— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Ívar Sívertsen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skáldjöfur.
Pistlingur - 3/12/04
Je alle óxla döö

Í gegnum tíðina hef ég haft gaman af því að hlusta á fólk tala. Ég fylgist grannt með málfari þess og skemmti mér oftar en ekki yfir ambögum og rangmælum ungmenna. Einnig hef ég verið að fást við hljóðfræðirannsóknir á málfari ungmenna.

Ég var staddur í verslunarmiðstöð og sat á bekk. Á bekknum fyrir aftan mig sat unglingsstúlka sem talaði í farsíma - hún talaði það hátt að það fór ekkert fram hjá fólki hvað var á seyði. Hún ræddi opinskátt um einkalíf sitt og athafnir sem ekki verða nefndar hér fyrir siðsemissakir. Hún nefndi eitthvað um að hún hefði ekki stungið undan vinkonu sinni heldur hefði hann bara komið til sín. Símtalið var mjög langt. En það sem ég hjó meira eftir í símtali þessu (og nú var ég farinn að átta mig á því að ég var farinn að hlusta á símtal sem mér kom nákvæmlega ekkert við en ég gat ekkert gert að því) var að í nánast hverri setningu kom stúlkan fyrir einhverju sem ég vil kalla nýyrðum í íslensku.

DÆMI 1: je alle sko fór til hennar og sagði henni sko óxla mikið að döö hún hefði ekkert gert og je alle bara döö. En hann sko alle bara kom ekkert alle óxla döö.

Orð á borð við je, alle, óxla og döö hljómuðu ákaflega asnalega fyrir mér og langaði mig mest að snúa mér við til að fá orðskýringar. En hún hélt áfram

DÆMI 2: Ensko, hún bara alle var bara alle döö út af honum og hann óxla pissd eikka. Je alle óxla döö og alle óxla gegt fúl.

Enn komu ný orð. Ensko, pissd, eikka og gegt. Þegar símtalið hafði varað í um það bil stundarfjórðung virtist stúlkan átta sig á því að ef hún lækkaði ekki róminn yrði farið að selja aðgang og fólk með popp og kók myndi setjast í kringum hana. Hún dreif sig að klára símtalið og sleit því. Hún stóð upp og sagði: Skemmtilegt símtal? Og ég í kurteisi minni svaraði: Ha? símtal hvað?

En eftir sat ég með hausinn fullan af nýyrðum. Ég vil því óska eftir hjálp ykkar félagar við að útskýra þessi orð.

Orðin: je, alle, óxla, döö, ensko, pissd, eikka og gegt

Ég held að ég geti ekki heilum á mér tekið nema ég fái viðunandi skýringar á þessum orðum.

   (218 af 287)  
3/12/04 03:00

Tina St.Sebastian

"Je" þýðir (að ég held) "Vér"
"Alle" er greinilega dönskusletta.
"Óxla" er röng beyging orðsins "yxna"
"Döö" er örugglega prentvilla hjá þér, þar sem orðið "Doj" á sér langa hefð í málinu, í merkingunni "Reður"
"Ensko" er framburðarfrávik á orðinu "Innskot"
"Pissd" er komið úr engilsaxnesku og þýðir "Reiður" eða "Pirraður"
"Eikka" er gamalt sænskt orð yfir hamagang ýmisskonar, þó einkum glímu.
"Gegt" er notað sem áherzla. Gott dæmi er "Ívar er 'gegt' ruglaður, hann veit ekki hvað 'gegt' þýðir"

Annars geta Samdra Kim og bauv örgla skýrt þetta betur.

3/12/04 03:00

Vímus

Ka eaðe ma, édn kattikki atal egva?
Émensko édn eðsko vá! Egget smá gamall sko!

3/12/04 03:01

bauv

,,Annars geta Samdra Kim og bauv örgla skýrt þetta betur" Ekki get ég séð hvað þetta þýðir!

3/12/04 03:01

Tina St.Sebastian

"örgla" er gott og gilt orð. Það er andstæða orðsins "trauðla"

3/12/04 03:01

Montessori

Er þetta ekki esperantó með finnskum hreim?

3/12/04 03:01

Smábaggi

Ég hata þessar sauðheimsku táningsstelpur.

3/12/04 03:02

Skoffín

Þúst, ébbra fattiggi zonna dæmi sko. Þúst, hún ebbra fokking gelgja og ððúst, þaerbariggi hægt að fattana zko! Djöstíkinmar!

3/12/04 04:01

Sundlaugur Vatne

je'ldú skiljir 'etta ekki rétt, Ívar minn. Ég leyfi mér að koma með viðbót við orðskýringar frk. St. Sebastian og legg síðan til að vísindaleg vinna fari af stað og sjái hvort einhver okkar skýringa á við rök að styðjast.

