— GESTAPÓ —
Lopi
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 9/12/07
Kaffi

Kaffi er drykkur sem margir segja að haldi lífinu í mörlandanum í dimmasta skammdeginu og eflaust í mörgæsunum á Suðurskautslandinu í þeirra skammdegi.

Mig langar að deila með ykkur lífsreynslu sem upplifði í dag. Þannig var að ég var mættur í vinnuna en þurfti ekki að mæta í vinnuna í þetta skipti fyrr en eftir hádegi þannig að ég gat leyft mér að sofa út. Þó var ég nú ekkert nývaknaður þegar ég mætti en samt; allveg ótrúlegt slen heltók mig fyrsta klukkutímann þannig að það sem ég gerði og sagði virtist ég gera með hangandi hendi. Það var eins og ég vildi óska þess að ég gæti hoppað yfir vinnudaginn, þó með öllu því dagsverki sem ég þurfti inna af hendi, án þess að vita af því.

Núnú, eftir þennan hræðilega klukkutíma hafði ég smá tíma til að labba niður á kaffistofu með vinnufélaga mínum þar sem rjúkandi kaffi beið okkar á könnu. Ég skellti í mig ÞRJÁ kaffibolla, nánast þambaði það og eftir 10 mínútur hóf ég verk mitt aftur (ég tek það fram að ég fékk mér ekki kaffi áður en ég fór í vinnuna).

Það er skemmt frá því að segja að ég umturnaðist algörlega. Allt í einu var hver hreyfing eins og sú mikilvægasta í starfsferli mínum og jafnvel þó að verkefnin hafi orðið sífellt meira krefjandi þegar leið á daginn var sem hugur minn væri önnur vinnuóð persóna í þónustu sálar minnar við að leita úrlausnar á vandasömum verkefnunum. Meira að segja þegar skylduverkenunum var lokið gat ég ekki stoppað og var farinn að vinna undirbúningsvinnu fyrir næstu daga.

Svo er kaffi líka gott á bragði með hæfilegri mjólk út í.
Eini gallinn við kaffi er að ef maður drekku mikið af því t.d. einn bolla á hálftíma fresti yfir heilann dag, verður maður of tentraður og jafn vel taugaveiklaður. Þetta hefur stundum komið fyrir mig og þess vegna forðast ég kaffi yfirleitt. Það er nú bara með kaffið eins og allt annað; allt er best í hófi...en greinilega er þriggja bolla "shot" best.

   (17 af 18)  
2/11/04 01:02

blóðugt

Ég elska kaffi! Helst kolsvart, hnausþykkt og rjúkandi!

2/11/04 02:00

Limbri

Ég fékk mér ekkert kaffi í dag.

[Grætur... rólega samt]

-

2/11/04 02:00

blóðugt

Einn latte [umlar] og bara einn espresso! [kjökrar]

2/11/04 02:00

Offari

Fyrst kaffi svo að vinna er mín regla. Takk

2/11/04 02:00

Hugfreður

Ég er einmitt að fá mér nýlagað súkkulaði og möndlu kaffi [gefur frá sér vellíðunarstunu]

2/11/04 02:00

Illi Apinn

Nú verð ég bara að ná mér í einn bolla.

2/11/04 02:00

Litli Múi

Kaffi, ójá.

2/11/04 02:00

Sæmi Fróði

Já, nú hellir maður upp á, takk Lopi fyrir að minna mig á það.

2/11/04 02:01

Limbri

Best að fara og brugga sér tjöru.

-

2/11/04 03:01

Ívar Sívertsen

ahhh... það hressir sjöfaldi espressobollinn minn!!!

2/11/04 03:01

Kargur

Það hefur komið fyrir að ég láti hjá líða að fá mér kaffi að morgni, og það hefnist sín með slæmum höfuðverk eftir hádegið. Sem aðeins kaffi lagar. Kaffið lengi lifi! Húrra, Húrra, Húrra!

2/11/04 03:02

Rasspabbi

Enginn drykkur, hvorki heitur né kaldur, að ákavíti undanskyldu, slær kaffinu út.

Lopi:
  • Fæðing hér: 26/12/03 17:27
  • Síðast á ferli: 17/3/24 01:02
  • Innlegg: 3973
Eðli:
Vermandi og stingandi
Fræðasvið:
Einangrunafræði og er hljóðkerfisfræðingur.
Æviágrip:
Ævi mín er orðin svo löng og þéttprjónuð að hún verður ekki rakin upp hér. Þó vil ég nefna að ég er ógæfumaður og alloft verið rúinn inn að skinni. En góða daga hef ég líka átt því ósjaldan hafa fagrar kvenmanshendur leikið um líkama minn.