— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
albin
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 3/12/05
Í leit að vitsmunalífi.

Stutt skýrsla um fjarlægan rannsóknarleiðangur.

Mannkynið hefur langa lengi langað til að sanna tilvist lífsforms af einhverju tagi á öðrum plánetum. Vangaveltur um hverskonar lífsform gæti þrifist þar hafa verið miklar og velta menn vöngum yfir því hvort það sé þróaðra eða vanþróaðra.

Hér á baggalút hafa menn af og til haft spurnir af lífi úti í geimnum (lesist úti á netinu) og hafa fundist einhverskonar lífverur á lítilli plánetu, nefnd Hu**i. Eins og allir vita hefur ekki fundist neitt vitsmunalíf þar, aðeins vottur af lítt þróuðum lífverum.
Ég fór í stuttan könnunarleiðangur um daginn á aðra litla plánetu kennda við lönd barna. Þetta var vægast sagt einkennileg könnunarför. Lífverurnar virðast vera flestar af sama kyni. Ef við myndum heimfæra lífverur þessar til okkar plánetu væru þessar lífverur líklega flokkaðar sem kvenkyns lífverur, aðallega vegna þess að hlutverk þeirra virðist fyrst og fremst vera að halda stofninum við. Þar sem förin var stutt og nokkuð áhættusöm gafst ekki tími til að rannsaka lífverurnar til hlítar. En sterkar vísbendingar gáfu til kynna að hugsanlega væru a.m.k. tvö kyn á plánetunni, ef ekki þrjú (vísbendingar fyrir þriðja kyninu voru afar veikar og þarf að rannsaka betur ef fjármagn fæst til annarrar farar).
Það virðist ekki vera alveg ljóst hver tilgangur hins kynsins er (sé það raunverulega til staðar) en klárlega eru mun færri einstaklingar sem gætu talist sem það kyn. Telja má þó nokkrar líkur á að tilgangur þess sé fyrst og fremst til aðstoðar viðkomu lífsformsins (gjarnan kallað "til undaneldis")

Þó að líf finnist nokkurt, voru engin skýr merki um vitsmunalíf að finna í för þessari. En þó mátti greina að einhverskonar tjáskipti eigi sér stað, ekki ósvipað og má finna í dýraríkinu.
Helstu merki tjáskipta eru ekki ósvipuð "Upp" varð mjög vart við þetta, en greiningar hafa ekki enn fundið úr því hvort þetta sé með samsvörun við t.d. "Muu", "Mee", "voff" eða jafnvel "Hoho"
Hélt ég í fyrstu að þetta væri óttamerki eða aðvörunarmerki tengda rannsnóknaför minni.
Ég vil ítreka það að hætta er mikil í slíkum förum og enginn ætti óreyndur að hætta sér í slíka hættuför. Nauðsynlegt er að vera í góðu andlegu formi, og leita sér sérfræðihjálpar sé staldrað of lengi við.

   (21 af 62)  
2/12/05 09:00

Vladimir Fuckov

Niðurstöður þessar eru í samræmi við það sem nú er nokkuð útbreidd skoðun, að líf geti verið tiltölulega algengt en vitsmunalíf mjög sjaldgæft [Veltir fyrir sjer þeirri stórmennskubrjálæðishugmynd að e.t.v. sje ekkert vitsmunalíf til utan Gestapó].

2/12/05 09:00

albin

Er það nokkuð svo mikil stórmennskubrjálæðishugmynd hjá þér. Þú þekkir það að lang flest gögn styðja þessa kenningu.

2/12/05 09:00

blóðugt

Auðvitað er ekkert vitsmunalíf utan Gestapó!

2/12/05 09:00

Jarmi

... og tiltölulega lítið af því innan þess.

2/12/05 09:01

Galdrameistarinn

Ég verð að segja að þetta var fróðleg lesning, en undirritaður fer lítið í svona könnunarleiðangra af ótta við að týna því litla viti sem honum hefur þegar áskotnast.

2/12/05 10:00

blóðugt

[Danglar í Jarma]

albin:
  • Fæðing hér: 11/8/03 11:19
  • Síðast á ferli: 16/12/23 09:55
  • Innlegg: 3545
Fræðasvið:
Sjálfmenntaður í ScrewDriver... sem er eftirlætis svaladrykkurinn, en drekk þó ekki nærri nóg af honum. Ég hef víðtæka þekkingu á skotvopnum ætluðum til verka á lengra færi sem og í návígi.
Æviágrip:
Ég hef alla tíð verið þorpari, fól og fantur.