— GESTAPÓ —
Hakuchi
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 8/12/04
Grájarlsblús

Grájarlste tamið.

Ég setti of mikinn sykur út í teið. Það orsakast af því að ég er að venja mig við nýjan og stærri bolla sem ég keypti. Ég beiti happa-glappa aðferð og hnökra mér í rétta átt. Fjórir sykurmolar dugðu alls ekki, skyldu eftir sig allt of biturt bragð. Ég átti von á því. Fjórir molar voru jafnvægismagn eldri bollans.

Nú lagði ég sex mola út í sem er of mikið. Sætleikinn á of sterka innkomu og útkoman verður hálf velgjuleg. Næst reyni ég fimm mola. Eins gott að það dugi, ég ætla hvorki að skera sykurmola í tvennt né minnka vatnsmagnið í tebollanum. Ætli það sé hægt að skera sykurmola í tvennt?

Gallinn við Earl Grey te er að það byggir á hárfínu jafnvægi sykurs og tes. Lítið má út af bregða til að drykkurinn verði vondur og grípa verður til mjólkurslurks til að bjarga því sem bjargað verður. En er allt smellur saman er þetta himneskur drykkur.

   (20 af 60)  
8/12/04 16:01

Krókur

Ég held að vandamálið við Grájarlste og Ensk-morgunmatste er að þetta eru blöndur af te jurtum sem gætu verið ágætar ef þær væru ekki svona fjöldaframleiddar eins og við oft fáum. Mér finnst þá yfirleitt betra að drekka eina jurt í einu og þá er Dardíling í uppáhaldi hjá mér en Assam er bitrara. Og með Dardíling þarf engan sykur því það er ljúft og gott fyrir.

8/12/04 16:01

Heiðglyrnir

Ekki er mælt með að skera sykurmola. Á betri heimilum borgarinnar voru til sykurtangir, sem klipptu molann í tvennt eða jafnvel þrennt. Svo er líka hægt að brjóta hann. Það er gert þannig að þú tekur molan á milli þumalfingurs og vísifingurs hægri handar styður hinum enda molans við miðjan hálfkreptan lófa vinstri handar og brýtur hann með átaki upp. (þessi lýsing var fyrir rétthenda). Verði þér að góðu.

8/12/04 16:01

Vladimir Fuckov

Fáránlegt vesen út af einum nýjum bolla. Miklu einfaldara er að finna út hversu margfalt meira te kemst í nýja bollann en þann gamla (einfaldast er að gera það með því að vigta bollana, fylla þá svo af vatni og vigta aftur). Hafa síðan samband við framleiðanda sykurmolanna og hóta öllu illu verði stærð þeirra eigi aukin. Með þessu móti losnið þjer við að þurfa að breyta sykurmolafjöldanum í hvert einasta sinn sem þjer fáið yður nýjan bolla.

8/12/04 16:01

Hakuchi

Dardjílíng er fínt. Ég hef reyndar vanrækt það all lengi.

Fjöldaframleiðsla er ávallt vandamál og eru margar tegundir gersamlega ódrekkandi frá vissum fyrirtækjum. Til dæmis er grájarlinn frá Melróses hreinn viðbjóður, það er eins og teið sé gert úr mold og asfalti. Ég hef dottið niður á fjöldaframleitt te frá Celestial Seasonings, sem er ágætast af þessum varningi. Enska morgunverðarteið þeirra er afbragð.

8/12/04 16:01

Ég sjálfur

En bara að halda sykurmolanum hálfum oní teinu þannig að hann bráðni og gera svo eitthvað annað við hinn helminginn? Svona í staðin fyrir að brjóta.
Svo er hunang rosa gott útí te.

8/12/04 16:01

Hakuchi

Ég hef enga þolinmæði í slíkar leikfimikúnstir. Auk þess er talsverð hætta á ónákvæmni án vitneskju um sogstuðul sykurmolans og ég stórefast um að sogstuðullinn sé sá sami yfir alla sykurmola.

