— GESTAPÓ —
Hakuchi
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 31/10/03
Næturlíf

Fullt af frægu fólki

Á föstudagskvöldið sá ég frægan mann. Smásálin í mér tók kipp. Sjálfur Forrest Whittaker arkaði fram hjá mér á Laugaveginum. Það sem af er þessu ári hef ég því séð tvo fræga blökkumenn. Það er ágætis árangur.

Ég sá minna fræg peð, öll íslensk að vísu. Tinna og Egill súperperri voru á Ölstofunni. Þar var Friðrik Þór líka. Hann var umsetinn af já-mönnum sem hlógu af hverju orði hans sem er skrítið því enginn hefur skilið orð af því sem hann segir síðan 1992.

Svo má ekki gleyma hljóðversleikaranum Friðriki Karlssyni sem kom við á þessum ágæta stað. Ég hef aldrei skilið frægð hans. Með reglulegu millibili koma frægðarsögur af honum þar sem hann segir frá afrekum sínum sem felast yfirleitt í því að hafa spilað undir hjá stórstirnum á borð við Madonnu. Þetta er álíka merkilegt og fá reglulega umfjöllun um íslenskan bílstjóra í London sem hefur tekið upp í hjá sér fræga einstaklinga.

Þessi maður er nú bara 'session' leikari, sem þýðir væntanlega að hann kann að glamra á gítar og getur hórað sig út á það en að sama skapi hefur hann væntanlega, nei örugglega, enga tónlistarlega sköpunarhæfileika. Ég skrifa örugglega af því að ég hef heyrt hluta af 'slökunartónlist' hans. Sú tónlist er svo andlaus og pirrandi að í stað þess að hverfa á vit kyrrðarinnar þarf maður að hafa sig allan við að kasta ekki græjunum út um gluggann.

Ég er ekki óánægður með Ölstofuna. Engin leiðinda hávaðatónlist, bara skarkali í fólki. Lýsingin er lítil þannig að við ljóta fólkið lítum betur út en ella. Seisei já þetta var ágætt. Ég hafnaði hins vegar boði um að fara á Rex. Ég var orðinn nógu andlega gjaldþrota við að umgangast allt þetta listalið. Hefði ég hitt uppaliðið hefði ég líklega fallið í dá af andleysi. Fór því heim. Sæmilega sáttur bara.

   (38 af 60)  
31/10/03 03:01

Júlía

Eflaust skrifaði Wittaker í dagbók sína sama kvöld: 'Rakst á hinn glæsilega konung Baggalútíu áðan. Ég vissi að það var rétt ákvörðun að koma til Íslands.'

31/10/03 03:01

Vamban

Ég hitti Juliu Styles á 22. Er ekki viss um að ég hefði reynt við hana ef hún væri bara einhver stelpa út í bæ.

31/10/03 03:01

Órækja

Má skilja orð Vambans sem svo að hann falli fyrir frægu kvennfólki?

31/10/03 03:01

Vamban

Ég fell fyrir kvenfólki, punktur.

31/10/03 03:01

Limbri

Mér skylst nú að Friðrik Þór sé bara alveg hreint ágætlega fyndinn. Allavegana er hann fyndinn á svipinn og "Já"-mennirnir voru kannski bara að hlægja að andlitinu á honum. Allavegana fannst Q.T. Frikki vera alveg ágætur. Eða svo segir sagan.

31/10/03 04:01

Nafni

31/10/03 04:01

Glúmur

Þess má geta að síðar virðist Friðrik Þór hafa verið umkringdur af "Nei" mönnum.

31/10/03 04:01

Vamban

Hvar eru "kannski" mennirnir?

31/10/03 04:01

Vladimir Fuckov

Og það afar herskáum "nei" mönnum. Skarkalinn í fólki er Hakuchi minntist á hlýtur að hafa verið með allra mesta móti er leið á kvöldið/nóttina. En að vísu er DV argasti falsmiðill og sorpblað og því óvíst hvað gerðist (ef eitthvað).

31/10/03 04:01

hundinginn

Vlad. Ertu útsendari Moggans?

31/10/03 04:01

Vladimir Fuckov

Útsendari Moggans ? <Hrökklast aftur á bak og hrasar við> Þess falsmiðils ! Ekkert er fjær sanni.

31/10/03 04:01

Vladimir Fuckov

Hversvegna í $%&*$@€ hverfur texti er settur er á milli "<" og ">" hér ? Vér vorum með slíkt innskot í undanfarandi 'innleggi' og það hvarf [Hrökklast aftur á bak og hrasar við. Ákveður að nota í staðinn hornklofa]

31/10/03 04:02

Tinni

Merkilegur pistill, þvi síðar um kvöldið var Friðriki Þór misþyrmt af einhverju hyski. Skyldi Hakuchi hafa orðið vitni að því?

31/10/03 08:00

Hakuchi

Nei, ég missti af því. Ég tek líka fram að ég átti engan þátt í líkamsmeiðingum á honum og ég freimaði parketpússarann ekki með því að múta vitnum til að benda á hann.

31/10/03 15:00

Luis Miguel Coruedo

<'og'> <" og ">

Hakuchi:
  • Fæðing hér: 10/8/03 01:38
  • Síðast á ferli: 19/4/08 03:07
  • Innlegg: 4264
Fræðasvið:
Díalektísk neóklassísk tákngervingsskammtafagfræði, heimspekileg efahyggjubjargfestufræði með póst-módernískum skynhyggjuáhrifum ásamt votti af exístensíalískum sósíósúrrealisma, kúng fú myndir, skapandi fabúlusagnfræði.
Æviágrip:
Hakuchi er þegar fæddur en á eftir að deyja.