— GESTAPÓ —
Hakuchi
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/12/03
Fókusvandamál í Regnboganum

Skelfilega er þetta leiðinlegt

Varist sal 4 í Regnboganum. Það virðist vera krónískt fókusvandamál á kvikmyndavélinni í þeim sal. Nú hef ég líklega farið 3 eða 4 sinnum í þennan sal í vetur og alltaf er sama vandamálið til staðar.

Fyrst fór ég á Hero, listræna kúngfúmynd með Jet Li, þar var öll myndin hreinlega úr fókus og þurfti ég að biðja starfsfólk um að stilla fókusinn. Það var gert og lagaðist það nokkuð en eftir stóð vægt fókusleysi sem hefur haldist síðan, síðast fór ég í vikunni á Kill Bill og var staðan sú sama.

Þetta er einmitt svona fókusleysi sem pirrar mann en samt rétt sleppur við að maður fari og öskri yfir starfsfólkið.

Eins og fram hefur komið er þetta lúmskt fókusleysi. Það sést helst í miðmynd og virðist vera takmarkað við vinstri hluta tjaldsins þá heldur nálægt miðju.

Þetta er pirrandi til lengdar og mættu sýningarstjórar hunskast til að sýna metnað og laga þetta, kannski þarf ekkert annað en að þurrka linsuna.

   (52 af 60)  
Hakuchi:
  • Fæðing hér: 10/8/03 01:38
  • Síðast á ferli: 19/4/08 03:07
  • Innlegg: 4264
Fræðasvið:
Díalektísk neóklassísk tákngervingsskammtafagfræði, heimspekileg efahyggjubjargfestufræði með póst-módernískum skynhyggjuáhrifum ásamt votti af exístensíalískum sósíósúrrealisma, kúng fú myndir, skapandi fabúlusagnfræði.
Æviágrip:
Hakuchi er þegar fæddur en á eftir að deyja.