— GESTAPÓ —
Lopi
Heiðursgestur.
Saga - 4/12/08
Sag

Maður gengur eftir löngum stíg. Þetta var lítið troðinn stígur en stígur samt með örlitlu fínlegu viðarkurli. Framundan er skógur. Það er girðing í kringum skóginn en hún er lág og slitin og það er auðvelt að komast yfir hana.
Maðurinn klofar yfir girðinguna og gægist örlítið inn í skóginn. Hann hafði aldrei komið þarna fyrr. Honum til mikillar undrunar sér hann glitta í einhvern þarna í skóginum. Eitt augnablik hélt hann að hann væri að trufla einhvern en af því að hann vissi að þetta er almenningsskógur heldur hann áfram. Hann gengur að mannverunni og sér að þetta er eldri maður með hatt. Hann heilsar:
"Góðan daginn. Það er blessuð blíðan."
"Já það má nú segja það." segir gamli maðurinn og heldur áfram "Heyrðu getur þú sagt mér hvar í fjáranum ég er?"
"Já þú ert í skógi í Baggalútíu" svaraði maðurinn.
"Æ, já ég hefði nú átt að vita það. Svosem búinn að vita það allan tímann sem ég er búinn að vera hérna" segir sá gamli með hattinn.
"Síðan hvenær?" spyr yngri maðurinn. Sá eldri svarar ekki en rýkur í burtu og hrópar þegar hann er kominn drjúgan spöl frá honum: "Þessi saga verður að enda! Löng félagsrit eru ekki vinsæl í Baggalútíu"

   (5 af 18)  
4/12/08 19:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Sag til næsta bæjar...

Skál !

4/12/08 19:00

Grýta

Góður!
Ég þoli samt alveg lengri sögur og vildi gjarnan fá framhaldið af þessari.

4/12/08 19:00

krossgata

Hahaha.
[Þakkar gamla manninum]

4/12/08 19:00

krossgata

Var sagan annars ekki örugglega nefnd eftir saginu á stígnum?

4/12/08 19:00

Grýta

Eða er nafnið stytting á saga?

4/12/08 19:00

Lopi

Þetta var saga sem varð til við þá ákvörðun að nú skildi ég skrifa sögu. Ég dreif í því en gat ekki gefið mér meiri tíma en þetta. Já ég er sammála að ég hefði viljað fá framhald. Ég var sjálfur orðinn forvitinn hvað mundi gerast næst. Kannski að ég komi með framhald seinna. krossgata og Gýta, þið hafið báðar rétt fyrir ykkur.

4/12/08 19:01

Huxi

Þetta er úrvalsfélagsrit. Þrátt fyrir innsláttarvillurnar.

4/12/08 19:01

Lopi

Innsláttarvillur? Ég fann bara eina.

4/12/08 19:01

krossgata

Fyrst þú spyrð um innsláttarvillur:
"Honum að mikillar óvörum " - þetta er eitthvað undarlega orðað, gæti verið: honum til mikillar undrunar.

"Í augnablik" - ég myndi hafa það: Eitt augnablik

tíman = tímann
ríkur = rýkur

4/12/08 19:01

Nermal

Stutt og snaggaraleg saga með stuttu og snaggaralegu nafni. eftir stuttann og snaggaralegann höfund.

4/12/08 19:01

Kiddi Finni

Sniðug saga um sag.

4/12/13 22:02

Lopi

Takk krossgata fyrir leiðréttinguna.

Lopi:
  • Fæðing hér: 26/12/03 17:27
  • Síðast á ferli: 17/3/24 01:02
  • Innlegg: 3973
Eðli:
Vermandi og stingandi
Fræðasvið:
Einangrunafræði og er hljóðkerfisfræðingur.
Æviágrip:
Ævi mín er orðin svo löng og þéttprjónuð að hún verður ekki rakin upp hér. Þó vil ég nefna að ég er ógæfumaður og alloft verið rúinn inn að skinni. En góða daga hef ég líka átt því ósjaldan hafa fagrar kvenmanshendur leikið um líkama minn.