— GESTAPÓ —
Hakuchi
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 8/12/04
Hvað er á seyði?

Sálartónlist par exellans

Ég var rétt í þessu að heyra unaðslega útgáfu af sígildu lagi Marvins Gaye, What's Going On.

Þetta var í lok heimildarmyndarinnar Í skugga Motown, mynd sem ég hef lengi þráð að sjá og rakst á hana á SV2 (sænska ríkissjónvarpið, virðist ólíkt Rúv hafa vott af metnaði).

Útgáfan var í þéttum flutningi Funk Bræðra og Chaka Kahn söng. Keyrslan var hraðari en Gaye útgáfan en löðrandi í íðilfögru fönki (enda tóku Fönkbræður upp lagið með Gaye á sínum tíma). Ekkert nútímahipphoppbít undir, engir sólóstælar eða kjaftæði, bara unaðsfagur og dáleiðandi drifkraftur sálarfönksins.

Ég hef aldrei verið aðdáandi Sjöku Kahn en þarna kom hún mér gersamlega í opna skjöldu með næmum og innspírerandi söng. Strax í upphafi fór hún aðra og athyglisverða leið í söngnum, enda óþarfi að kópera Gaye, það er ómögulegt. Hún endaði í frábærum semi-skattsöng sem passaði eins og flís við rass á markvissum flutningi Fönkbræðra.

Ég missti af mestum hluta þessarar rómuðu heimildarmyndar um mennina á bak við Motown hljóminn (þessir gaurar voru bara djassistar sem höfðu það að vinnu að taka upp marga frægustu slagara sjöunda áratugarins). Ég þakka því guði fyrir að breiðbandið bíður upp á SV2 plús, sem sýnir dagskránna tveimur tímum áður. Ég mun hiklaust horfa á myndina og endurupplifa þessa frábæru útgáfu af What's Going On.

   (19 af 60)  
2/12/06 00:01

B. Ewing

Hér er upplagt að stofna laumupúkaþráð en svo virðist sem enginn hafi tjáð sig á þessu félagsriti. [Ljómar upp en slekkur strax aftur og laumupúkast]

2/12/06 01:01

krossgata

Blessaður Bjúving.
[Ljómar upp]

2/12/06 02:01

Nornin

Það er ótrúlegt hvað þú þefar uppi Krossgata.
Ég held að þú hljótir að vera skyggn.

Reyndar las ég líka allt þegar ég var nýbyrjuð hér... svo eldist þetta af manni [Flissar]

2/12/06 02:01

krossgata

[Blikkar Nornina]
Ég les ekki allt, en kannski er ég skyggn eða með allsvakalegt þefskyn, sem er sérlega næmt fyrir laumupúkum.

2/12/06 04:02

Nornin

Já eitthvað er það amk.

2/12/06 05:01

krossgata

Ég er komin með þykkt reipi af þráðum. En svo eru nokkrir sem eru á gráu svæði. Virðast hanga á mörkum þess að vera laumuþræðir og ekki.
[Klórar sér í höfðinu]

2/12/06 02:01

B. Ewing

Iss, ég gaf bara alltof góðar vísbendingar. [Snýr sér í stólnum] Til hamingju báðar með þetta hinsvegar [Ljómar upp]

Nú verð ég að finna mér nýjan einkalaumupúkastað

2/12/06 03:01

krossgata

Fannstu hann?

2/12/06 05:01

B. Ewing

Já. Það voru nokkrir þar fyrir og bara ein stelpa. [Blæs út af hamingju]

2/12/06 13:00

krossgata

Ég er komin með svo laaaangan lista að ég veit bara ekkert hver er hvað eða hvers er hvurs. Ætli ég sé búin að finna hann? Held ekki, þú ert bara einu sinni á listanum. Úff.
[Heldur áfram laumulegri yfirferð um Baggalútíu]

2/12/06 16:01

krossgata

En ef það voru nokkrir að laumast þar fyrir og ein stelpa, getur það þá talist einkalaumupúkaþráður?

