— GESTAPÓ —
Lopi
Heiðursgestur.
Dagbók - 9/12/06
Vinilplötusafnið mitt

Ég á heilmikið vinilplötusafn. Það var nefnilega á tímabili á unglingsárunum að ég keypti mér eina plötu næstum því í hverjum mánuði. Þetta var fyrir tíma hraðbanka og ég fór í bankann og tók út af bókinni minni akkúrat fyrir einni vinilplötu eða um 400 krónur og gjaldkerinn brosti í kampinn. Undir lok þessa tímabils eða þegar ég var farinn að nota vísakort var þessi tala kominn vel yfir 1000 kr. Þetta var á verðbólguárunum.

Um daginn fletti ég í gegnum allt safnið og kíkti ofan í hvert umslag. Það vantaði nefnilega eina af uppáhaldsplötunum mínu í sitt heimaumslag - Crisis með Mike Oldfield - og ég var að gá hvort að hún hefði villst í vitlaust umslag. Fann hana ekki.

Það var svoldið skemmtilegt Flashback sem ég upplifði í gegnum þessa flettingu. Til dæmis þegar ég hélt á Jimmy Cliff plötunni - Power of Glory - þá fann ég allt í einu lyktina af ilmsápunni sem ég fékk í jólagjöf sömu jólin og ég fékk þá plötu. Þegar ég kíkti ofan í The Clash - Combat Rock umslagið fann ég fyrir stingandi stráum af því ég hlustaði svo mikið á hana eitt sumarið þegar ég var í sveitinni, svo fátt eitt sé nefnt.

Á þessum árum hafði ég leiðbeinendur við plötukaupin en það voru fyrst og fremst þáttagerðamennirnir Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason sem voru með svona "Rokklands" þátt á þessum árum en ég man ekkert hvað sá þáttur hét þá. Þeir tóku fræðimannlega á umfjöllun um það helsta sem var að gerast í rokki og nýbylgju út í heimi. Mér líkaði vel við þær plötur sem þeir töluðu vel um og eitt vorið, þá var ég reyndar kominn með visakort og geisladiskavæðingin var handan við hornið, missti ég mig í Virgin megastore í London og keypti ábyggilega um 20 plötur. Flestar eitthvað sem þeir félagar voru búnir að minnast á í undanförnum þáttum. Reyndar keypti ég eina plötu vegna þess að mér fanst umslagið svo töff en það var Love með The Cult og músíkin algerlega í samræmi við lúkkið. Þá vissi maður það, hafði aldrei pælt í því áður að plötuumslögin endurspegla innihaldið.

Ég hlustaði mikið á þessar plötur, en maður varð samt fyrir vonbrigðum með margar af þeim. Nú er ég að kanna hvort ég hafði rétt fyrir mér með leiðinlegu plöturnar og það er örugglega þannig með eina plötuna (ein af þessum sem ég keypti í London) sem ég hlustaði bara tvisvar á og svo ekki söguna meir. En það er Provision með Scritti Politti. Sú hljómsveit hafði á skömmum tíma án þess að ég vissi, breyst úr nýbylgjusveit yfir í sykurhúðað froðutríó.

45 snúninga hvít plata með Billy Bragg hlustaði ég örsjaldan á en mér bara brá hvað þetta er gott þegar ég setti hana á fóninn um daginn. Sumt af þessu get ég ekki hlustað á í dag vegna þess að tónlistarsmekkur minn hefur breyst í gegnum tímans rás, er ekki lengur fyrir þungarokk og harða pönkið.

Ég held að ég sé með á hreinu hvað ég hef hlustað mest á og hvað næst mest og svo koll af kolli. Maður getur séð það á því hvernig umslögin eru farin. Hér er sá listi, en ég tek það fram að hann endurspeglar ekki smekk minn fyrir þessum plötum í dag. Líklegast er ég búinn að ofhlusta á margar af þeim:

