— GESTAPÓ —
Rasspabbi
Fastagestur.
Dagbók - 1/12/04
Fráhvarf

Hvarf frá Baggalút og Íslandi í nokkra daga

Sæli Bagglýtingar, Rasspabbi heilsar ykkur á þessum fagra degi Baggalútsins.

Þegar maður hverfur, sama hve tíminn er langur, verður ekki komist hjá því að verða fyrir ýmsum áhrifum frá því að njóta ekki Baggalúts daglega.
T.d. finnst mér orðaforði minn hafa borið verulegan skaða af því að missa heila 10 daga frá Lútnum.
Mér hrýs hugur við hvað hefði getað gerst ef dagarnir hefðu verið fleirri.

En hver er ástæða hvarfsins? Hvaða sturlun dró mig burt frá lyklaborðinu og út í fjarlægan heim?

Svarið er sjúkleg fíkn við að renna sér á breiðri fjöl niður snævi þaktar brekkur í Frakklandi.
Veðrið var yndislegt, rauðvínið ljúft, timburmenn og skandalar dásamlegir.
Ógleymanleg stund í faðmi frönsku alpanna.

Svo er það eitt annað sem er alveg hreint meiriháttar.

Á meðan dvöl minni stóð kyngdi niður snjó í íslenskum brekkum, sem eru reyndar eins og Arnarhóll í samanburði við alpana, var heiðskýrt og sól allan tímann úti. Hvorki skýhnorði sást á himni eða þá að eitt einasta snjókorn hafi vogað sér að falla ofan af himnum í nær berrassaðar hlíðarnar.
Fór brettið mitt mjög illa í þessum aðstæðum og verður það jarðsungið næsta fimmtudag. Blómar og kransar afþakkaðir en fjármagn fyrir nýju bretti vel þegið.
Þó komst ég hjá stórum meiðslum en náði mér samt í þrælkröftugt kvef sem myndi leggja minni menn í bælið emjandi og hóstandi kjarnorkugrænum kverkaskít.

Talandi um að taka með sér minjagrip úr ferðalagi... heldur hefði ég viljað vera laus við kvefið en það þýðir ekki að fást um það. Ég verð bara að tala við kúnnana með horið lekandi úr vitum mínum.

   (8 af 17)  
1/12/04 20:01

Heiðglyrnir

Vont með brettið, en frábært að fá þig heilan heim, skítt með kvefið, "you are from Iceland" þetta hljómar eins og um skemmtilega ferð hafi verið að ræða, þú vonandi skrifar eitthvað um æfintýrin, velkominn heim á Baggalút

1/12/04 20:01

Vestfirðingur

"Veðrið var yndislegt...ógleymanleg stund...dásamlegir..."

Hvenær hættu menn eiginlega að skrifa læsilegan íslenskan texta?
Við erum kanski í nýju trend í niðurlægingarferli íslenskunnar?

Kannski er þetta óður til meðalmennskunnar? Veit það bara ekki. Munið bara að rækta þetta egóístíska og sjálfhverfa í ykkur eins og ég. Mér tókst þó næstum að standa undir nafni og móðga að minnsta kosti einn truflaðan aðila í dag. Heldur slælegur árangur samanborið við Heiðbjörn Hafralóns sem tókst að eyðileggja jólin með því að gefa afa sínum og föður sameiginlegar nærbuxur.

1/12/04 20:01

Nornin

Aha... skíða niður brekkurnar í Ölpunum... dásamlegt! Ég á það eftir en ég skelli mér oft á skíði engu að síður... ein skemmtilegasta útivist sem um getur!

1/12/04 20:01

Skabbi skrumari

Velkominn til baka...

1/12/04 20:02

Smábaggi

Blessaður, gaman að sjá þig. Vestfirðingur, ég var að vona að þú myndir standa við orð þín og hverfa af Lútnum?

1/12/04 21:00

Júlíus prófeti

Já, hvað er annars að frétta af þessum eldvegg sem átti að halda Vestfirðingum alfarið frá.

1/12/04 21:01

Órækja

Hann brann víst til grunna.

En það er ánægjulegt að Rasspabbi sé kominn aftur í barm hinnar stóru Baggalútísku móður.

Rasspabbi:
  • Fæðing hér: 31/1/04 14:34
  • Síðast á ferli: 12/11/15 12:13
  • Innlegg: 239
Eðli:
Rassfaðirinn er hinn vænsti karl og er ekkert klúr.
Fræðasvið:
Einkar ófróður um það sem fróðlegt þykir en þeim mun fróðari um ófróðlega hluti.Sem sagt, ófróður fræðamaður.
Æviágrip:
Ævin hófst líkt og hjá hverjum örðum ómerkilegum Íslending, með öskrum og látum.Skrölt í gegnum skóla af mis miklum áhuga og angur frá eldri nemendum. Ekki má þó kalla Rasspabba tossa eða letningja því hann er þokkalegur þegar hann vill og nennirNú til dags heldur Rasspabbi sig gjarnan í nánd við lítinn flugvöll á einum af mörgum útnárum Íslands.