— GESTAPÓ —
Síra Skammkell
Fastagestur.
Gagnrýni - 2/12/03
Morgnar-fáránleg fyrirbæri

Svefn.... Himnesk sæla.... Algjör slökun.... Ljúfir draumar...........

RRRRRRRRRRRRIIIIIINNNNNNNG!!!! Það er kominn morgunn!
Morgunn! Hverjum datt þetta eiginlega í hug? Hvað gekk honum til?. Af hverju má ekki bara byrja daginn þegar það er kominn dagur?
Sumt fólk hefur náð að telja sjálfu sér trú um að á morgnana sé það ferskast. Að morgunninn sé besti tími dagsins. Þetta stenst að sjálfsögðu ekki, því morgunn er ekki dagur. Ef morgunninn væri dagur þá héti hann ekki morgunn heldur dagur! En burtséð frá því þá hef ég ekki ennþá séð nokkurn mann sem er ferskastur á morgnana. Eða hvað? Ef þeir sem keyra eins og fífl, úrillir, stressaðir, allt of seinir, á leið í vinnu sem þeir eiga að mæta í eldsnemma á morgnana (klukkan 9 eða jafnvel klukkan 8! (sumir á enn fáránlegri tímum!!!!)) eru ferskir, þá hef ég misskilið einhver hugtök. Varla teljast nemendurnir sem í þunglyndiskasti á morgnana sofna fram á borðin í skólanum mjög ferskir. Eða börnin sem eru dregin grátandi í leikskólann á morgnana! Hvers konar fíflagangur er þetta eiginlega?
Ég sé bara eina lausn á þessu: Afnemum morgnana, þennan sora sólarhringsins.

Ég þakka þeim sem hlýddu.

Skammkell

   (3 af 3)  
1/11/03 06:00

Ívar Sívertsen

Sammála þessu! Þetta gæti lagt af vaktavinnu!

1/12/05 01:02

Goggurinn

Já! Niður með þetta helvíti! Gaman að svara félagsriti eftir hartnær tvö ár, skál fyrir því!

4/12/06 18:02

krossgata

Ljómandi að raða niður svörum með rúmlega árs millibili.

5/12/06 08:01

Vladimir Fuckov

Er þetta svar þá ógilt af því að það er ekki skrifað árið 2008 ?

PS Vjer erum sammála efni fjelagsritsins.

5/12/06 08:01

krossgata

Ég hneigist til að aðhyllast sömu skoðun og lýst er í félagsritinu. Ég tel þó ekki að innlegg séu óvirk sé styttra á milli þeirra en rúmt ár. Það var einungis athugasemd, ekki tillaga að reglu.

5/12/06 20:00

krossgata

Nú á karlinn rafmæli og fær hamingjuóskir.

9/12/06 04:01

Hexia de Trix

Skammkels er sárt saknað. [Fær ryk í augað]

9/12/06 08:00

krossgata

Sinnti hann prestsstörfum á Gestapó?

1/12/07 12:01

Álfelgur

Fyrst árið 2008!!

3/12/07 09:00

krossgata

[Blessar söfnuðinn]

4/12/07 04:00

Álfelgur

[Tekur við blessun]

5/12/07 20:01

Vladimir Fuckov

Já, hans er saknað (svar til Hexiu) og fær hann hjer með rafmæliskveðju.

PS Þetta virðist vera orðið að laumupúkaþræði [Ljómar upp].

9/12/07 05:01

Álfelgur

Ætli sé þá ekki best að laumast pínu[Laumast pínu]

1/11/07 20:01

Wayne Gretzky

Jú.

Hammó með ramm´.

Síra Skammkell:
  • Fæðing hér: 20/11/03 23:22
  • Síðast á ferli: 1/11/06 08:25
  • Innlegg: 222
Eðli:
Bæði dæll og fyrirleitinn. Að auki fremur svífinn. Féti.