— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
albin
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Sálmur - 5/12/04
Leirburður

Ég hef ekki samið margar vísur né ljóð um ævina, en það hefur þó komið fyrir.<br /> Þar sem ég var í þeim gír í kvöld að "reyna" ákvað ég að klína hér inn ögn meiri leirburði.<br /> Fyrri leirkúlan er frá því um '89-'90 um vinnufélaga sem klæjaði í nefið, og klóraði sér með hníf þar sem hendurnar voru í slori.<br /> Sú seinni er frá því í nóv '93 en þá var ég að beita í aukavinnu, og þig getið ykkur bara til um hvað ég gerði þegar ekki var unnið.<br /> <br /> Biðst annars velvirðingar á að braghættir eru ekki alveg með réttum hætti

Með hníf í hönd sér var að klóra,
heimskupör, það er alveg gefið.
Skrítið engan skyldi óra,
að hann skæri af sér nefið.

-------------------------------------------------

Stend ég við balann og beiti,
á kvöldi ég kverkanar bleyti.
Varla í vinnuna nenni,
vesæll með timburmenni.

   (41 af 62)  
5/12/04 17:01

Litla Laufblaðið

Ég kann ekki að gera svona, svo mér finnst þetta flott, það getur vel verið að þetta sé vitlaust en mér finnst ekki að það ætti að skipta svona miklu máli.

5/12/04 17:01

Sæmi Fróði

Þetta er skondinn leirburður hjá þér. Ef einhver setur út á bragfræðina þá segirðu bara að þú sért mikið betri í þessu núna!

5/12/04 18:00

Limbri

Þú færð fullt hús stiga hjá mér. Mér er líka nokkuð sama um bragfræðina.

-

albin:
  • Fæðing hér: 11/8/03 11:19
  • Síðast á ferli: 16/12/23 09:55
  • Innlegg: 3545
Fræðasvið:
Sjálfmenntaður í ScrewDriver... sem er eftirlætis svaladrykkurinn, en drekk þó ekki nærri nóg af honum. Ég hef víðtæka þekkingu á skotvopnum ætluðum til verka á lengra færi sem og í návígi.
Æviágrip:
Ég hef alla tíð verið þorpari, fól og fantur.