8/12/04 16:01

Furðuvera

Gangi þér vel, ég er að glíma við akkúrat sama vandamálið þessa dagana...

8/12/04 16:01

Von Strandir

Drekktu bara kaffi, það er best svart og sykurlaust, ekkert kálfasull (tei með mjólk og sykri) eins og amma gamla sagði alltaf.

8/12/04 16:01

Hakuchi

Ég drekk ekki kaffi. Það er bölvað nærbuxnaskólp.

8/12/04 16:01

Von Strandir

Þú átt margt eftir í lífinu kæri vinur.

8/12/04 16:01

Hakuchi

Og kaffi er ekki eitt af því. Það er búið spil.

8/12/04 16:01

Ég sjálfur

Hvað með lausan sykur? Fjórar kúfaðar teskeiðar og ein sléttfull útí teið eða eitthvað svoleiðis. Hefuru prófað það?

8/12/04 16:01

Hakuchi

Ég forðast það, óáreiðanleikinn er enn meiri fyrir vikið. Auk þess er strásykur ekki eins áberandi og sykurmolar á kaffistofum og á kaffihúsum. Ég notast þó við strásykur heima fyrir, þó mér sé heldur illa við það.

8/12/04 16:01

dordingull

Hættu að nota sykur í te! Te var drukkið í þúsundir ára áður en æðaeitrið var uppgvötað.

8/12/04 16:01

Hakuchi

Þetta er rétt hjá þér. Teð varð hins vegar mun betra þegar æðaeitrið kom til sögunnar. Þess vegna nota flestir það í dag.

Orgínalsnobb er mér ekki að skapi. Ég drekk það sem mér finnst best og á þann hátt sem mér finnst bestur.

8/12/04 16:01

Von Strandir

Sykur er notaður í teið vegna þess að það er bragðvont.

8/12/04 16:01

Leir Hnoðdal

Þessi umræða stefnir í óefni. Muniði að eitt stykki borgarstyrjöld hófst vegna ósættis um te !

8/12/04 16:01

Hakuchi

Rétt Leir. Te æsir upp ástríðurnar í fólki.

8/12/04 16:01

feministi

Þú ættir að prufa rauðrunnate, það er mátulega sætt án þess að þú þurfir að vera að vesenast þetta með sykurinn.

8/12/04 16:01

Nafni

Éttu bara sykurinn dry og vertu ekki klóra yfir fýknina með grájarlstesullubulli (20 stafir).

8/12/04 16:01

Nornin

Ég nota mjólk og sykur með mínu tei.
Hið vandratað einstigi verður greiðfærara ef þú setur mjólkina og sykurinn fyrst í bollann (galdur sem ég lærði þegar ég bjó í mekka temenningarinnar).
Þá sér maður strax hvort bæta þarf við sykri eða mjólk, því sú blanda á að vera dálítið þykk. Því næst er teinu bætt við úr tekatli sem búið er að standa í í 5 mínútur og ekki mínútu styttra.
Þá fyrst ertu kominn með gott te.

8/12/04 16:01

Hakuchi

Athyglisverð athugasemd. Þó nota ég ekki mjólk í te nema það hafi misheppnast eða þegar ég borða matarkex með.

8/12/04 16:01

Sundlaugur Vatne

Hmm.. Það finnst mér "amatöragtigt" að drekka grájarlste. Það "parfúmeraður" andskoti. Sannir tedrykkjumenn drekka teið ómengað. Þá er um ýmis afbrigði að velja sem helzt ákvarðast af ræktunarstað. S.s. Dardjílíng, tsjæna blakk, seilon og fleiri. Sjálfum þykir mér bezt dardjílíng og te frá Grúzíu.
Bendi á viðvaranir Leirs Hnoðdals um borgarastyrjöld sem hófst er ammríkanar hentu ensku te-i í höfnina í Boston. Það lýsir vel villimennsku ammríkana að henda te-i í sjóinn enda kunna þeir ekkert gott að meta. Fyrir vikið varð te-ið ódrekkandi. Meira að segja fyrir ammríkana.

