— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
albin
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/11/05
Niðurskurður

Nú verður skorið niður!

Kæru gestapóar nær og fjær. Nú er svo komið að ekki verður lengur frestað því að herða sultaólina og hefja óbærilegan niðurskurð. Gæluverkefnum verður slegið á frest og fjármunir færðir milli verkefna. Stærsta gæluverkefnið sem ég kem til að skera niður af verulega brýnni nauðsyn er jólagjafalisti gestapó. Það verkefni er einfaldlega of stórt í sniðum fyrir minn efnahag. Eftir alla þá vinnu að prenta út lista yfir heimavarnarliðið og flokka eftir póstnúmerum og sortera á hina ýmsu vegu. Áætla allveglega jólagjöf á hvern og einn gestapóa og gera ýtarlega kostnaðaráætlun kom sú sorglega niðurstaða í ljós að verkefni þetta er allt of kostnaðarsamt. Ég vona að endurskoðandinn lofi mér samt að senda ykkur jólakveður einhvern tíman fyrir jól.

En nóg um það, nú ætla ég að setjast í glænýja rándýra dádýraleður leisíboj stólinn minn og horfa á eitthvað skemmtilegt í splunkunýja brjálæðislega dýra 50" flatsjónvarpinu og njóta hljómgæðanna í geðveikt flotta og dýra heimabíókerfinu sem ég lét iðnaðarmennina tengja um leið og þeir settu upp tölvustýrða ljósakerfið og rafstýrðu gluggatjöldin, sem er búið að fresta vikum saman að setja upp því það tók svo langan tíma að leggja sér innflutta parketið sem er æðislega flott. Það er úr nærri útdauðri harðviðar tegund, þess vegna kostaði það svona mikið. En það er alveg í lagi því það fer ótrúlega vel við nýju málverkin og sérsmíðuðu innréttinganna sem arkitektinn hannaði fyrir mig.

Góðar stundir.

   (12 af 62)  
2/11/05 20:00

krossgata

Ég veit ekki af hverju [smá hvít lygi], en mér finnst þetta hrikalega fyndið. En njóttu vel karlinn.
[Blikkar]

2/11/05 20:00

Dula

Já það er dýrt að fá sé lífsnauðsynjar.......take only what you need to survive.....það hef ég alltaf sagt.

2/11/05 20:00

Carrie

Fæ ég þá enga jólagjöf frá þér? En Hlerunarstofnuninni?
[Brestur í óstöðvandi og óhuggandi grát]

2/11/05 20:00

Kondensatorinn

Algjört lágmark að íbúðin sé þokkalega vistleg.

2/11/05 20:00

albin

Ussss... [Hvíslar hughreystandi orðum að Carrie um allar glæsilegu gjafirnar sem starfsmenn hlerunarst0fnunar fá.]

2/11/05 20:00

Salka

Heyrðu. Fyndinn ertu og kaldhæðinn.
Þá bara býður þú okkur í jólapartý í æðislega flottu tæknivæddu íbúðinni þinn. Það er flottasta jólagjöfin.
En vel á minnst hvar eru jólakveðjur Ritstjórnarfulltrúa Baggalúts?

2/11/05 20:00

Jóakim Aðalönd

Þetta er allt í lagi. Ef maður hefur ekki leyfi til að splæsa svolítið á sjálfan sig, til hvers er þetta allt saman þá?

[Fær hroll]

2/11/05 20:00

Regína

[Býður spennt eftir jólapakkanum frá hlerunarstofnun.]
Gættu þín nú að týna ekki fjarstýringunni að ljósakerfinu svo þú sitjir ekki í myrkrinu.

2/11/05 20:00

Rýtinga Ræningjadóttir

Og ég sem var að teikna yfirvaraskegg á alla kallana á fínu jólakökuboxunum hennar mömmu og brenna jólagjafir seinasta árs.

Nei, nú ertu alveg búinn að skemma það. Engir harðir aukapakkar með flatskjá og heimabíói og nýrri fartölvu? Svei, jólaskapið mitt er ónýtt. [Frekjast verulega]

2/11/05 20:01

B. Ewing

[Finnur takka. Gardína upp.... Gardína niður.... Gardína upp.... Gardína niður.... Gardína upp.... Gardína niður.... Gardína upp.... Gardína niður.... Gardína upp.... Gardína niður.... Gardína upp.... Gardína niður.... Gardína upp.... Gardína niður.... Gardína upp.... Gardína niður.... Gardína upp.... Gardína niður.... Gardína upp.... Gardína niður.... Gardína upp.... Gardína niður.... o.s.frv.]

2/11/05 20:01

Vladimir Fuckov

Oss ljetti mjög við að sjá að eigi er um að ræða niðurskurð hjá Hlerunarstofnun. Skál !

2/11/05 23:01

Heiðglyrnir

Gleðilega hátíð Albin minn...Skál.

albin:
  • Fæðing hér: 11/8/03 11:19
  • Síðast á ferli: 16/12/23 09:55
  • Innlegg: 3545
Fræðasvið:
Sjálfmenntaður í ScrewDriver... sem er eftirlætis svaladrykkurinn, en drekk þó ekki nærri nóg af honum. Ég hef víðtæka þekkingu á skotvopnum ætluðum til verka á lengra færi sem og í návígi.
Æviágrip:
Ég hef alla tíð verið þorpari, fól og fantur.