— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 31/10/05
Af tómum niðursuðudósum

Hvaða djöfulsins kjaftæði er þetta að ég sé dauður? Má maður ekki sofa úr sér í friði án þess að vera úrskurðaður látinn? Þessi læknisbjáni verður úrskurðaður látinn um leið og ég næ í hann. Þegar hefur verið gengið frá helvítinu honum Huga.

En nú að málinu sem á sumum brennur. Hvurn djöfulinn sjálfan kemur það ryðguðu niðursuðudósinni honum Heiðglyrni við hvort einhverjir hér eigi auka-aukasjálf – þessi umræða er úr heimskulegasta sem hér hefur farið fram. Ha? Af hverju hefur þessi vesalsing riddaradrusla tekið völdin hérna á Gestpó og farin að stýra allri umræðu? Fokkings sjálfsskipuð siðferðis-, umræðu- og tískulögga.

Auka fokking saukasjálf? Hvur djöfullinn er það eiginlega? Er aðalsjálf riddarans heildós af grænum baunum og aukasjálfið hálfdós?

Farðu sund Heiðglyrnir og vertu í brynjunni.

   (16 af 164)  
31/10/05 18:01

Haraldur Austmann

Fer ekki að koma árshátíð? Ég ætla mæta með rafsuðugræjurnar.

31/10/05 18:01

Ugla

Fólk hlýtur að stjórna því sjálft hvað það vill halda uppi mörgum aukasjálfum.

31/10/05 18:01

Þarfagreinir

Jæja, hvað segiði ...

Alltaf í boltanum?

31/10/05 18:01

Haraldur Austmann

Handsprengjukasti núna.

31/10/05 18:01

Skabbi skrumari

[Grípur sprengju] Hvað svo?

31/10/05 18:01

Haraldur Austmann

Tók ég pinnann úr?

31/10/05 18:01

Þarfagreinir

Nú flýgurðu tuttugu metra upp í loftið og dreifir þér yfir stórt svæði.

31/10/05 18:01

Vladimir Fuckov

Hvað svo ? Eitthvað stærra [Ljómar upp og kemur með kjarnorkusprengju].

31/10/05 18:01

Haraldur Austmann

[Fyllir niðursuðudós af TNT og ber eld að]

31/10/05 18:01

Skabbi skrumari

[Flýgur tuttugu metra og dreifir aukasjálfum út um allt]

31/10/05 18:01

Heiðglyrnir

Alltaf komist þið í sömu rökþrotin elskunar mínar, það mega allir stjórna öllu sem að þeir vilja. Ég stjórna þá líka út frá sömu fporsendum, hins vegar hvað mér finnst um það og hef um það að segja.

31/10/05 18:01

Vladimir Fuckov

[Stenst ei freistinguna (þrátt fyrir að reyna) og ýtir á rauðan takka]

31/10/05 18:01

krumpa

Ég verð nú bara að segja að hugmyndin um endurkomu verður minna aðlaðandi með hverju fnýju félagsriti...

31/10/05 18:01

Herbjörn Hafralóns

Var það ekki ég, sem hratt þessu öllu af stað með pistlingi mínum?

31/10/05 18:01

Haraldur Austmann

Gleiðhyrnir - það á enginn að stjórna neinum hérna og enginn að skipta sér af því hvað aðrir gera? This ain´t the real world - get it?

31/10/05 18:01

Heiðglyrnir

[Starir opinmynntur á Harald slefar pínulítið] Já Haraldur alveg eins og þú gerir það. daaaaaaaa.

31/10/05 18:01

Haraldur Austmann

Ég skipti mér ekki af þeim sem reyna ekki að hafa vit fyrir mér.

31/10/05 18:01

Ugla

Haraldur hefur svolítið verið í eineltinu en hann er nú ekkert fyrir boð og bönn blessaður karlinn.
Það er líka nóg um svoleiðis í raunverulega lífinu.

31/10/05 18:01

Jóakim Aðalönd

Já, öss. Þetta raunverulega líf...

Enga lognmollu!

31/10/05 18:01

Haraldur Austmann

Legg engan í einelti. Svara bara þegar farið er að skipta sér af því hvað ég geri. Svara svolítið oft og lengi, aftur og aftur en það er ekki einelti. Sei sei nei.