8/12/04 16:01

Hakuchi

Eins og ég sagði ofar: Orgínalsnobb er mér ekki að skapi. Grájarlinn blívar, og reyndar margt annað.

Já, það boðaði ekki gott að Bandaríkjamenn reistu ríki sitt á teandúð og lýsir um margt slæmu innræti.

8/12/04 16:01

dordingull

Drekk mikið te. Allar tegundir og gerðir. Að vilja ekki spilla hinu hárfína blæbrigðaríka bragði telaufanna með sykurdrullu kemur snobbi ekkert við.
Prófaðu að sleppa sykrinum í nokkur skipti og þú munt þá sjá ljósið.

8/12/04 16:01

Hakuchi

Það hef ég reynt og afskrifað. Í það minnsta fyrir grájarl og co. Sykurdrulla er hreinlega góð í te.

Vera má að til séu te sem góð eru án sykurs. Það er ekki loku fyrir það skellt.

Eitt sinn gaf gaf Japani mér tesopa. Það var grænt te og sykurlaust. Teið var hreinn viðbjóður en eftir á var sem ég væri svífandi á skýi. Náði aldrei nafni tesins. Ég gæti vel hugsað mér að drekka slíkt, orkunnar vegna.

8/12/04 16:01

Furðuvera

Þegar ég var lítil setti ég a.m.k. tvær kúfaðar teskeiðar af hvítum sykri í teið mitt.
Þessa dagana set ég lítið sem ekkert í ávaxtate, ekkert í grænt te, en smávegis í hvítt og svart. Það er þá annaðhvort brúnn sykur eða hunang.

8/12/04 16:01

Steinríkur

Ég sá að þú minntist á Melroses. Það er framleitt í Edinborg, en þegar faðir minn var þar í námi fyrir tæpum áratug fann hann það hvergi í búðum.
Þegar hann spurði heimamenn sögðust þeir ekki vilja sjá það drasl. Ekki beint meðmæli - eða hvað...?

8/12/04 16:02

Hakuchi

Ég skil hug þeirra fullkomlega. Melrósan er hryllingur.

8/12/04 16:02

Stelpið

4-6 sykurmolar? Verður þetta ekki hálfgerð leðja hjá þér, konungur góður?
Sjálf set ég aldrei sykur út í te... prófaði það einhvern tímann og fannst það svo vont og væmið að ég gat ekki drukkið það.
Japanska græna teið (úr grænu dufti) er snilld, beiskt moldarbragð sem hressir og kætir...

8/12/04 16:02

Hakuchi

Alls ekki. Þú verður að athuga að þetta er nokkuð stór bolli.

8/12/04 17:01

Ugla

Afhverju get ég ekki lært það að maður getur ekki lagað athugasemdir við Félagsrit?
Getur einhver tekið sér tíma frá te-umræðum og svarað því fyrir mig...

8/12/04 17:01

Hakuchi

Af því að þú ert annars hugar. Útilokaðu allt úr lífi þínu fyrir utan Baggalút. Hugsaðu um Baggalút daginn út og inn. Íhugaðu gangvirki gestapó og lærðu á það eins og þú lærðir að hjóla.

2/12/07 08:01

Günther Zimmermann

Laum.

1/11/13 04:02

Regína

Athyglisverðar umræður.

Hakuchi:
  • Fæðing hér: 10/8/03 01:38
  • Síðast á ferli: 19/4/08 03:07
  • Innlegg: 4264
Fræðasvið:
Díalektísk neóklassísk tákngervingsskammtafagfræði, heimspekileg efahyggjubjargfestufræði með póst-módernískum skynhyggjuáhrifum ásamt votti af exístensíalískum sósíósúrrealisma, kúng fú myndir, skapandi fabúlusagnfræði.
Æviágrip:
Hakuchi er þegar fæddur en á eftir að deyja.