— GESTAPÓ —
Lopi
Heiðursgestur.
Dagbók - 4/12/08
Mér hefur fæðst sonur

Sá ánægjulegi atburður í lífi mínu gerðist um daginn að ég eingaðist mitt fyrsta barn. Haldiði ekki að einhverjir hrottar hafi ekki rænt því um leið, og fjölmiðlar heimsins lognir að einverju rugli sem engan vegin á sér stað.

http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2009/03/24/api_braedir_hjortu/

...og ég ætla taka það fram að ég er ekki svartur heldur appelsínugulur!

   (6 af 18)  
4/12/08 01:00

Hóras

Ég óska þér og Lilla í Brúðubílnum innilega til hamingju

4/12/08 01:00

Regína

Óskaplega er hann sætur.

4/12/08 01:00

Kiddi Finni

Til hamingju.

4/12/08 01:00

Offari

Til hamingju þetta er myndarlegur ungi eins og pabbinn.

4/12/08 01:00

B. Ewing

úúú Rosa sætur. Má okkar annað afkvæmi, þegar það lætur loks sjá sig, ekki koma og leika við litla apaskinnið ?

4/12/08 01:01

Henríetta Koskenkorva

Innilega til hamingju.

4/12/08 01:01

krossgata

Þetta er nú meira krúttið... forsetanum ætti að vera létt að svona meira krútt skuli hafa litið dagsins ljós.
[Glottir... brosir viðurkennandi]

4/12/08 01:01

bauv

Yay ég á frænda!

4/12/08 01:01

Grágrímur

Til hamingju... er þetta Knútur 2.0?

4/12/08 01:01

Villimey Kalebsdóttir

Jeminn hvað hann er sætur! [Bráðnar]

4/12/08 01:01

Grýta

Til hamingju með soninn. Litli snáðinn líkist mjög föður sínum.

4/12/08 01:02

Nermal

Þetta er myndarapi. Til hamingju.

4/12/08 02:00

Lepja

Aaaaaaaa, rúsínan!

4/12/08 02:00

Grágrímur

Nei Lepja... þetta er api... [skrifar Note to self að aldrei að þiggja bakstur hjá Lepju]

4/12/08 03:01

Bleiki ostaskerinn

Þetta er nú alveg ómótstæðilegt lítið dúllukrútt.

Lopi:
  • Fæðing hér: 26/12/03 17:27
  • Síðast á ferli: 17/3/24 01:02
  • Innlegg: 3973
Eðli:
Vermandi og stingandi
Fræðasvið:
Einangrunafræði og er hljóðkerfisfræðingur.
Æviágrip:
Ævi mín er orðin svo löng og þéttprjónuð að hún verður ekki rakin upp hér. Þó vil ég nefna að ég er ógæfumaður og alloft verið rúinn inn að skinni. En góða daga hef ég líka átt því ósjaldan hafa fagrar kvenmanshendur leikið um líkama minn.