— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
albin
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/11/03
Óvanaleg ölvun

Það er ekki á hverjum mánudegi sem að maður verður vitni að annari eins ölvun.

Nú er svo að "almenn" ölvun er ekki algeng á virkum dögum. Vissulega er ölvun í gangi alla daga og mis mikil eins og gefur að skilja. En strax í morgun tók ég eftir því að eitthvað sérstakt var í gangi. Andrúmsloftið var eitthvað á annan veg en aðra morgna.
Fólk virtist almennt vera útúr ölvað og stóð varla í lappirnar. Nei það riðaði og hrasaði eins og riðuveika ær eða öldraðar kýr með gin og klaufaveiki. Langt fram eftir morgni tald ég þetta fásinnu hina mestu, og það hlyti að vera helgi. Eftir að ég hafði fengið stafest að mánudags morgun væri (enda hefði það verið harla einkennilegt fyrir mig að mæta að helgi til í vinnu) fékk ég staðfestingu frá fjölmiðlum. Því þeir höfðu að orði að óvenju erilssamt væri á gifsdeildini, en þangað leita flestir sem brjóta á sér útlimi þegar þeir hrasa í vímu sinni.

   (53 af 62)  
2/11/03 05:01

Þarfagreinir

Ég skautaði á bílnum í morgun. Ég hlýt af hafa verið enn með mikið magn áfengis í blóðinu.

2/11/03 05:01

albin

Það er ekkert ósennilegt.

2/11/03 05:02

Skabbi skrumari

Ölvun er óholl í hófi...

5/12/07 02:01

albin

Ölvun er nauðsyn Skabbi minn. Það veist þú manna best.

albin:
  • Fæðing hér: 11/8/03 11:19
  • Síðast á ferli: 16/12/23 09:55
  • Innlegg: 3545
Fræðasvið:
Sjálfmenntaður í ScrewDriver... sem er eftirlætis svaladrykkurinn, en drekk þó ekki nærri nóg af honum. Ég hef víðtæka þekkingu á skotvopnum ætluðum til verka á lengra færi sem og í návígi.
Æviágrip:
Ég hef alla tíð verið þorpari, fól og fantur.