— GESTAPÓ —
Lopi
Heiðursgestur.
Dagbók - 31/10/03
Rok og súrefni

Súrefni og önnur efni þjóta hér um þessa dagana. Við skulum draga inn andan rækilega þessu súrefni því að ýmislegt mun gerast á næstu dögum þar sem okkur veitir ekki af að hafa hlaðið okkur orku. Gætið bara að það líði ekki yfir ykkur.

   (18 af 18)  
31/10/03 20:01

hundinginn

Áttu við að eitthvað gerist, eftir að við neitum múslimum um að byggja moskuna?

31/10/03 20:01

Skabbi skrumari

Ég ætlaði einmitt að fara að skrifa gagnrýni um súrefni nokkuð sem ég var að anda að mér áðan, einstaklega hressandi...

Var einmitt úti áðan, eftir að hafa verið inni í loftlausri kompu í allan dag... ég tók andköf þegar ég fékk þetta yndislega súrefni ofan í lungun, en ég held að þetta hafi verið eitt besta súrefni sem ég hef andað að mér... það var svona snjóbráðnunarkeimur af því og því líklega töluverður raki í því, hefði þurft að vera með rakamæli... þó verð ég að segja að besta súrefnið sem ég hef andað að mér, var súrefni nokkuð sem ég andaði að mér vorið 1989, þegar gróður var að koma undan snjói eftir langan og strangan vetur...

4/12/04 07:01

Lopi

Nei það mun koma logn.

2/11/04 03:00

Hildisþorsti

Ekki ýfa upp gömul sár.

2/11/04 03:00

Lopi

Hvað meinaru?

2/11/04 03:02

Offari

Áttu við að lognið komi á eftir storminum?

2/11/04 18:00

Lopi

Hvernig væri að stofna leynispjallþráð hérna?

5/12/06 04:01

krossgata

Hvað viltu spjalla um í leyni?

1/12/07 08:02

Lopi

Um rok.

3/12/07 09:00

krossgata

Ég sá þætti á Discovery um náttúruöflin, meðal annars um vinda. Mjög skemmtilegir þættir. Þó rok sé mjög áhugavert finnst mér eldgos miklu áhugaverðari. Hvað finnst þér?

4/12/07 12:01

Lopi

Ég rétt náði að sjá eldgosstrók í Heklugosinu 2000. Ég var ekki á jeppa heldur Renault clio og náði því ekki að keyra almennilega að þeirri hlið þar sem strókarnir voru. En ég sá samt aðeins. Það kom mér á óvart hvað þeir voru eldrauðir.....hmm það ætti kannski ekki að koma á óvart.

Lopi:
  • Fæðing hér: 26/12/03 17:27
  • Síðast á ferli: 17/3/24 01:02
  • Innlegg: 3973
Eðli:
Vermandi og stingandi
Fræðasvið:
Einangrunafræði og er hljóðkerfisfræðingur.
Æviágrip:
Ævi mín er orðin svo löng og þéttprjónuð að hún verður ekki rakin upp hér. Þó vil ég nefna að ég er ógæfumaður og alloft verið rúinn inn að skinni. En góða daga hef ég líka átt því ósjaldan hafa fagrar kvenmanshendur leikið um líkama minn.