— GESTAPÓ —
Steinríkur
Fastagestur.
Gagnrýni - 4/12/04
Djöfull skrifið þið mikið...

Mér varð það á að fara til útlanda yfir páskana, þar sem ég dvaldi í góðra vina hópi og sötraði Altenburger bjór í gömlum kastala.

Þegar ég kom aftur úr fríinu, 9 dögum síðar, gerði ég það sama og venjulega og skráði mig inn á Gestapó. Ég ýtti á Hvað er nýtt? biðu mín hvorki meira né minna en NíU síður af nýju efni- örugglega hellingur af nýjum þráðum og mikið búið að bætast við á þá gömlu.

Ég fékk nett taugaáfall, hafði verið vakandi í um 36 tíma því heimferðin hófst um það leiti sem drykkjunni lauk kvöldið áður og ég sá fram á aðra 36 tíma til að komast yfir að lesa og svara öllum þessum póstum. Ég þorði því ekki að byrja á þessu, lokaði vafranum og fór að sofa (eða skoða klám) í staðinn.

Nokkrum dögum síðar safnaði ég kjarki og kom aftur inn á Gestapó. Þá var komið MEIRA efni...
Ég reyndi aðeins að veiða út nokkra skemmtilega pósta, skrifaði innlegg þar sem við átti og flýtti mér svo burt og faldi mig bak við stól áður er póstarnir náðu að stofna bandalag til að yfirtaka tölvuna mína.

Ég hef sennilega ýtt á Merkja allt lesið eða gert eitthvað svipað, því núna eru "bara"2 síður af nýju efni svo að ég sé fram á að komast kannski aftur inn í umræðurnar...

Þið fáið eina stjörnu af fimm fyrir skrifræpuna, því að í fljótu bragði sýnist mér að eitt innlegg af fimm í fjarveru minni sé með einhverju viti (það gæti þó verið ofmat).

Uppfært: einn af heiðursgestunum búinn að fara í andlitslyftingu - hvert er heimurinn að stefna???

   (15 af 16)  
4/12/04 04:02

Smábaggi

Helvítis Enter eyðir alltaf bláa ljósinu fyrir mér, þótt ég loki ekki glugganum.

4/12/04 04:02

Lómagnúpur

Lúxembúrgískar spjátrúngssniftir af hálfaðalsstigum sötra. Þær sötra kampavín með jarðarberjabragði. Bjór á ekki að sötra. Hann á að svolgra.

4/12/04 04:02

Þarfagreinir

Ég held að 20% innlegg með viti sé mikið ofmat. Þetta á sérstaklega við um mín innlegg.

4/12/04 04:02

Heiðglyrnir

Glæsilegt félagsrit Steinríkur, Rétt af þér að dæma eftir gæðum en ekki eftir magni.

4/12/04 04:02

Skabbi skrumari

Þess ber að geta að í þinni fjarveru voru gæðainnlegg um 50%... en það er kannske af því ég hef líka verið fjarverandi [flissar]

4/12/04 05:01

Limbri

Tjah, ég er nú kominn, svo gæðum hlýtur að hafa hrakað.

-

4/12/04 05:01

Hakuchi

Hvaða eindemis falshógværð er þetta í ykkur piltar. Þið eruð frábærir og þið vitið það!

4/12/04 06:00

Skabbi skrumari

Já við vitum það... hehe...

4/12/04 06:00

Skabbi skrumari

...og meðan ég man, þá var þetta falsmont... flott orð falsmont [skrifar það hjá sér]

4/12/04 06:01

Tigra

Þú verður bara að fórna svefninum minn kæri Steinríkur, svo þú náir að lesa meira.

Steinríkur:
  • Fæðing hér: 10/8/03 14:57
  • Síðast á ferli: 22/2/21 21:45
  • Innlegg: 117
Eðli:
Fullkominn. Eða í það minnsta fullkomlega hnöttóttur.
Fræðasvið:
Bautasteinar, mjöður og villigeltir.
Æviágrip:
Getinn af Heilögum Anda, fæddur af Maríu mey; leið undir valdi Pontíusar Pílatusar, var krossfestur, dáinn og grafinn, sté niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum.

Nei annars - það var víst ekki ég...