— GESTAPÓ —
Hakuchi
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Gagnrýni - 8/12/04
Motown

Marvin Gaye, Diana Ross and the Supremes, Smokey Robinson, The Temptations, The Four Tops, Stevie Wonder, Martha and the Vandellas.....þetta er myndin um hljóðið á bak við stjörnunar.

Motown var einhver mesta slagarafæriband allra tíma. Motown tónlistin er óviðjafnanleg, svo grípandi og hressandi að þú verður að hreyfa þig, ef þú gerir það ekki, þá ertu lík. Margir hafa lagt fram lærðar kenningar um hvað gerðist þarna í Detroit sem skapaði þessan yndislega Motown hljóm. Þessi mynd svarar spurninguni um Motown hljóminn, svo ég vitni í Jake Blúsbróður: The Band! The Baaaaand!

Á bak við alla þessa tugi slagara hjá öllu þessu úrvali söngvara var ein hljómsveit: The Funk Brothers. Spjallað er við eftirlifandi meðlimi og þeir rifja upp tímana sem sessjónistar hjá Motown. Þetta voru allt hæfileikaríkir tónlistarmenn, sem höfðu reyndar takmarkaðan áhuga á að spila þetta sálarpopp. Þeir voru djassspilarar sem þurftu á pening að halda. Þeir voru eins og fjölskylda og upp úr þessum bræðingi skapaðist eitthvert frjósamasta andrúmsloft til tónsköpunar sem um getur. Þeir spiluðu alltaf saman, hvort sem það var í hljóðveri eða á djassgiggum út um alla Detroit borg. Þétt spilið skapaði þennan auðþekkjanlega Motownhljóm.

Þessi mynd er frábær. Hún flettir hulunni af mönnum sem á skammarlegan hátt hafa fallið óverðskuldað í gleymsku. Hún afhjúpar heim sem maður hafði ekki hugmynd um.

Inn á milli taka þeir lagið á ný, nú með úrvali yngri og eldri tónlistarmanna. Það er frábært að heyra þá framkalla aftur á, að því er virðist, átakalausan hátt þessa grípandi tóna sem hafa yljað heimsbyggðinni um hjartarætur í áratugi. Flytjendurnir standa sig flestir vel, enda erfitt að klúðra með svona undirleik. Ben Harper er sínu verstur, kemur einhvern veginn allt of fljótt inn í lögi. Meira að segja furðufuglinn Bootsy Collins (já, hann er á lífi) tekur tvö lög á háu nótunum og kemst vel frá. Hins vegar eiga Chaka Khan (sjá dagbók hér á undan) og Joan Osbourne glæsta stund með sínum lögum. Joan tekur alveg hreint glimmrandi fagra útgáfu af What Becomes of the Broken Hearted.

Þessi mynd er réttlætismál. Hún réttir hlut snillinga sem hafa fallið í gleymskunnar dá. Þeir voru og eru Motown hljómurinn. Án þeirra er ekki víst að helmingurinn af þeim lögum sem flestir þekkja hefðu náð vinsældum. Gleymum þó ekki þætti lagahöfunda (t.d. Holland, Dozier, Holland) og söngvara Motown. En án Funkbræðra vantar heildarmyndina.

Virkilega góð og þörf heimildarmynd. Hún fær fjórar stjörnur.

PS. Ef þú ert svo heppin/n að sjá þessa mynd, þá ráðlegg ég þér að forðast að hlusta á nútímapopp strax á eftir. Þú munt eiga á hættu að fyllast gremju og biturð yfir því hversu ömurlega lélegt nútímameginstraumstónlist er í dag í samanburðinum við Motown.

Ég læt hér fylgja lista af lögum sem Funkbræður spiluðu á, sjáið hvort þið kannist við einhver laganna:

Please Mr. Postman - The Marvelettes
(Love Is Like A) Heat Wave - Martha & the Vandellas
Where Did Our Love Go - The Supremes
You Can't Hurry Love - The Supremes
Reach Out (I'll Be There) - The Four Tops
Dancing in the Street - Martha & the Vandellas
I Heard It Through the Grapevine - Marvin Gaye
Someday We'll Be Together - Diana Ross & the Supremes
The Contours- DO YOU LOVE ME
The Miracles- YOU’VE REALLY GOT A HOLD ON ME
The Temptations- GET READY
Martha & The Vandellas- NOWHERE TO RUN
Shotgun - Jr. Walker & The All Stars
It Take Two - Marvin Gaye & Kim Weston
What's Going On - Marvin Gaye
My Cherie Amour - Stevie Wonder
Baby Love - The Supremes
Stop in the Name of Love - Diana Ross
Ain't No Mountain High Enough – Marvin Gaye & Tammi Terrell
Uptight (Everything Is Alright) - Stevie Wonder

...osfrv. osfrv. osfrv.....

   (18 af 60)  
8/12/04 18:00

Rasspabbi

Strax og þegar ég las titil þessarar gagnrýni hóf hún Diana Ross upp raust sína og hvílík rödd og hvílík músík...

8/12/04 18:01

bauv

Það vantar Lets get it on með Marvin Gaye!

8/12/04 18:01

Hakuchi

Ég er ekki viss um að Funkbræður hafi komið að þeirri meistarasmíð. Það lag kom eftir að Motown var flutt til Los Angeles og Funkbræður höfðu tvístrast.

8/12/04 18:01

Heiðglyrnir

Víst ertu Kuchi Konungur klár. Góð og fróðleg lesning. Sem kemur svo sannanlega upp um góðan tónlistarsmekk yðar.

8/12/04 18:01

Nafni

Mæltu konunga heilastur.

2/11/05 00:00

hvurslags

What's going on með Marvin Gaye er algjört meistaraverk, lagið og platan.

Hakuchi:
  • Fæðing hér: 10/8/03 01:38
  • Síðast á ferli: 19/4/08 03:07
  • Innlegg: 4264
Fræðasvið:
Díalektísk neóklassísk tákngervingsskammtafagfræði, heimspekileg efahyggjubjargfestufræði með póst-módernískum skynhyggjuáhrifum ásamt votti af exístensíalískum sósíósúrrealisma, kúng fú myndir, skapandi fabúlusagnfræði.
Æviágrip:
Hakuchi er þegar fæddur en á eftir að deyja.