— GESTAPÓ —
Rasspabbi
Fastagestur.
Dagbók - 2/11/03
Að vinna um jól og slíka daga

Það verður þá í fyrsta sinn og ekki það síðasta

Þannig já.

Það hefur lengi legið fyrir að ég þyrfti að vinna um jólin. Þó er það fyrst ljóst fyrir mér núna. Þetta er nefninlega mín helgi í vinnuni.
Jújú, fríheit og fínerí á Þolláknum en hverjum er svo sem ekki sama?
Að maður geti ekki fengið að liggja í friði og blása og stynja vegna ofáts. Með nýja húfu á hausnum í sófasettinu er nær óhugsandi.

Er þetta eitt af því sem fylgir því að fullorðnast?
Ef svo er þá segi ég stöðu minni sem fullorðnum einstakling lausri og óska ég eftir lausu plássi sem ofdekraður krakkaskítur með 40.000 króna Playmobil-lest, þrjá fjarstýrða bíla, kíló af konfekti og öðru kruðeríi o.m.fl.

Svo ég snúi mér aftur að vinnuni.
Nú hef ég unnið tvær verslunarmannahelgar í röð, þegar vel felstir eru í fríi með ákavítisflöskuna í annari og hlandvolga Kókómjólk í hinni, veltandi um sveitir þessa lands -alsælir.
Svo vann ég síðustu áramót.
Það var sérstakt.
Aldrei hefði mig grunað að jafn snyrtilegt fólk gæti verið jafn óspennandi og óaðlaðandi. Að horfa á blindhaugafullan pöpulinn með alsgáðum augum var nýlunda. Vakti mig til umhugsunar um sjálfan mig.

Hvað um það.

Við ykkur sem fáið að liggja í móki heima hjá ykkur segi ég: SKÁL og megið þið hafa það sem allra best um jólin og étið yfir ykkur.

   (10 af 17)  
2/11/03 23:00

Hakuchi

Þetta er ljóta vinnan sem þú ert í. Það er hreinlega verið að taka þig í rass*****. Þú ættir að íhuga að skipta um starf.

Glæpsamlegt að þurfa að missa af jólum. Þú hefur samúð mína.

2/11/03 23:01

Órækja

Þú hefur samúð mína og skilning. Ég japla á köldum matarbakka þér til samlætis um helgina kæri vin.

2/11/03 23:01

Jóakim Aðalönd

Já, sendi þér baráttukveðjur um jólin.

2/11/03 23:01

hundinginn

Ljóta klúðrið!
Sjálfur þurfti jeg að vera að keyra upp við Kárahnjúka í 30 gráðu gaddi og hríð um síðustu jól og áramót. Svo nú verður bata slakað á í hlýjunni heima. Gleðileg jól.

2/11/03 23:01

Dillinger

Ég þarf einmitt líka að vinna um jólin, og hef gert það síðastliðin 5 jól, þannig þú hefur allann minn skilning og náttrulega samúð.
Og já Gleðileg Jól.

3/11/03 00:00

Rasspabbi

Já takk fyrir samhuginn. Ég er djúpt snortinn. *sýgur upp í nefið og þurrkar lítið tár*

Rasspabbi:
  • Fæðing hér: 31/1/04 14:34
  • Síðast á ferli: 12/11/15 12:13
  • Innlegg: 239
Eðli:
Rassfaðirinn er hinn vænsti karl og er ekkert klúr.
Fræðasvið:
Einkar ófróður um það sem fróðlegt þykir en þeim mun fróðari um ófróðlega hluti.Sem sagt, ófróður fræðamaður.
Æviágrip:
Ævin hófst líkt og hjá hverjum örðum ómerkilegum Íslending, með öskrum og látum.Skrölt í gegnum skóla af mis miklum áhuga og angur frá eldri nemendum. Ekki má þó kalla Rasspabba tossa eða letningja því hann er þokkalegur þegar hann vill og nennirNú til dags heldur Rasspabbi sig gjarnan í nánd við lítinn flugvöll á einum af mörgum útnárum Íslands.