeim í gistihúsi. En í sömu byggð voru barþjónar úti í haga og gættu um nóttina drykkja sinna.Og vörður laganna stóð hjá þeim, og dýrð Áfengis ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög fullir, en löggimann sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag afréttari færður, sem er Hristur og hrærðu, í Mogga Davíðs.Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna gubb vont, lagt í fötu. Og í sömu svipan var með löggumanninum fjöldi himneskra hljómsveita, sem lofuðu stuð og sögðu: Dýrð sé stuði í Hádegismóum, og fiður á Davíð og mönnum sem hann hefur velþóknun á. Þannig hljóðar hið heilaga stuðspjall. Og þegiðu svo!