31/10/05 18:01

Heiðglyrnir

Hver hefur minnst á boð eða bönn Ugla mín. þarf ekki aðeins að skoða málin betur.

31/10/05 18:01

Ugla

[Flassar]
Skoðaðu þetta!

31/10/05 18:01

Heiðglyrnir

Skoðar málin betur.

31/10/05 18:01

Haraldur Austmann

Krumpa - þú ert í bjánalegasta fýlukasti sem um getur.

Herbjörn, nei þetta hefur ekkert með það að gera. Það er þegar niðursoðna tussan Heiðglyrnir gerist þáttastjórnandi á spjallþráðum og hellir yfir Gestapóa föðurleggum besserwisma, að ég get ekki þagað.

31/10/05 18:01

krumpa

Æi, þegiðu Haraldur.

31/10/05 18:01

Haraldur Austmann

Þegiðu sjálf.

31/10/05 18:01

krumpa

Það er nú einmitt það sem ég er að reyna að gera - í fýlunni!

31/10/05 18:01

Haraldur Austmann

Ó?

31/10/05 18:01

krumpa

ahhh.....bara eitt enn - mér er slétt sama hvað hver upplogni karakter hér á mörg sjálf eða klofninga úr sjálfum - miklu verra finnst mér ef margir eru á bak við sama aukasjálfið - svo maður veit ekkert við hvern maður er að tala - eins og hlebbi var um daginn orðinn viðbjóðslega vingjarnlegur og væminn eitthvað - ekki alveg við hæfi!
Semsagt; eigum eins mörg sjálf og okkur lystir en eigum þau sjálf!
Og nú er ég aftur farin í fýlu...

31/10/05 18:01

krumpa

ÞEGIR

31/10/05 18:01

Billi bilaði

Hvar er Hexía? Krumpu vantar kakó.

31/10/05 18:01

Herbjörn Hafralóns

Jæja, ég get glaðst yfir því að Haraldur er ekki að agnúast út í mig. [Glottir við tönn.]

31/10/05 18:01

Þarfagreinir

Þetta rit er með því ljótasta sem ég hef séð lengi.

Mér fannst ekki votta fyrir stjórnsemi hjá umræðu Heiðglyrnis. Sumir virðast hafa misskilið þetta þannig að hann sé að reyna að segja fólki fyrir verkum, en ég túlka það alls ekki þannig. Ég sé ekki betur en að hann hafi eingöngu verið að vekja fólk til umhugsunar um þetta mál og hvetja það til að marka sér stefnu í því og hugsanlega endurskoða eitthvað af sinni eigin hegðun. Þú kannt að vera ósammála því að þörf sé á að vekja slíka umræðu, Haraldur, en það er engin ástæða fyrir persónlegum svívirðingum og uppnefnum.

Þessi dagur verður svartur dagur í sögu Gestapó ef úr þessu verður ekki bætt.

31/10/05 18:01

Haraldur Austmann

Ósammála.

31/10/05 18:01

B. Ewing

Jæja. [Krossleggur handleggina] Hver er dauður og hver er ekki dauður ? Getur einhver hérna svarað því ?

31/10/05 18:01

Ísafold

Ágætt að Haraldur láti ekki öxul hins illa buffa sig. Þetta tríó talar um að það sé að bjarga Gestapó frá hinu og þessu, einhverjir verði að sýna ábyrgð og hafa stjórn á hinu og þessu. Minnir á umburðarlyndið í Sovétríkjunum sálugu undir föðurlegri stjórn Stalín.

31/10/05 18:01

Tigra

Æi afhverju þurfa alltaf að vera einhver svona leiðindi?

31/10/05 18:01

Billi bilaði

Ég held að það sé af því að Hexía er týnd, og það er orðinn alvarlegur Kakó-skortur.

31/10/05 18:01

Jóakim Aðalönd

Hættið þessu leiðindaþvaðri og farið að bulla einhverja vitleysu! Gloing!

31/10/05 18:01

Tina St.Sebastian

Gloing?

31/10/05 18:02

Galdrameistarinn

Jóakim er eitthvað bilaður eftir að Tígra dró hann ofan í kolakjallara á Kaffi Blút.
Venjulega segir hann "Ga-Bak" en nú hefur slegið saman svo það heyrist bara léglegt "Gloing" eins í brotnum skaftpotti sem er slegið í með trésleif.

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504