— GESTAPÓ —
Steinríkur
Fastagestur.
Gagnrýni - 1/12/07
Sápuópera

Undanfarna daga hefur sápuóperan Ráðhús tröllriðið öllum fjölmiðlum. Það er sama hvert er litið, alls staðar er fólk að ræða síðasta þátt; hver sveik hvern, hver tekur völdin, hver lék illa.

Villi Vill er gamli góði ættarhöfðinginn, gamall í hettunni og meinar vel, en virðist vera illa haldinn af Alzheimer svo að allt snýst í höndunum á honum.
Dagur er klár strákur og sauðmeinlaust grey sem öllum vill vel, en ákvarðafælni og almennur þumbaháttur valda því að hann nær ekki að blómstra.
Góði sonurinn Gísli Marteinn á sér leyndarmál. Hann vill gera allt til að bola Villa föður sínum frá, en þó án þess að styggja nokkurn eða missa góðustrákastimpilinn.
Skuggahliðin á vonarstjörnunni Binga kemur betur í ljós með hverjum þætti og er hann nú einn sá hataðasti í seríunni.
Ólafur F. var jarðsettur í síðustu seríu. Nýlega kom í ljós að dauði hans var settur á svið og hann kemur nú tvíelfdur inn aftur.
Margrét var einu sinni önnur í fegurðarsamkeppni í smábæ, og lifir á fornri frægð. Hún er systir Ólafs, en við endurkomu hans verður hún líklega skrifuð úr þáttunum.
Svandís er tíkin sem öllu við ráða en enginn nennir að hlusta á.

Aðrir hafa minni hlutverkum að gegna, en eins og í öllum góðum sápum eru nýjar persónur stöðugt að koma og fara, án þess að við fáum rönd við reist. Viðhorfskannanir eru á 4 ára fresti þar sem allir sýna sínar bestu hliðar. Þegar niðurstöðurnar liggja fyrir er leiðinlegustu karakterunum er fleygt út og nýir koma í staðinn, en ekkert breytist í rauninni.
En ólíkt öðrum sápum er ekki nóg að slökkva bara á sjónvarpinu. Við þurfum að horfa upp á þessa vitleysu á hverjum degi það sem eftir er...

   (4 af 16)  
1/12/07 22:02

Jóakim Aðalönd

Þetta er fínasta sápuópera og gaman að sjá hver verður drepinn næst...

1/12/07 22:02

Upprifinn

Villi Vill vill öruglega ekki neinum vel nema kannski Villa Vill....

Ólafur F er í alvörunni dauður, núna er hann það sem kallast á góðri íslensku uppvakningur vakinn upp af helvítis íhaldinu og er meira að segja búinn gleyma að hann var genginn úr sjálfstæðisflokkunum.

1/12/07 23:00

krossgata

Ég er á því að Uppi fari nærri plottinu og Birna, systir Gísla, eigi sér sama leyndarmál og bróðir hennar og reyni að haga hlutum þannig að bróðirinn boli föðurnum frá, en verði "óvart" óhreinn við það. Veit ekki alveg með Ólaf, hann er í draumi og heldur að hann sé Mjallhvít og búi nú með dvergunum 7.

1/12/07 23:00

Rattati

Góð lýsing á ástandinu.

1/12/07 23:01

B. Ewing

Hvernig er hægt að rugla mér saman við Dag ? Svo er þetta hundleiðinleg sápa, miklu skemmtilegra að sjá Dynasty, þar er sko alvöru skítaplott í gangi í hverri viku. [Ljómar upp] Annað en þetta opinbera illa skrifaða hnoð

1/12/07 23:01

Texi Everto

Hva, og má Randver ekki heldur vera með? Týpiskt!

1/12/07 23:01

Steinríkur

Ég er ekkert að rugla þér saman við Dag.
Búbbi Ewing != Bobby Ewing

1/12/07 23:01

Huxi

Það er komið nóg af sápu. Á enginn hárnæringu fyrir mig?

1/12/07 23:01

Nermal

Spurning hver sefur hjá hverjum næst..

Steinríkur:
  • Fæðing hér: 10/8/03 14:57
  • Síðast á ferli: 22/2/21 21:45
  • Innlegg: 117
Eðli:
Fullkominn. Eða í það minnsta fullkomlega hnöttóttur.
Fræðasvið:
Bautasteinar, mjöður og villigeltir.
Æviágrip:
Getinn af Heilögum Anda, fæddur af Maríu mey; leið undir valdi Pontíusar Pílatusar, var krossfestur, dáinn og grafinn, sté niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum.

Nei annars - það var víst ekki ég...