Night at the Opera - Queen
Combat Rock - The Clash
Platinum - Mike Oldfield
Wish you were here - Pink Floyd
The Wall - Pink Floyd
The unforgetable fire - U2
Dare - Human League
Dark Side of the moon - Pink Floyd
Sandinista - The Clash
Gæti eins verið - Þursaflokkurinn
Crisis - Mike Oldfield
Low-Life - New Order
Meat is murder - The Smiths
Thriller - Michael Jackson
Famous last words - Supertramp
Love over gold - Dire strait
Gods own medicine - The Mission
Turn back - Toto
Stella - Yello
Sheer heart attack - The Queen
Animals - Pink Floyd
The Queen is dead - The Smiths
III - Led Zeppelin
Steve McQueen - Prefab Sprout
Sign of the times - Prince
L.A. Wooman - The Doors
The power and the Glory - Jimmy Cliff
The secret of the beehives - David Silvian
Welcome to the Plesurdome - Frankie goes to Hollywood
Once upon a time - Simple Minds
So far - Crosby Stills Nash & Young
Album - Public Image Limited
Love - The Cult
Warfare - Pax Vobis
Betra en nokkuð annað - Todmobile
Breyttir tímar - Ego
Into the gap - Thompson Twins
1987 - Whitesnake
Frank wilde years - Tom Waits
Geislavirkir - Utangarðsmenn
Þeir sletta skyrinu... - Sonus Futura
Disintergration - Cure
Apple candy gray - Husker Du

+ fullt af öðrum plötum en ég mundi segja að það sem einkennir flestar af ofantöldum plötum er að þær eru ekki svo grípandi í fyrstu hlustun en venjast vel og eru heildsteyptar.

   (11 af 18)  
3/12/06 00:01

krumpa

Ertu í alvöru svona gamall?
Af þessum lista þá á ég The Unforgettable Fire (ofmetin) Welcome to the Plesuredome (hmmm) og Thriller (reyndar á spólu)...
Annars á ég Prefab Sprout (drullufínir), Wham, Duran, Whitesnake (ekki 1987 samt), Madonnu, Spandau Ballet (áhmmm), Huey Lewis (hmmm-segir kannski meira um mig en þá), Quireboys(man einhver eftir þeim?), Elton John,flestar bítlaplöturnar, slatta af Billy Joel og helling af öðru drasli - spurning um að halda vínilplötupartí? Hef aldrei almennilega sætt mig við diskana...

3/12/06 00:01

krumpa

Væri reyndar til í að eiga Pink Floyd og Dire Straits af listanum þínum...

3/12/06 00:01

Offari

Flott plötusafn sumar er hægt að hlusta á aftur og aftur aðrar gleðja eyrun í stutta stund og rykfalla svo í hillunni. Ég gaf syni mínum plötuspilarann og allar mínar vínilplötur því ég hafði ekki lengur pláss fyrir þetta og var búinn að fá mér það besta á Disk, Skemmtilegast finnst mér þó að næsta kynslóð skuli líka hlusta á þessa tónlist sem þíðir að þessi verk eru klassík.

3/12/06 00:01

Lopi

Ég var reyndar mjög ungur þegar ég byrjaði að hlusta á Night at the opera og Dark side of the moon.

Franks Wild years - Tom waits var ein af síðustu vinilplötunum sem ég keypti og ætti nú að vera á þessum lista.

3/12/06 00:01

Offari

Það merkilega er að fyrsta plata mín var Night at the opera og önnur platan hét Dark side of the moon. Þessar plötur hlust ég enn á í dag.

3/12/06 00:01

hvurslags

Þetta er gott og veglegt safn og vildi ég oft eiga meira af minni tónlist á efnisformi(annað en á mp3-inu eins og núna, voðalega er maður laus í rásinni).

Þó á ég nokkrar vínilplötur, sem ég hef aðallega keypt í bóksölunni hjá Braga á Klapparstígnum. Þar má telja Revolver, sem síðar kom í ljós að var bandaríska útgáfan sem innihélt hvorki I'm only sleeping eða Doctor Robert (sem eru með betri lögum plötunnar) sem olli því að hún fær að rykfalla lengi vel heima á Íslandi. Síðan þá hef ég haldið mig við stafræna formið.

3/12/06 00:01

Nermal

Já, ég á ennig einhvern slatta af vínil. Megnið af því er eðalmetall. T.d nær allar breiðskífur Iron Maiden sem komu út á vínil.

3/12/06 00:01

Hakuchi

Á minni lífslöngu ævi hef ég fjárfest í einni plötu: Sticky Fingers með Rolling Stones. Þetta er upphaflega útgáfan með rennilásnum á níðþröngum gallabuxunum. Kostaði 1000 kall í Kolaportinu.