Hef trú á að ég sé búin að finna hann.
[Ljómar upp]

3/12/06 10:00

krossgata

En þú skoðar aldrei póstinn þinn og virðist búin að gleyma þræðinum.
[Dæsir mæðulega]

4/12/06 11:00

krossgata

Til hamingju með rafmælið Bjúving. Ég spái að þú munir ekki eftir þræðinum.
[Skálar]
Skál!

4/12/06 18:01

B. Ewing

Ha? Meinaru þessum þræði? Ekki aldeilis... [Blikkar krossgötuna]

4/12/06 18:02

krossgata

[Glottir hringinn]

4/12/06 22:02

Hakuchi

Hvað eruð þið að knúsípúkast hérna?

Ef ég man rétt þá var ekkert kommenterað á þennan pistil því ég skrifaði þann næsta mjög fljótlega á eftir. Nú eða enginn hefur nennt að lesa hann.

5/12/06 03:02

krossgata

Jamm mér sýnist fyrsti orðabelgur vera laum. Pistillinn er ágætur, svona fljótt á litið, en ég er ekkert gefin fyrir það sem hann er um. En mér finnst alltaf gaman að heyra hvað það er margs konar tónlist sem gleður fólk og hefur áhrif á það.

5/12/06 04:00

Carrie

Ég man ekki eftir þessu lagi.

[Þykist vera Tammi Terrell og syngur Ekkert fjall er nægilega hátt með Marvin sínum]

5/12/06 04:01

krossgata

Mér finnst dill afar vont.

5/12/06 06:00

Hakuchi

Ég á skelfilega bágt með að skilja hvernig þér gæti fundist ómþýð rödd Marvins Gaye ekki vera skemmtileg. Hvers kyns tónlist heillar þig?

Carrie. Þetta er af samnefndri plötu Gayes sem er jafnframt hans besta plata. Þú ættir að verða þér út um lagið, það svíkur ekki.

5/12/06 06:01

Carrie

5/12/06 06:01

Carrie

Heyrði lagið á hinu mjög svo elskulega You-tube. Góður maður. Gott lag.

5/12/06 06:02

krossgata

Drama heillar mig, annað hvort afar dramatísk klassík eða verulega þungt rokk og svo ef þessu tvennu er blandað saman. Best að finna fyrir krafti í hverri frumu líkamans.
[Ljómar upp]

5/12/06 01:00

krossgata

Meðan ég man, þá var ég annars að tala um kryddið dill.

5/12/06 06:01

Hakuchi

Hmmm...hljómar svolítið eins og Meatloaf.

Já, það er sannarlega gott að fólk hefur mismunandi tónlistarsmekk.

5/12/06 07:00

Carrie

Bara fyrir forvitnissakir, hvað er gott við að fólk hlusti á Meatloaf?

5/12/06 07:00

Carrie

Já, já ég man að Bat out of hell var voða hresst. Annað man ég ekki.

5/12/06 07:02

Hakuchi

Ég var reyndar bara að stríða Krossgötu dálítið. Auðvitað er tónlist Meatloaf ekkert annað en tilræði við sálarheill mannkyns.

5/12/06 09:00

krossgata

Jim Steinman samdi tónlistina, kjöthleifurinn söng bara og svo var hann étinn í Rocky horror picture show. Annars finnst mér þeir félagar frekar léttir og ekki nægilega dramatískir.
[Skilur ekkert hvernig kjöthleifurinn datt inn og klórar sér tíkarspenunum]

3/12/07 09:00

krossgata

Hvað er á seyði? Hvar er Hakuchi?

Hakuchi:
  • Fæðing hér: 10/8/03 01:38
  • Síðast á ferli: 19/4/08 03:07
  • Innlegg: 4264
Fræðasvið:
Díalektísk neóklassísk tákngervingsskammtafagfræði, heimspekileg efahyggjubjargfestufræði með póst-módernískum skynhyggjuáhrifum ásamt votti af exístensíalískum sósíósúrrealisma, kúng fú myndir, skapandi fabúlusagnfræði.
Æviágrip:
Hakuchi er þegar fæddur en á eftir að deyja.