— GESTAPÓ —
Steinríkur
Fastagestur.
Gagnrýni - 6/12/04
Rollan & Truckload of Steel

Í gærkvöldi var ég staddur á barnum Classic Rock þar sem Rollan & Truckload of Steel voru að "leika á færi hljóða", eins og stóð við innganginn. Ég myndi ekki ganga svo langt að kalla útkomuna tónlist, en þau kölluðu hverja hávaðalotu "lag" og því verður sá háttur hafður á í þessum pistli.<br />

Þegar við komum inn heyrðist eitthvað glamur í trommum og gítar. Á sviðinu var ung stúlka að berja húðir og drengur með gítar. Gítardrengurinn sneri baki í mannskapinn þ.a. við gerðum ráð fyrir að þau væru eitthvað að flippa áður en restin af hljómsveitinni kæmi inn og tónleikarnir hæfust.
Við keyptum könnu af bjór, fengum okkur sæti í sófa hinum megin í salnum og reyndum að spjalla yfir hávaðann.
Stuttu síðar hætti glamrið og drengurinn með gítarinn muldraði eitthvað langt nafn á næsta lagi, án þess að láta svo mikið sem að líta á áhorfendur. Maður fór að velta því fyrir sér hvort hann væri að fela standpínu eða það að hann virtist nota sama gítargripið fyrir heilt "lag", eða hefði einhverja aðra gilda ástæðu til að snúa að trommustúlkunni. En fleiri reyndust meðlimir bandsins ekki vera, þó að það tilfinnanlega vantað allan bassahljóm hjá liðinu.
Næsta lag hófst - alveg eins og hitt. Á eftir komu lög eins og Ef einhver man hvað næsta lag heitir má hann láta okkur vita og Sonur minn verður fyrsti vangefni forseti lýðveldisins, sem hljómuðu svipað en þó með breyttum gítartakti. Svo virðist sem að lagasmíðar þeirra hafi farið þannig fram að fyrst var eytt heilmiklum tíma í að finna eitthvað gríðarlega langt og sniðugt nafn. Síðan var lamið einhvers konar stef/taktur á gítarinn og trommurnar, sá taktur endurtekinn í 2-4 mínútur, og þar með var lagið tilbúið.
Þegar ég fór sneri gítardrengurinn enn bakinu í salinn og ég hafði heyrt samtals um 4 mismunandi gítarstef í 5 lögum eða svo.

Samantekt:
Gallar:
Bjórinn var ofgerjaður (kúturinn sennilega búinn að vera opinn síðan um síðustu helgi), hávaðinn yfirgnæfði allar samræður og manni leið almennt illa þarna. Smá bassahljómur hefði kannski bjargað einhverju, (en ég efast þó um það).
Kostir:
Frítt inn. Ég þurfti ekki að borga bjórinn sjálfur. Það var aldrei reynt að syngja við þennan óskapnað.

   (9 af 16)  
6/12/04 03:01

Þarfagreinir

Hvar er þessi staður svo? Á Færeyjum kannski?

6/12/04 03:02

Steinríkur

Næsti bær við Færeyjar...
http://simaskra.is/index.jsp?pid=10371&query=classic+rock

6/12/04 03:02

Klobbi

Ég var einmitt að þýða alþýðuljóðið Black Steel in the Hour of Chaos, sja´í lagmennignardeildinni.

6/12/04 03:02

Klobbi

Ég var einmitt að þýða alþýðuljóðið Black Steel in the Hour of Chaos, sja´í lagmennignardeildinni.

6/12/04 04:00

Ívar Sívertsen

Þessi staður er við hlið Broadway. Hann hefur aldrei virkað og fer alltaf á hausinn.

6/12/04 04:02

Steinríkur

Jamm - samt er venjulega fínt að mæta þarna í einn öllara á fimmtudögum eftir tuðruspark.
Við höfum þó upplifað m.a. heilan hóp af frístunda-"crossdressers" (þ.e. pör sem skiptust á fötum eitt kvöld), Hebba & co. í karaoke og nú þetta.

Steinríkur:
  • Fæðing hér: 10/8/03 14:57
  • Síðast á ferli: 22/2/21 21:45
  • Innlegg: 117
Eðli:
Fullkominn. Eða í það minnsta fullkomlega hnöttóttur.
Fræðasvið:
Bautasteinar, mjöður og villigeltir.
Æviágrip:
Getinn af Heilögum Anda, fæddur af Maríu mey; leið undir valdi Pontíusar Pílatusar, var krossfestur, dáinn og grafinn, sté niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum.

Nei annars - það var víst ekki ég...