3/12/06 00:01

Þarfagreinir

Ég á engar vínilplötur og sárafáa geisladiska. Þetta er mest allt bara á hörðum diskum. Svona er víst nútíminn.

3/12/06 00:01

Bangsímon

Ég á ekki einu sinni plötuspilara og hef aldrei átt. Núna er þetta eins hjá mér og hjá þarfa, allt á harðadiskinum. En mér finnst samt fínt að gera sagt aftur að eitthvað sé undir nálinni, í stað geislans. Þetta mun samt breytast aftur í framtíðinni þegar við munum bara nota flash minni.

3/12/06 00:02

Kargur

Ég eignaðist aftur plötuspilara fyrir ári. Skömmu síðar bárust mér flest allar plöturnar sem urðu eftir er ég flutti utan um árið. Öðru hvoru skelli ég einn á fóninn og rifja upp gamla tíma. Þvílík sæla.

3/12/06 00:02

krossgata

Af ofantöldu á ég: Night at the Opera - Queen
(Reyndar allt með Queen nema Sheer heart attack) [Dæsir mæðulega]
Þursaflokkurinn - Gæti eins verið
Meat is murder - The Smiths
Love over gold - Dire strait (Reyndar allt með Dire Straits)
The Queen is dead - The Smiths
Breyttir tímar - Ego (og eitthvað meira).

Set ekkert af þessu sérstaklega á fóninn í dag. Þó finnst mér flest af þessu gott enn (nema Bubbi, er eiginlega fyrir löngu búin að fá leið á honum)
Tímarnir breytast og mennirnir með.

3/12/06 01:00

Jóakim Aðalönd

Ég á víst nokkrar vínilplötur, en þessi tækni er bara drasl. Þetta rispast við minnsta hnjask (eins og reyndar diskarnir) og þú heyrir hverja rispu í hátölurunum, en þar eru diskarnir betri. Ég fagna þeim degi þegar hætt verður að gefa út tónlist á öðru en skráarformi. Hitt er bara svo úrelt!

3/12/06 01:00

Rattati

Rispurnar á plörunum eru einmitt eitt af því skemmtilega við þetta. Hver plata hefur sinn sérstaka hljóm og - sumar þeirra - þennan sérstaka stað þar sem stundum þarf að ýta ofurlétt á eftir nálinni til að ná henni úr rispunni.
Nei, eini gallinn við vinylplötur eru þyngslin á þeim þegar flytja þarf á milli húsa. Og það var á sínum tíma meira en að segja það því ég átti yfir 4000 stykki. Ég fletti í gegnum safnið hjá mér einn daginn og fann það út að tónlistarsmekkurinn hjá mér hefur ekki breyst mikið. Ég fæ ennþá jafnmikið útúr því að hlusta á The Smiths og Slayer.

3/12/06 01:01

Hakuchi

Það er sannarlega sjarmi yfir rispunum. Eitthvað róandi við þær. Ég hef í frekju minni eignað mér stóran skerf af plötusafni foreldra minna, eldgamlar bítlaplötur og Rolling Stones, Zeppelin og fleira. Enda voru þær bara að grotna niðri í kjallara. Mest hef ég haldið upp á Diamond Dogs og Led Zeppelin III af þessum plötum. Diamond Dogs var greinilega keypt út af einu lagi á sínum tíma (Rebel rebel) og var greinilega ekkert spiluð, enda afgangurinn í algerri þversögn við gott rokkið í rebel rebel. Ég spilaði hana hins vegar svo lengi og svo oft að nú er hún orðin vel rispuð.

Lopi:
  • Fæðing hér: 26/12/03 17:27
  • Síðast á ferli: 17/3/24 01:02
  • Innlegg: 3973
Eðli:
Vermandi og stingandi
Fræðasvið:
Einangrunafræði og er hljóðkerfisfræðingur.
Æviágrip:
Ævi mín er orðin svo löng og þéttprjónuð að hún verður ekki rakin upp hér. Þó vil ég nefna að ég er ógæfumaður og alloft verið rúinn inn að skinni. En góða daga hef ég líka átt því ósjaldan hafa fagrar kvenmanshendur leikið um líkama minn.