— GESTAPÓ —
Hakuchi
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 31/10/03
Kvenmannsnöfn

Skuggalegt

Það rann upp fyrir mér þegar ég vaknaði á laugardaginn að ég gat ekki munað eitt einasta kvenmannsnafn sem byrjar á Ö eða Æ. Getur verið að ekki séu til nein kvenmannsnöfn sem byrja á þessum stöfum? Í það minnsta eru þau skelfilega sjaldgæf. Hvernig stendur á þessu? Þetta er mjög dularfullt.

Ef einhver þekkir eða veit um einhverja konu sem ber nafn sem byrjar á Æ eða Ö, látið það endilega flakka hér að neðan.

   (37 af 60)  
31/10/03 17:01

Haraldur Austmann

Ædís, Ölrún, Örbrún og Ösp. Þekki þær ekki en þær eru í símaskránni.

31/10/03 17:01

krumpa

Æsa, (man annars ekki fleiri - Haraldur stal af mér þrumunni...).

31/10/03 17:02

Haraldur Austmann

Ægira. Nei annars...

31/10/03 17:02

Skabbi skrumari

Örk

31/10/03 17:02

Enter

Æ: Ægileif, Æsa, Æsgerður.
Ö: Ögmunda, Ögn, Ölrún, Ölveig, Örbrún, Örk, Ösp.

31/10/03 17:02

Vamban

Ögmundur og Æla.

31/10/03 18:00

Jóakim Aðalönd

Haha, Ögmundur Jónasson er þá kona eftir allt saman!?

31/10/03 18:00

Limbri

31/10/03 18:01

Hakuchi

Ég þakka ykkur fyrir að upplýsa mig. Ég nennti ekki að fletta upp í símaskránni.

31/10/03 18:01

Nykur

Æsgerður Ölveig. Ja það væri kvenmaður sem vert væri að hitta!

31/10/03 18:01

Golíat

Langar að stinga upp á fleiri nöfnum til notkunar síðar; Ölgerður, Örna, Æla, Æska, Æra og Ærleg.

31/10/03 18:01

Nykur

Örna Æra gekk örna sinna.

1/11/03 05:01

Ívar Sívertsen

já og það ærlega...

Hakuchi:
  • Fæðing hér: 10/8/03 01:38
  • Síðast á ferli: 19/4/08 03:07
  • Innlegg: 4264
Fræðasvið:
Díalektísk neóklassísk tákngervingsskammtafagfræði, heimspekileg efahyggjubjargfestufræði með póst-módernískum skynhyggjuáhrifum ásamt votti af exístensíalískum sósíósúrrealisma, kúng fú myndir, skapandi fabúlusagnfræði.
Æviágrip:
Hakuchi er þegar fæddur en á eftir að deyja.