— GESTAPÓ —
Steinríkur
Fastagestur.
Dagbók - 4/12/04
Mannshvarf

Holmes er horfinn...

Löggæsla Baggalútíu lýsir hér með eftir Holmes.
Holmes er rúmlega 6 vikna gamall og bláleitur. Lítið hefur heyrst frá honum síðan síðastliðinn fimmtudag, er hann tjáði áhugamönnum um http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?p=255592&highlight=#255592 [tengill] Rökfræðiþrautir [/tengill] að hann ætlaði heim á leið.
Gestapó segir hann hafa skráð sig inn morguninn eftir, þann 15. apríl kl. 8:07 en slíkar fréttir eru óstaðfestar, og gætu í raun verið tilraun misyndismanna til að villa um fyrir okkur.

Þegar síðast sást til hans var hann klæddur í síðan frakka, með hatt á höfði og pípu í hönd.

Mynd af honum má sjá hér:

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans eru beðnir að kommenta hér að neðan...

   (13 af 16)  
4/12/04 18:00

B. Ewing

Ég er alveg viss um að ég sá Holmes á brunaliðsæfingunni í Hvalfjarðargöngunum. Það kann að vera að hann hafi fengið reykeitrun en þar sem hann reykir sjálfur eins og strompur þá er nánast hægt að útiloka þá skýringu. [Dæasir mæðulega og lítur í kringum sig]

4/12/04 18:00

Limbri

Ég sá hann, nú rétt í þessu, veiða önd af tjarnarbakkanum hér í garðinum hjá mér. Hann var með lepp fyrir öðru auganu. Afar undarlegt.

-

4/12/04 18:00

Þarfagreinir

Ég er viss um að frímúrarnir hafa rænt honum. Þeir hafa komist á snoðir um að hann hafi sett þessa gátu hingað inn. Slíkt líkar þeim afar illa, því að þessi gáta felur í sér dulin skilaboð sem ljóstra upp um mikilvægt frímúraraleyndarmál. Nánar til tekið felast skilaboðin í svarinu, og því var það þeim mikilvægt að hindra það að það birtist hér á síðum Gestapó.

4/12/04 18:00

kolfinnur Kvaran

Holmes er óhultur! Meira læt ég ekki frá mér að sinni. [hlær eins og ,,the bad guys"]

4/12/04 18:01

Helena

Hafið ekki áhyggjur, Holmes er hjá mér. Nánar tiltekið í svefnherberginu.

4/12/04 18:01

Steinríkur

Helena þó! Ég hélt að þú værir hefðardama.

4/12/04 18:01

Sundlaugur Vatne

Holmes var í sundhöllinni á laugardaginn. Hann gleymdi það bláröndóttu handklæði, ekki beinlínis hreinu.
Hann er vinsamlegast beðinn að sækja handklæðið sitt og greiða tilskilið geymslugjald.

4/12/04 18:01

Helena

Steinríkur minn, hvað áttu við? Holmes var bara að festa skrúfurnar í náttborðinu mínu. [Verður sár]

4/12/04 18:02

Holmes

Reyndar sá ég helvíti marga frímúrara þarna í Stykkishólmi...einhver ráðstefna hjá þessu liði í sínu fínasta pússi

4/12/04 19:00

Steinríkur

Holmes er greinilega ekki í hættu lengur þ.a. leitinni er hér með hætt.
Reyndar týndist Björgunarsveit Garðabæjar tvisvar á meðan á leitinni stóð.

Steinríkur:
  • Fæðing hér: 10/8/03 14:57
  • Síðast á ferli: 22/2/21 21:45
  • Innlegg: 117
Eðli:
Fullkominn. Eða í það minnsta fullkomlega hnöttóttur.
Fræðasvið:
Bautasteinar, mjöður og villigeltir.
Æviágrip:
Getinn af Heilögum Anda, fæddur af Maríu mey; leið undir valdi Pontíusar Pílatusar, var krossfestur, dáinn og grafinn, sté niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum.

Nei annars - það var víst ekki ég...