— GESTAPÓ —
Ugla
Fastagestur.
Dagbók - 1/11/04
Að vera töff.

Getur stundum mistekist herfilega.

Það byrjaði fyrir nokkru nýr kokkur í vinnunni hjá mér.
Einn daginn stóð ég í röð í mötuneytinu og var bara nokkuð lukkuleg með lífið. Var með þokkalega hreint hár og í sæmilega hreinum fötum og bara nokkuð ánægð með þetta allt saman!
Það var fiskur í matinn og kokkurinn sjálfur skammtar mér á diskinn og spyr svo hvort hann megi bjóða mér hvítlauskssósu ofan á fiskinn sem hann var að búa til rétt í þessu, voðalega góð sósa.
Ég þottist vera rosa gella og svaraði ískalt og sexý "konur eins og ég geta ekki tekið sjensin á því að úða í sig hvítlauk um hábjartan dag, það er aldrei að vita hvernær ég gæti þurft að kyssa einhvern..."
Hann horði á mig, grafalvarlegur, hallaði sér svo upp að mér og hvíslaði" ég er búinn að borða svo mikið af hvítlauk sjálfur að ég á ekki eftir að finna neina lykt af þér."
Ég brosti eins og auli til hans en honum stökk ekki bros á móti og ég skakklappaðist í sætið mitt.
Svona geta hlutirnir sprungið upp fyrirvaralaust í andlitið á manni.

   (2 af 4)  
1/11/04 05:01

Hvæsi

[Hlær í sig magaverk]
Það er til nýmóðins orð yfir aðstæður þínar.
Tekin!!!!!

1/11/04 05:01

Hundslappadrífa í neðra

Magnaður! Þessi maður er magnaður!

1/11/04 05:01

Heiðglyrnir

[Hlær hrútahlátri og fær sé hvítlaukstyggjó, Úje..!..]

1/11/04 05:01

Limbri

18 stig og rjómatertu handa kokknum !

Jedúddamía og allt sem er heilagt. Þetta var fyndið.

[Þurrkar hláturtárin af vöngunum]

-

1/11/04 05:01

Jóakim Aðalönd

Hohohoho! Gott!

1/11/04 05:01

blóðugt

Ég er svo aldeilis... þessi maður er, eins og Drífa sagði, magnaður!

1/11/04 05:01

Litli Múi

Helvíti góður kokkur.

1/11/04 05:02

Limbri

Æ, æ, æ. Þetta var jafn fyndið í annað sinn.

[Hlær svo mikið að hann ælir lunga og lifur]

-

1/11/04 05:02

albin

Mistekist? Mér sýnist það hafa tekist fullkomlega... hjá kokkinum

1/11/04 05:02

Hakuchi

Líttu á þetta út frá jákvæðum sjónarhóli. Þú hefur algerlega bjargað degi kokksins.

1/11/04 05:02

B. Ewing

Þetta var fyndin saga.

1/11/04 05:02

Anna Panna

Oooo svona aðstæður eru óþolandi, sérstaklega þegar maður upphugsar besta kombakkið (afsakið slettuna) 5 mínútum síðar.

1/11/04 06:00

Steinríkur

Þessi á skilið að fá Thule...

1/11/04 06:00

Hvæsi

Og jafnvel tvo Thule... Heppinn...

1/11/04 06:01

Ívar Sívertsen

Skelfilega fyndið atvik... en hvernig líður svo Uglu með þetta? Þessi kokkur situr nú kannski heima hjá sér alveg miður sín yfir því að hafa kannski spælt Uglu alveg ofboðslega. En sagan er góð engu að síður.

1/11/04 06:01

Ugla

Ég jafnaði mig nokkuð fljótt á þessu atviki en held ótrauð áfram við að reyna að slá hann út af laginu með alls konar hnyttnum athugasemdum og skotum.
Það hefur ekki tekist enn..!

1/11/04 06:01

Hvæsi

Mér sýnist á öllu að sama hvað þú reynir mun það mæta einstefnu. Þessi maður er greinilega snillingur.

1/11/04 06:01

Hexia de Trix

[Þurrkar tárin og reynir að slétta úr broshrukkunum] Ah, þetta var alveg yndislegt!

En Ugla mín, ef þið eruð bæði einhleyp, afhverju býðurðu honum ekki bara út? Bara svona blátt áfram? Vertu samt tilbúin með eitthvað svalt svar ef hann skyldi segja nei. Eða jafnvel bara segja „Maður veit ekki nema maður spyrji“ og brosa svo blítt.

Segi það enn og aftur, bjóddu honum út!

1/11/04 06:01

Nermal

Já... kanski maður gerist bara kokkur

1/11/04 06:01

Hvæsi

Skál ! [Brosir allann hringinn]

1/11/04 06:02

Hakuchi

Já, þetta gæti verið upphafið á fagurri vináttu.

1/11/04 06:02

Ugla

Góð hugmynd hjá þér Hexia!
Maðurinn minn gæti þó átt það til að væla eitthvað ef ég hrinti henni í framkvæmd...
Rosalegur mórall oft í honum!

1/11/04 06:02

Hakuchi

Ja hjarna. Mig sem rámar í að þú hafir löngum kvartað yfir karlmannsleysi hér á lútnum. Ellegar er ég farinn að kalka eitthvað?

[Gleypir ginseng hylki og svolgrar í sig lýsi]

1/11/04 06:02

Ugla

Ég kvarta nú yfir svo mörgu að það er ekki nokkur leið fyrir mig að halda utan um það...

1/11/04 07:00

dordingull

Var fiskurinn góður eða átti sósan að hylja ýldulyktina?

1/11/04 07:00

Aulinn

Snilld, þessi saga er snilld. Er búin að grenja úr hlátri í korter!

1/11/04 07:00

Sæmi Fróði

[Hlær hrossahlátri] Þessi var með þeim betri.

Ugla:
  • Fæðing hér: 2/2/04 16:08
  • Síðast á ferli: 18/1/07 13:12
  • Innlegg: 121