— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
albin
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 2/11/03
Skilmálar skv. reglugerð 1492b

Við frumskráningu er gengist við ofangreindri reglugerð.

Ég tók eftir því að eitthvað smávægilegt gekk á í dag, og innleggjum verið eytt , sem er bagalegt því þau voru mikilvæg sönnunargögn sem ég ætlaði að byggja mál mitt á. En þar sem þau hurfu áður en ég gat lesið þau hef ég ekkert til að byggja mál mitt á. Það er leitt.
Annars var ég að velta því fyrir mér hvernig sum vefsvæði fara út böndunum. Ef maður kíkir á vefsetur á borð við huga.is má gefa sér fljótlega þá mynd af notendum að flesti séu verulega ungir. Þar er líka viðkvæðið á þráðum að svara öllum innleggjum með svörum sem gætu litið svona út: "ertu vangefin... allir vita þetta" eða "Þú sökkar" og svo er rifist með álíka málefnalegum commentum. Er vottur af einhverju slíku að gerst hér? Manni gæti dottið það í hug(a). Miðað við að minnsta kosti http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=3554&highlight= [tengill] slatta [/tengill] af innlegjum hefur verið eytt.

Mér er minnisstæð (vegna þess að ég er nýbúinn að skoða) reglugerðin sem gangast þarf við til að fá að skrá sig.

Þau skrif sem hér birtast eru alfarið á ábyrgð höfunda og endurspegla ekki á nokkurn hátt skoðanir eða viðhorf aðstandenda Baggalúts.
Notendur samþykkja að hafa í frammi almenna kurteisi í skrifum sínum og koma á allan hátt drengilega fram hver við annan. Hverskyns dónaskapur, ofbeldi og svívirðingar eiga ekki heima á spjallrásum þessum. Verði notendur uppvísir að slíku verða þeir umsvifalaust útilokaðir frá frekari þátttöku í umræðum og þeim refsað grimmilega, með aðstoð miðla og særingarmanna.
Notendur samþykkja að upplýsingar um þá og skrif þeirra verði vistaðar í gagnagrunni. Slíkar upplýsingar verða að öllu jöfnu ekki afhentar öðrum án samþykkis notanda (nema gegn ríflegri greiðslu).

Ég persónulega hef reynt að hafa sem reglu að skrifa ekki níð um aðrar persónur (með örfáum undantekningum) á vefsíðum né drulla yfir notendur vefsvæða (gæti samt hafa brotið hana).

Þetta held ég að sé öllum holl pæling.
Ég vill taka það sterklega fram, að þessi pistlingur beinist ekki á nokkurn hátt að einstökum notendum hér né einstökum gjörðum/skrifum þeirra.

Lifið heil

   (51 af 62)  
2/11/03 02:02

hundinginn

albin minn. Þú sökkar...

2/11/03 03:00

Skabbi skrumari

ertu vangefinn... hehe, nei, í þessu máli er ég hjartanlega sammála, sem betur fer eru bara örfáir enn sem komið er sem leiðast alltaf út í blammeringar...

2/11/03 03:00

hundinginn

My point to!

2/11/03 03:00

Nafni

Hér myndi ég klóra mér í höfðinu ef ég gæti.

2/11/03 03:00

Finngálkn

Ég veit að þú ert að tala um fífl eins og mig. Ég hef nú reyndar oft verið viðbúinn því að það væri búið að loka á aðgang minn. Ég fer skammast mín stundum eftirá en í þessu háttalagi er bara innifalinn svo gríðarlegur losti að ekki er hægt að hætta þegar ógeðið seytlar um æðar manns... Af hverju ég hef enn ekki verið útilokaður veit ég: það segir sig sjálft að einhver í ritstjórninni er illa haldinn af pervertískum húmor og heldur þess vegna yfir mér hlífiskyldi.

2/11/03 03:01

albin

Finngálkn: Ég skil ekki hvers vegna í ósköpunum það ætti að útiloka þig.
Er möguleiki að þú hafir ekki lesið síðustu línurnar, því ég tók sérstaklega fram að ég væri EKKI að beina þessu gegn einhverjum sérstökum. Þó vissulega þetta geti átt við einn eða tvo :p

2/11/03 03:01

Finngálkn

Vertu nú ekki að tapa glórunni útaf þessu, það á að sparka í fífl. Þetta er allt saman afskaplega skemmtilegt. Ég er á engan hátt að reyna að afsaka framkomu mína, mér dettur það ekki í hug!

2/11/03 03:01

albin

Ég er ekki að tapa neinu, og vonandi engin hér.
Ég er viss um að þú finnur ekki marga rólegri en mig. *geysp*

2/11/03 03:01

Vladimir Fuckov

Vér erum sammála félagsriti þessu. Undanfarna daga hafa komið upp alltof mörg tilvik þar sem umrædd reglugerð hefur eigi verið höfð nógu vel í huga.

albin:
  • Fæðing hér: 11/8/03 11:19
  • Síðast á ferli: 16/12/23 09:55
  • Innlegg: 3545
Fræðasvið:
Sjálfmenntaður í ScrewDriver... sem er eftirlætis svaladrykkurinn, en drekk þó ekki nærri nóg af honum. Ég hef víðtæka þekkingu á skotvopnum ætluðum til verka á lengra færi sem og í návígi.
Æviágrip:
Ég hef alla tíð verið þorpari, fól og fantur.