Je: hluti gamals viðlags: "sí loffs jú je, je, je"
alle: breiðgata sbr.: Rosenörns allé
óxla, hornfirzka: axlir
döö: gæti verið döpur eða Djö****, eftir atvikum
ensko: þér hefur mistheyrzt kæri hr. Sívertsen, hún hefur sagt "enska"
pissd: snyrtilegt orð fyrir útmiginn.
eikka: gælunafn stúlku sem heitir Eirika.
gegt: hér er nýyrði og er þátíð sagnar sem þýðir að ganga skakkur.

3/12/04 04:01

Ívar Sívertsen

En það er ekki nóg að koma með skýringar á stökum orðum. Nú vil ég fá setningarnar þýddar á mannamál!

3/12/04 04:01

Montessori

Að mínu mati útleggst þetta þá svona: "Eiríka þarf að kasta hlandi og er orðin mjög döpur yfir því, við skulum ganga skakkt yfir Axlargötu. Je!"

Ívar Sívertsen:
  • Fæðing hér: 11/8/03 12:21
  • Síðast á ferli: 22/6/23 12:25
  • Innlegg: 12356
Eðli:
Ákaflega fagur ungur maður með mikinn metnað og kann sig á allan hátt. (hann lærði það á kvöldnámskeiði hjá Bréfaskóla SÍS)
Fræðasvið:
Ég veit allt, get allt og kann allt en fer rosalega leynt með það og kann að fela það vel.
Æviágrip:
[i]Fæddur að handraðanesi á sóðbrókarströnd í Ristilfirði. Lést skömmu síðar. Reis upp frá dauðum eftir korter og bað um brauð. Eftir það var ekki aftur snúið. Hann hefur síðan verið ánetjaður Baggalúti og virðist ekkert vera að skána.Hann fékk sér fæðingarblett á kinnina skömmu áður en hann lét taka hann af sér. Hann hló skömmu eftir það. Ívar hefur nú hafið búskap á Eyðibýli á Auðkúluheiði. Hann hefur aldrei verið við kvenmann kenndur en hann er all oft kenndur. Sívertsenættin hefur lýst hann útlægan og krafist þess að hann afsali sér ættarnafninu og taki upp nafnið Nestrevís en hann hefur margsinnis hafnað því. Ef þú ert að lesa þetta ennþá þá ert þú líklega jafn skemmdur og Ívar... ef ekki skemmdari barasta. Ertu enn að lesa? Nei nú læt ég leggja þig inn á geðdeild! Það er ekki heilbrigt að lesa svona langt! Viltu hætta þessu! HÆTTU SEGI ÉG!!! Ef þú ert enn að lesa og finnur ekki fyrri vott af þreytu þá skal því bætt við að þegar Gestapó var opnað í árdaga þá gerðist Ívar fastagestur hið snarasta. Hann hefur æ síðan verið einn virkasti gestapóinn og ritað mikið. Hins vegar er ljóst að hann kemur til með að auka viðveru sína á Gestapó á komandi árum því nú hefur hann komið sér í innivinnu við tölvu. Ertu enn að lesa þetta? ÉG held svei mér að þú ættir í alvöru að leita þér hjálpar. Ég er löngu hættur að lesa þetta... ég veit ekki einu sinni hvað stendur eftir línu þrjú. En hvað um það. Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar og eiginlega svo mikið að það er ekkert salt eftir í sjónum, það lagði á flótta upp í ár og stöðuvötn þannig að nú er sjórinn pakkfullur af ferskvatnsfiskum og ferskvatnshvölum. En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Megasi keisara, að skrásetja skyldi alla drykkina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Gylfi Ægisson var blandstjóri í Stúdjó Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta stjaksetja sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Rúnar Þór úr Litlu Hraunum frá Hótel Borg upp í Morgunblaðshús, til borgar Davíðs, sem heitir Hádegismóar, en hann var af ætt og kyni Davíðs,að láta skrásetja sig ásamt Maríu hjákonu sinni, sem var þung. En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. Ældi hún þá bjór sinn frumdrukkinn, sagði hann vondan og lagði hann í fötu, af því að eigi var romm handa þeim í gistihúsi. En í sömu byggð voru barþjónar úti í haga og gættu um nóttina drykkja sinna.Og vörður laganna stóð hjá þeim, og dýrð Áfengis ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög fullir, en löggimann sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag afréttari færður, sem er Hristur og hrærðu, í Mogga Davíðs.Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna gubb vont, lagt í fötu. Og í sömu svipan var með löggumanninum fjöldi himneskra hljómsveita, sem lofuðu stuð og sögðu: Dýrð sé stuði í Hádegismóum, og fiður á Davíð og mönnum sem hann hefur velþóknun á. Þannig hljóðar hið heilaga stuðspjall. Og þegiðu svo!